Afsláttarkjör á bílaleigubílum

Stéttarfélögin hafa samið við Bílaleigu Húsavíkur um afsláttarkjör fyrir félagsmenn á bílaleigubílum fyrirtækisins í Reykjavík. Um er að ræða 15% afslátt frá listaverði. Stéttarfélögin og Bílaleiga Húsavíkur gerðu þennan samning til að auðvelda fólki sem nýtir sér flug frá Húsavík eða Akureyri að ferðast um höfuðborgarsvæðið í þægilegum bílum frá bílaleigunni. Read more „Afsláttarkjör á bílaleigubílum“

Gott skrifstofustarf í boði

Stéttarfélögin auglýsa eftir starfsmanni á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Vinnutími 09:00 til 16:00.  Starfslýsing: Almenn skrifstofustörf. Hæfniskröfur: Góð mannleg samskipti og áhugi fyrir verkalýðsmálum. Umsóknarfrestur er til 23. mars nk. Umsóknum skal skila skriflega á Skrifstofu stéttarfélaga eða með rafrænum hætti á netfangið kuti@framsyn.is. ásamt ferilskrá.  Fyrri umsóknir óskast endurnýjaðar. Frekari upplýsingar gefur Aðalsteinn Á. Baldursson forstöðumaður skrifstofunnar. Read more „Gott skrifstofustarf í boði“

Starfsfólk hvalaskoðunarfyrirtækja athugið!

Sjómannadeild Framsýnar boðar til fundar með starfsmönnum hvalaskoðunarfyrirtækja á Húsavík sem jafnframt eru félagsmenn í Framsýn. Fundurinn verður í fundarsal félagsins mánudaginn 12. mars kl. 17:00. Fundarefni: Kjarasamningur fyrir starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja.

Mokuðu sig yfir skarðið!!!

Slæmt veður var á Víkurskarðinu í nótt. Þegar félagar út stjórn og trúnaðarmannaráði  Framsýnar voru á heimleið frá Akureyri upp úr miðnætti skall á brjálað veður og áttu bílar mjög erfitt með að komast yfir skarðið. Framsýnarfélagar mokuðu sig yfir skarðið með handafli auk þess að aðstoða aðra vegfarendur sem áttu í vanda með að komast yfir Víkurskarðið. Hraustir menn, Framsýnarmenn!!! Read more „Mokuðu sig yfir skarðið!!!“

Vilja halda viðræðum áfram við smábátaeigendur

Sjómannadeild Framsýnar samþykkti í morgun að óska eftir áframhaldandi viðræðum við Klett, félag smábátaeigenda á Norðurlandi sem er innan Landssambands smábátaeigenda (LS) um kjarasamning fyrir smábátasjómenn á félagssvæði Framsýnar. Viðræður milli aðila stóðu yfir á síðasta ári, eða þar til að Sjómannasamband Íslands og önnur samtök sjómanna hófu viðræður við Landssamband smábátaeigenda um kjarasamning á landsvísu. Read more „Vilja halda viðræðum áfram við smábátaeigendur“

Staða Stapa er þokkalega sterk

Staða Stapa er þokkalega sterk, svo mælti Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri Stapa, lífeyrissjóðs á fjölmennum fundi á Húsavík í gær um lífeyrismál. Stjórn Stapa lífeyrissjóðs hefur samþykkt að boða til nokkurra sjóðfélagafunda í samstarfi við stéttarfélögin á næstu dögum. Tilefni fundanna er nýleg skýrsla um úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008. Read more „Staða Stapa er þokkalega sterk“

Áríðandi fundur um lífeyrissjóðsmál

Stjórn Stapa boðar til sjóðfélagafundar í samstarfi við Framsýn á morgun miðvikudag kl. 20:00 í fundarsal félagsins. Tilefni fundanna er nýleg skýrsla um úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um efni skýrslunnar. Skýrsluna má finna í heild sinni á heimasíðu sjóðsins www.stapi.is