Í gær var réttað í Húsavíkurrétt í fallegu haustveðri og töldu fjáreigendur ástæðu til að flagga í heila enda mikil hátíðarstund á hverju hausti þegar húsvískir frístundabændur ganga á fjöll og smala fé sínu til byggða. Read more „Réttað í fallegu veðri á Húsavík“
Hvetja til víðtækari verðlagseftirlits
Eitt af hlutverkum Alþýðusambands Íslands er að fylgjast með verðlagi í verslunum landsins. Í því sambandi gerir verðlagseftirlit ASÍ reglulega verðkannanir á vöru og þjónustu, sérstaklega í stórmörkuðum sem skilað hefur góðum árangri enda þarft að veita verslununum og öðrum þjónustuaðilum gott aðhald. Read more „Hvetja til víðtækari verðlagseftirlits“
Merkileg saga – merkilegt hús
Neðst í skrúðgarðinum á Húsavík, sunnan Búðarár, stendur Árholt fagurrautt hús með hvítum gluggum. Þetta er annað elsta íbúðarhúsið á staðnum. Árholt hefur alla tíð verið í eigu sömu ættar og á morgun, 8. september verða liðin 120 ár síðan frumbyggjarnir fluttu inn. Hulda Þórhallsdóttir býr þar í dag. Árholt er ef til vill rómantískasta hús á Húsavík, þegar á allt er litið, segir Karl Kristjánsson í fyrsta bindi Sögu Húsavíkur. Read more „Merkileg saga – merkilegt hús“
Viðræður í gangi við fyrirtæki á svæðinu
Fulltrúar Framsýnar hafa síðustu daga fundað með forsvarsmönnum fyrirtækja í Norður-Þingeyjarsýslu um sérkjarasamninga fyrir starfsmenn viðkomandi fyrirtækja. Viðræðurnar hafa verið vinsamlegar og munu væntanlega klárast á næstu vikum. Þá fara fram viðræður í dag milli Framsýnar og Fjallalambs um kjör starfsmanna í sláturtíðinni í haust. Read more „Viðræður í gangi við fyrirtæki á svæðinu“
Olga heiðruð!!
Samningafundur á morgun
Fulltrúar Framsýnar munu halda suður til Reykjavíkur í morgunsárið til að funda með Bændasamtökum Íslands um kjarasamning fyrir landbúnaðarverkamenn. Fundurinn verður í húsi Ríkissáttasemjara undir hans stjórn og hefst kl. 11:00. Viðræður aðila hafa gengið hægt undanfarið en formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, sagðist vonast til að samningaviðræðurnar færu að klárast. Read more „Samningafundur á morgun“
Húsavíkurrétt næsta laugardag
Frístundabændur á Húsavík munu ganga á fjöll næsta laugardag og smala kindum sínum til byggða. Að sögn fjárbænda á Húsavík áætla þeir að rétta kl. 13:00 í Húsavíkurrétt enda verði gott að smala en þeir vonast eftir góðu veðri. Read more „Húsavíkurrétt næsta laugardag“
Atvinnumál, Grímsstaðir og málefni SGS til umræðu í kvöld
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kom saman til fundar síðdegis í dag. Helstu málefni fundarins voru atvinnumál í héraðinu, kaup Huang á Grímsstöðum og málefni Starfsgreinasambands Íslands. Read more „Atvinnumál, Grímsstaðir og málefni SGS til umræðu í kvöld“
Orlofsíbúð í boði á Akureyri
Framsýn- stéttarfélag hefur gert leigusamning við Verkalýðsfélag Akraness um afnot að íbúð félagsins á Akureyri í vetur fyrir félagsmenn Framsýnar. Íbúðin er í Furulundi 8E. Read more „Orlofsíbúð í boði á Akureyri“
Ofurhugarnir komnir til Húsavíkur
Rétt fyrir kl. 17:00 í dag komu kæjakræðararnir Riaan Manser og Dan Skinstad frá Suður Afríku til Húsavíkur og náðu þar með markmiði sínu að róa umhverfis landið á kæjak. Ferð þeirra hófst frá Húsavík í mars 2011. Read more „Ofurhugarnir komnir til Húsavíkur“
Trúnaðarmannanámskeið í október
