Nýr vefur SGS í loftið

Vefur Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hefur nú verið opnaður í nýrri og endurbættri mynd. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á vefnum sem miða að því að  bæta þjónustu við alla þá sem eiga erindi við SGS. Lögð er áhersla á að upplýsingar á nýjum vef séu sem aðgengilegastar og settar fram á greinargóðan hátt. Á vefnum má m.a. nálgast ýtarlegar upplýsingar um erlend systursamtök SGS, umsagnir og ályktanir sambandsins, gögn frá þingum og ársfundum sem og gagnlegar upplýsingar um kjara-, og fræðslumál og réttindi launafólks. 

Gerð vefsins var í höndum Nepal ehf. sem sá um forritun og grafíska hönnun ásamt því að vera vistunaraðili vefsins. Allar ábendingar og athugasemdir varðandi vefinn eru vel þegnar og skulu sendar á netfangið arni@sgs.is.

Deila á