Stéttarfélögin auglýstu nýlega eftir almennum starfsmanni á skrifstofu stéttarfélaganna. Umsóknarfresturinn rann út síðasta föstudag. Alls sóttu 15 einstaklingar um starfið en auk þess var töluvert spurt fyrir um starfið og launakjör. Fulltrúaráð stéttarfélaganna sem skipað er formönnum aðildarfélaganna munu funda næsta miðvikudag og fara yfir umsóknirnar. Reiknað er með að nýr starfsmaður geti hafið störf á næstu vikum.