Aðalfundur sjómanna vill breytingar

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar fór fram í dag og var mæting á fundinn góð. Fundurinn stóð yfir í fjóra tíma.  Góðar umræður urðu um málefni sjómanna og skýrslu stjórnar. Gagnrýni kom fram á forystu samtaka sjómanna og ASÍ. Samþykkt var að álykta um kjaramál og öryggisfræðslumál sjómanna. Stjórnin var endurkjörin og verður Jakob Hjaltalín áfram formaður deildarinnar. Read more „Aðalfundur sjómanna vill breytingar“

Jólakveðja

Starfsfólk og aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna senda félagsmönnum og  landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Aðalfundur sjómannadeildar nálgast

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar verður haldinn fimmtudaginn 29. desember kl. 16:00 í fundarsal  félagsins. Á fundinum verður farið yfir venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Skorað er á sjómenn innan Framsýnar að fjölmenna á fundinn meðan húsrúm leyfir.  Að sjálfsögðu verður boðið upp á veglegar veitingar í boði Sjómannadeildarinnar.

Umræða um fiskveiðistjórnun í stað glasastorms í stjórnarráðinu

Atli Gíslason alþingismaður skrifar góða grein um sjávarútvegsmál í Eyjafréttir 13. desember. Þar fjallar hann um umræðuna um fiskveiðistjórnunarkerfið og hugmyndir starfshóps sjávarútvegsráðherra sem hann sat í ásamt formanni Framsýnar, Aðalsteini Á. Baldurssyni og Jóni E. Friðrikssyni framkvæmdastjóra FISK seafood. Greinin er svohljóðandi: Read more „Umræða um fiskveiðistjórnun í stað glasastorms í stjórnarráðinu“

Svört vinna kostar samfélagið 14 milljarða á ári

Eitt af hlutverkum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum er að fylgjast með svarti atvinnustarfsemi á félagssvæði félaganna.  Félögin voru þátttakendur í verkefni Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Ríkisskattstjóra sem efnd var til í sumar er nefndist „Leggur þú þitt af mörkum?“  en markmið þess var að sporna gegn svartri atvinnustarfssemi og bæta skil á lögbundnum gjöldum. Read more „Svört vinna kostar samfélagið 14 milljarða á ári“

Jólafundir framundan

Þá fer árinu 2011 að ljúka. Eins er með starfsemi stéttarfélaganna á þessu ári. Stjórn Þingiðnar fundar í síðasta skiptið á þessu ári á fimmtudaginn og stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kemur saman til síðasta fundar ársins á föstudaginn. Eftir þessa viku eru aðeins tveir fundir eftir á þessu ári. Read more „Jólafundir framundan“

Setið og skrifað

Þegar þetta er skrifað kl. 00:15 þann 3. desember  er verið að leggja lokahönd á næsta Fréttabréf stéttarfélaganna sem væntanlegt er til lesenda í næstu viku. Ef félagsmenn vilja koma einhverju á framfæri eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á mánudag í síðasta lagi.

Góður afli á línuna

Fyrsta tímabili línuívilnunar þessa fiskveiðiárs er lokið.  Afli til ívilnunar í þorski og ýsu hefur ekki verið meiri á landsvísu þau níu fiskveiðiár sem línuívilnun hefur verið við lýði.  Alls komu 807 tonn til ívilnunar í þorski og litlu minna af ýsa 792 tonn.  Haustið hefur því gefið vel á línuna. Read more „Góður afli á línuna“