Framsýn hefur ákveðið að standa fyrir trúnaðarmannanámskeiði fyrir trúnaðarmenn félagsins í október. Um er að ræða tveggja daga námskeið þar sem farið verður yfir þætti eins og sjálfstyrkingu, einelti á vinnustöðum og stjórnunarstíla. Read more „Trúnaðarmannanámskeið í október“
Námskeið fyrir fólk með skerta vinnufærni eða öryrkja
Virk – starfsendurhæfingarsjóður var stofnaður árið 2008 af aðilum vinnumarkaðarins. Helstu verkefni Virk eru að veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum starfsendurhæfingarþjónustu og stuðning til að draga úr líkum á því að einstaklingar með heilsubrest detti af vinnumarkaði og styðja þá sem eru utan vinnumarkaðar til að komast þangað aftur. Read more „Námskeið fyrir fólk með skerta vinnufærni eða öryrkja“
Fundað um starfsemi SGS
Ákveðið hefur verið að boða til fundar í stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar sunnudaginn 4. september kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Aðalumræðuefni fundarins verða málefni Starfsgreinasambands Íslands og kaup Kínverja á landi Grímstaða undir ferðaþjónustu. Read more „Fundað um starfsemi SGS“
Hugur í Völsungum á aðalfundi
Aðalfundur Völsungs fór fram í kvöld. Mjög góð mæting var á fundinn miðað við síðustu ár, en á þriðja tug Völsunga tók þátt í líflegum og skemmtilegum umræðum á fundinum. Gerð var grein fyrir stafsemi félagsins og ársreikningum fyrir síðasta starfsár. Almenn ánægja kom fram með fjárhagslega stöðu félagsins en samkvæmt ársreikningum aðalsjóðs Völsungs varð 5,5 milljón króna hagnaður af starfseminni. Read more „Hugur í Völsungum á aðalfundi“
Ályktað um öryggismál sjómanna
Á síðasta fundi Framsýnar fyrir helgina var samþykkt að álykta um öryggismál sjómanna. Ályktunin er svohljóðandi: Read more „Ályktað um öryggismál sjómanna“
Málefni SGS og kjarasamningar til umræðu
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar fundaði í gær. Meðal fundarefna sem voru til umræðu voru, skipulagsmál Starfsgreinasambandsins, kjaramál, öryggismál sjómanna og kjör fulltrúa á þing sem haldin verða í haust á vegum Starfsgreinasambands Íslands og Alþýðusambands Norðurlands. Read more „Málefni SGS og kjarasamningar til umræðu“
Þingi NU lokið
Þing Nordiska Unionen sem fram fór á Selfossi í vikunni gekk vel og voru þingfulltrúar mjög ánægðir með þingið sjálft, umræðuna og kynningu sem þeir fengu á nokkrum vinnustöðum á og við Selfoss. Um var að ræða fyrirtæki í matvælaframleiðslu. Read more „Þingi NU lokið“
Góður fundur í Kaupmannahöfn
Við sögðum frá því að formaður Framsýnar var beðinn um að taka þátt í verkefni er tengist starfsemi stéttarfélaga á Norðurlöndunum og hvernig samfélögin hafa breyst í gegnum tíðina. Verkefnið er á vegum verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlöndunum. Read more „Góður fundur í Kaupmannahöfn“
Framsýn með virkustu heimasíðuna
Samkvæmt óformlegri skoðanakönnun er Framsýn- stéttarfélag með virkustu heimasíðuna innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands. Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur standa að heimasíðunni. Félögin leggja mikið upp úr því að veita félagsmönnum góðar upplýsingar um starfsemi félaganna og réttindi þeirra og skyldur. Flettingar á dag eru yfir þúsund. Read more „Framsýn með virkustu heimasíðuna“
Þing NU haldið á Íslandi í ár
![]() |