Ný skýrsla þar sem kannað er umfang svartrar atvinnustarfssemi sýnir að dregið hefur úr henni frá því í fyrra. Sl. sumar hófst átak á vegum ASÍ, SA og Ríkisskattstjóra til að sporna við svartri atvinnustarfssemi. Verkefninu var framhaldið í vetur með heimsóknum á vinnustaði og skýrsla eftir þennan annan hluta átaksins liggur nú fyrir og niðurstaðan er eins og áður segir ánægjuleg. Read more „Dregið hefur úr svartri atvinnustarfssemi“
Ríkissáttasemjari boðar til sáttafundar
Ríkissáttasemjari hefur ákveðið að boða fulltrúa Framsýnar og Kletts félags smábátaeigenda frá Ólafsfirði að Tjörnesi til sáttafundar 4. júní í húsnæði Ríkissáttasemjara í Reykjavík. Framsýn vísaði nýlega kjaradeilu félagsins við Klett til Ríkissáttasemjara þar sem samningar milli aðila hafa ekki tekist. Read more „Ríkissáttasemjari boðar til sáttafundar“
Vinnufundur Framsýnar í dag um lífeyrismál
Fulltrúar úr stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar munu koma saman til fundar í dag kl. 17:00 til að fara yfir hugmyndir Alþýðusambands Íslands að nýrri stefnu sambandsins í lífeyrismálum. Fundurinn er opinn þeim stjórnar og trúnaðarráðsmönnum sem koma því við að taka þátt í þessari vinnu Read more „Vinnufundur Framsýnar í dag um lífeyrismál“
Aðalfundur í skugga Eurovision
Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur var haldinn þriðjudaginn 22. maí á Veitingastaðnum Sölku. Fundarsókn var ekki góð miðað við mætingu á aðalfundi félagsins undanfarin ár. Þess má geta að hin margrómaða Eurovision forkeppni var í gangi á sama tíma og aðalfundurinn fór fram, sem skýrir væntanlega lélega mætingu. Read more „Aðalfundur í skugga Eurovision“
Kaffiboð Framsýnar á Raufarhöfn
Hið árlega kaffiboð Framsýnar verður á Raufarhöfn föstudaginn 1. júní í Kaffi Ljósfangi. Boðið verður upp á frábært kaffi og tertur eins og þær gerast bestar norðan Alpafjalla. Opið hús verður frá kl. 16:00 til 18:00. Raufarhafnarbúar og aðrir gestir eru velkomnir í Kaffi Ljósfang þar sem stuðið verður að sjálfsögðu í aðdraganda Sjómannadagsins. Fulltrúar Framsýnar verða á staðnum og þjóna gestum eftir bestu getu. Read more „Kaffiboð Framsýnar á Raufarhöfn“
73 án atvinnu í Norðurþingi
Vinnumálastofnun hefur gefið út skýrslu um atvinnuleysi á Íslandi í lok apríl 2012. Þar kemur fram að 73 voru á atvinnuleysisskrá í Norðurþingi í lok mánaðarins. Utan Norðurþings á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum voru 51 án atvinnu. Á sama tíma voru 10.837 einstaklingar á atvinnuleysisskrá á landinu öllu.
Óánægðir með áhugaleysi hvalaskoðunarfyrirtækjanna
Á fundi stjórnar Sjómannadeildar Framsýnar síðasta miðvikudag kom fram megn óánægja með áhugaleysi hvalaskoðunarfyrirtækjanna á Húsavík með að ganga frá samningi við Framsýn um kaup og kjör starfsmanna við hvalaskoðun. Krafan er að þegar í stað verði gengið frá samkomulagi milli aðila sem gildi fyrir sumarið 2012 en starfsmenn hafa verið samningslausir undanfarin ár. Read more „Óánægðir með áhugaleysi hvalaskoðunarfyrirtækjanna“
Fundað með starfsmönnum Skógræktarinnar
Fulltrúar Framsýnar munu heimsækja starfsmenn Skógræktarinnar á Vöglum í næstu viku, það er föstudaginn 25. maí. Framsýn hefur áhuga á því í samstarfi við Starfsgreinasambandið að endurskoða gildandi stofnanasamning til hækkunar fyrir starfsmenn á landsvísu. Read more „Fundað með starfsmönnum Skógræktarinnar“
Kjaradeilu vísað til Ríkissáttasemjara
Sjómannadeild Framsýnar hefur samþykkt að vísa kjaradeilu félagsins við Svæðisfélagið Klett, félags smábátaeigenda frá Ólafsfirði að Tjörnesi til Ríkissáttasemjara. Um er að ræða kjarasamning fyrir sjómenn á smábátum að 15 brúttótonnum á Húsavík. Viðræður samningsaðila hafa staðið yfir í nokkra mánuði með hléum. Read more „Kjaradeilu vísað til Ríkissáttasemjara“
Sjómannadagurinn framundan
Sjómannadeild Framsýnar kom saman til fundar á miðvikudaginn. Nokkur mál voru á dagskrá fundarins. Meðal málefna sem tekin voru fyrir var heiðrun sjómanna á Sjómannadaginn. Sjómannadeildinni var falið fyrir tveimur árum að taka að sér heiðranir á Sjómanndaginn. Deildin vinnur nú að því að velja tvo heiðursmenn til að heiðra á Sjómannadaginn sem í ár ber upp á sunnudaginn 3. júní.
