Formenn SGS sitja á fundi

Nú stendur yfir á Akranesi formannafundur innan Starfsgreinasambands Íslands. Alls eru 19 stéttarfélög innan sambandsins m.a. Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Helstu málefni fundarins, sem hófst kl. 13:00 í dag, eru verkefni stéttarfélaga, ársreikningar sambandsins, stefna ASÍ í lífeyrismálum og innri málefni sambandsins. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson er meðal fundarmanna. Fundinum er ætlað að ljúka síðar í dag.

Félagarnir, Aðalsteinn og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sitja þessa stundina á formannafundi Starfsgreinasambands Íslands á Akranesi.

Deila á