Nubo opnar hótel á Grímsstöðum!!

Þegar fulltrúar Framsýnar voru á ferð yfir Möðrudalsöræfin á dögunum var engu líkara en að kínverski fjárfestirinn Huang Nubo væri búinn að opna hótel með tilheyrandi þjónustu á Grímsstöðum miðað við skilti sem  er við þjóðveg 1. Svo er reyndar ekki en miklar umræður hafa verið í þjóðfélaginu um hugmyndir hans um að kaupa Grímstaði undir stórfellda ferðaþjónustu.

Málinu er ekki lokið þar sem nokkur sveitarfélög á Norðurlandi eru með málið og hugsanleg jarðarkaup til skoðunar. Þá hefur Framsýn óskað eftir fundi með Nubo um hugmyndir hans um uppbyggingu á ferðajónustu á félagassvæðinu. Nupo tók erindinu vel og er fyrirhugaður fundur í næstu Íslandsferð hans.

Á Grímsstöðum er boðið upp á ýmsa þjónustu í dag. Án efa á hún eftir að stóraukast með hugsanlegri aðkomu Huang Nubo sem er þekktur fjárfestir í Kína.

Deila á