Þórunn ráðin í ræstingar og almenn þrif
Þórunn Ágústa Kristjánsdóttir hefur tekið við ræstingum á Skrifstofu stéttarfélaganna og þjónustuskrifstofu VÍS á Húsavík. Hún er boðin velkomin til starfa um leið Kristbjörgu Gunnarsdóttir eru þökkuð vel unnin störf í þágu stéttarfélaganna. Read more „Þórunn ráðin í ræstingar og almenn þrif“
Vegagerðarmenn ræða kjaramál
Formaður Framsýnar fór í vinnustaðaheimsókn í þjónustumiðstöð Vegargerðarinnar á Húsavík á mánudaginn. Þar starfa öflugir og magnaðir menn. Á fundinum var m.a. farið yfir kjaramál og stofnanasamning sem gildir fyrir starfmenn Vegagerðarinnar um land allt. Read more „Vegagerðarmenn ræða kjaramál“
Vopnað rán framið á Skrifstofu stéttarfélaganna
Vopnað rán var framið á Skrifstofu stéttarfélaganna í lok vinnudags síðasta föstudag. Ránið náðist á myndband: http://www.youtube.com/watch?v=2Ld4Df2UBTw&feature=youtu.be Hópur manna ruddist þá inn á skrifstofuna á Húsavík og rændu öllum félagsgjöldum rúmlega tvöþúsund félagsmanna, það er innkomu stéttarfélaganna frá árinu 2003. Read more „Vopnað rán framið á Skrifstofu stéttarfélaganna“
Tillaga kjörnefndar Þingiðnar fyrir aðalfund 2012
Kjörnefnd Þingiðnar hefur gengið frá tillögum um félagsmenn í stjórnir, ráð og nefndir fyrir næsta kjörtímabil sem eru tvö ár, 2012-2014. Sjá tillögu kjörnefndar: Read more „Tillaga kjörnefndar Þingiðnar fyrir aðalfund 2012“
Framkvæmdastjóri Stapa ekki fengið sérstakar launahækkanir
Nýlega var því haldið fram í fréttum DV að framkvæmdastjóri Stapa- lífeyrissjóðs hefði fengið sérstakar launahækkanir. Það rétta í málinu er: Read more „Framkvæmdastjóri Stapa ekki fengið sérstakar launahækkanir“
Vorboðarnir ljúfu í heimsókn
Um 50 börn og starfsmenn leikskólans á Grænuvöllum á Húsavík gerðu sér ferð í morgun til að skoða lömb, hænur og dúfur hjá fjáreigendum á Skógargerðismelnum á Húsavík. Það er óhætt að segja að melurinn hafi iðað af lífi í morgunsárið. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru í morgun af börnunum og starfsmönnum sem ljómuðu af gleði. Read more „Vorboðarnir ljúfu í heimsókn“
Fundað í dag um orlofsmál á Illugastöðum
Aðalfundur Orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum sem er í eigu stéttarfélaga víða um land fór fram í dag á Illugastöðum í fallegu veðri enda alltaf gott veður í dalnum góða að sögn heimamanna. Fram kom að reksturinn á síðasta reikningsári gekk vel. Framkvæmdum var haldið í lágmarki á svæðinu samkvæmt ákvörðun eigenda. Read more „Fundað í dag um orlofsmál á Illugastöðum“
Orri Freyr í stjórn Stapa, lífeyrissjóðs
Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs var haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum 8. maí. Mæting á fundinn var góð og umræður líflegar. Á dagskrá voru hefðbundin ársfundarstörf. Fjárfestingartekjur ársins námu ríflega 6 milljörðum króna. Ávöxtun Tryggingardeildar sjóðsins á árinu nam 5,2%. Ávöxtun á söfnum Séreignardeildar var á Safni I 9,9%, á Safni II 5,0% og á Safni III 8,3%. Hrein eign til greiðslu lífeyris var í árslok 117,1 milljarður króna og hækkaði um 7,4% á milli ára. Read more „Orri Freyr í stjórn Stapa, lífeyrissjóðs“
Góðu þingi lokið – Aðalsteinn í framkvæmdastjórn
Vel heppnuðu framhaldsþingi Starfsgreinasambandsins lauk í gær. Á þinginu voru samþykkt ný lög sambandsins þar sem umtalsverðar breytingar eru gerðar á stjórnskipulagi, hlutverki og starfsemi sambandsins. Að auki voru samþykktar fjórar nýjar reglugerðir sem er ætlað að styrkja starfsemina, efla upplýsingamiðlun SGS og skilgreina verkaskiptingu milli aðildarfélaganna og sambandsins. Read more „Góðu þingi lokið – Aðalsteinn í framkvæmdastjórn“
Skemmtilegir nemendur
Það er mikil metnaður í skólastarfinu í Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit og mikið lagt upp úr því að undirbúa nemendur vel út í lífið. Starfsmönnum Skrifstofu stéttarfélaganna var boðið að koma í morgun með kynningu á starfsemi stéttarfélaga og helstu réttindum launafólks, sérstaklega þeirra sem eru að stiga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Unglingarnir voru áhugasamir og voru duglegir að leggja fram spurningar fyrir fulltrúa stéttarfélaganna. Frábær hópur, sjá myndir. Read more „Skemmtilegir nemendur“