ASÍ boðaði til formannafundar í gær í Reykjavík til að ræða forsendur kjarasamninga en fyrri endurskoðun kjarasamninganna á að vera lokið 20. janúar. Read more „Þungur undirtónn á formannafundi ASÍ“
ASÍ boðar til formannafundar
Alþýðusamband Íslands hefur boðað til formannafundar næsta fimmtudag. Á fundinum verður farið yfir forsendur kjarasamninga frá því í vor, mat lagt á stöðu þeirra og umræður. Read more „ASÍ boðar til formannafundar“
Betri tímar framundan
Í samtali við heimasíðu stéttarfélaganna segir formaður Framsýnar að of margir hafi átt erfitt fyrir jólin. Það hafi því verið afar ánægjulegt að finna fyrir þeim mikla hlýhug sem mörg fyrirtæki, félagssamtök og einstaklingar hafi sýnt fyrir jólin með því að leggja sitt að mörgum til að sem flestum liði sem best yfir jólahátíðina. Read more „Betri tímar framundan“
Nýr starfsmaður til Vinnumálastofnunar
Í morgun byrjaði Jóhanna Björnsdóttir hjá Vinnumálastofnun en stofnunin er með skrifstofu í húsnæði stéttarfélaganna á Húsavík. Við það tækifæri afhenti forstöðumaður stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum Jóhönnu lyklavöldin að skrifstofunni. Jóhanna tekur við af Hilmari Val Gunnarssyni sem ráðinn hefur verið til Þekkingarnets Þingeyinga. Jóhanna verður í 40% starfi og verður opið frá kl. 11:00 til 14:00 alla virka daga. Read more „Nýr starfsmaður til Vinnumálastofnunar“
Fjölmennum á áramótadansleik!!
Það verður rosalegt stuð á Fosshótel Húsavík þegar stórsveitin SOS spilar undir dansi á nýjársnótt. Dansleikurinn er í boði hljómsveitarinnar, fyrirtækja og félagasamtaka á svæðinu. Þar kemur Framsýn sterkt inn og leggur sitt að mörkum svo hægt sé að bjóða landsmönnum öllum frítt á dansleikinn. Koma svo!!
Samþykkt að óska eftir viðræðum við landhelgisgæsluna
Miklar umræður urðu um málefni sjómanna og forystu verkalýðshreyfingarinnar á aðalfundi Sjómannadeildar Framsýnar í gær. Komið var m.a. inn á lífeyrissjóðsmál, kjaramál, verðmyndun á afla, mönnun á ísfisktogurum, fiskveiðistjórnunarkerfið og framlagðar tillögur LÍÚ er snúa að endurskoðun kjarasamninga. Read more „Samþykkt að óska eftir viðræðum við landhelgisgæsluna“
Aðalfundur sjómanna vill breytingar
Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar fór fram í dag og var mæting á fundinn góð. Fundurinn stóð yfir í fjóra tíma. Góðar umræður urðu um málefni sjómanna og skýrslu stjórnar. Gagnrýni kom fram á forystu samtaka sjómanna og ASÍ. Samþykkt var að álykta um kjaramál og öryggisfræðslumál sjómanna. Stjórnin var endurkjörin og verður Jakob Hjaltalín áfram formaður deildarinnar. Read more „Aðalfundur sjómanna vill breytingar“
Jólakveðja
Lokað á morgun og 27. desember
Aðalfundur sjómannadeildar nálgast
Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar verður haldinn fimmtudaginn 29. desember kl. 16:00 í fundarsal félagsins. Á fundinum verður farið yfir venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Skorað er á sjómenn innan Framsýnar að fjölmenna á fundinn meðan húsrúm leyfir. Að sjálfsögðu verður boðið upp á veglegar veitingar í boði Sjómannadeildarinnar.
Jólin nálgast
Það er alltaf mikið um heimsóknir félagsmanna og gesta á Skrifstofu stéttarfélaganna. Stefán formaður Starfsmannafélags Húsavíkur kom við í morgun til að ganga frá nokkrum málum fyrir jólin. Fleiri góðir gestir hafa verið á ferðinni og litið við. Read more „Jólin nálgast“
Höfðinglegar móttökur
Flestir atvinnulausir við Eyjafjörð
Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vinnumálastofnun voru 759 atvinnulausir í lok nóvember á Norðurlandi eystra. Þar af voru 527 skráðir atvinnulausir hjá Akureyrarkaupstað. Read more „Flestir atvinnulausir við Eyjafjörð“
Gleðin við völd í Færeyjum
Sjómenn í Færeyjum fagna í kvöld 100 ára afmæli samtaka sjómanna í Færeyjum. Í tilefni af því stendur yfir mikil hátíð í eyjunum sem hófst í kvöld með hátíðarkvöldverði ásamt ræðuhöldum. Read more „Gleðin við völd í Færeyjum“
Jólaboð stéttarfélaganna á laugardaginn
Hið geysivinsæla jólaboð stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum verður á morgun, laugardag. Opið hús verður frá kl. 14:00 til 18.00 laugardaginn 17. desember. Read more „Jólaboð stéttarfélaganna á laugardaginn“
Ísfélagið í afmælis- og jólaskapi
Í tilefni af 110 ára afmæli Ísfélags Vestmannaeyja hf. þann 1. desember s.l. bauð félagið öllum starfsmönnum, bæjarbúum og sveitungum til kaffisamsætis í félagsheimilinu Þórsveri á afmælisdaginn. Read more „Ísfélagið í afmælis- og jólaskapi“
Umræða um fiskveiðistjórnun í stað glasastorms í stjórnarráðinu
Atli Gíslason alþingismaður skrifar góða grein um sjávarútvegsmál í Eyjafréttir 13. desember. Þar fjallar hann um umræðuna um fiskveiðistjórnunarkerfið og hugmyndir starfshóps sjávarútvegsráðherra sem hann sat í ásamt formanni Framsýnar, Aðalsteini Á. Baldurssyni og Jóni E. Friðrikssyni framkvæmdastjóra FISK seafood. Greinin er svohljóðandi: Read more „Umræða um fiskveiðistjórnun í stað glasastorms í stjórnarráðinu“
Svört vinna kostar samfélagið 14 milljarða á ári
Eitt af hlutverkum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum er að fylgjast með svarti atvinnustarfsemi á félagssvæði félaganna. Félögin voru þátttakendur í verkefni Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Ríkisskattstjóra sem efnd var til í sumar er nefndist „Leggur þú þitt af mörkum?“ en markmið þess var að sporna gegn svartri atvinnustarfssemi og bæta skil á lögbundnum gjöldum. Read more „Svört vinna kostar samfélagið 14 milljarða á ári“
Ríkisstjórnin svíkur almennt launafólk
Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands samþykkti að senda frá sér eftirfarandi ályktun í dag. Formaður Framsýnar var á fundinum. Hann sagði að það hefði verið mikil reiði á fundinum í garð stjórnvalda vegna skattlagningar á lífeyri verkafólks. Ályktunin er eftirfarandi: Read more „Ríkisstjórnin svíkur almennt launafólk“