Tæpar 24 milljónir til félagsmanna í styrki

Á árinu 2011 nutu 483 félagsmenn Framsýnar bóta úr sjúkrasjóði félagsins. Samtals námu greiðslur vegna sjúkradagpeninga, annarra bóta og styrkja kr. 23.777.583,-. Sambærileg tala fyrir árið 2010 er kr. 19.411.915,-. Samkvæmt þessum tölum varð veruleg hækkun á útgjöldum sjóðsins milli ára eða um 22%. Þrátt fyrir verulegar hækkanir milli ára stendur félagið vel sem gerir því kleift að gera vel við félagsmenn í stað þess að skerða réttindi eins og dæmi eru um í lífeyrissjóðakerfinu.

Deila á