Þrengt að skattfrelsi lífeyrisiðgjalda

Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2012 er það boðað að þrengja á að skattfrelsi lífeyrisiðgjalda í séreignarlífeyrissjóði á árinu 2012. Í rúman áratug hefur launafólk getað lagt allt að 4% af launum sínum í séreignarlífeyrissparnað án þess að greiða tekjuskatt af þeirri inngreiðslu. Nú er boðað að þetta hlutfall eigi að lækka um helming. Read more „Þrengt að skattfrelsi lífeyrisiðgjalda“

Samfélagslegt tap vegna svartrar vinnu smærri fyrirtækja 13,8 milljarðar á ári

Í tengslum við gerð kjarasamninga í vor skapaðist umræða um hvernig minnka mætti svarta atvinnustarsemi og bæta viðskiptahætti í landinu. Árangurinn var átaksverkefnið „Leggur þú þitt af mörkum?“ sem unnið var í samvinnu Ríkisskattstjóra (RSK), ASÍ og SA. Read more „Samfélagslegt tap vegna svartrar vinnu smærri fyrirtækja 13,8 milljarðar á ári“

Breyting á skattlagningu sparnaðar inngrip í kjarasamninga

Þingiðn, félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum er aðili að Samiðn, sambandi iðnfélaga. Miðstjórn sambandsins samþykkti í gær að senda frá sér svohljóðandi ályktun um skattlagningu á  séreignarsparnað en sambandið telur einhliða breytingu á skattlagningu séreignarsparnaðar alvarleg inngrip inn í frjálsa kjarasamninga: Read more „Breyting á skattlagningu sparnaðar inngrip í kjarasamninga“

STH niðurgreiðir leikhúsmiða fyrir félagsmenn

Starfsmannafélag Húsavíkur og Leikfélag Húsavíkur hafa gert með sér samkomulag um að STH niðurgreiði leikhúsmiða fyrir félagsmenn um kr. 1500. Áður en félagsmenn fara í leikhús þurfa þeir að nálgast afsláttarmiða á Skrifstofu stéttarfélaganna. Að öðrum kosti er afslátturinn ekki í boði.

Góðar kveðjur frá Kína

Stjórn Framsýnar hefur borist kveðja frá athafnamanninum, Huang Nobu sem hefur til skoðunar að kaupa Grímsstaði á Fjöllum undir uppbyggingu í ferðaþjónustu. Framsýn skrifaði Huang Nobu nýlega bréf þar sem óskað var eftir fundi með honum varðandi framtíðarplön hans á Grímsstöðum enda gengju kaup hans á jörðinni eftir. Stjórnendur Framsýnar hafa nú fengið skilaboð frá Huang þar sem hann þakkar félaginu fyrir að vilja kynna sér þau áform sem hann hefur um uppbygginu á svæðinu. Read more „Góðar kveðjur frá Kína“

Námskeiðið gengur vel

Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið á vegum Framsýnar á Raufarhöfn. Námskeiðið klárast síðar í dag.  Á þessu námskeiði eru teknir fyrir þættir eins og sjálfstyrking , einelti, stjórnunarstílar og leiðtogar á vinnustöðum.  Námskeiðið hefur gengið mjög vel og eru þátttakendur afar ánægðir með veru sína á Raufarhöfn. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Sigurlaug Gröndal. Read more „Námskeiðið gengur vel“

Trúnaðarmenn ganga menntaveginn

Nú er nýlokið námskeiði fyrir trúnaðarmenn á Þórshöfn. Námskeiið var ætlað trúnaðarmönnum á  félagsvæði Verkalýðsfélags Þórshafnar. Á morgun hefst svo námskeið fyrir trúnaðarmenn Framsýnar. Námskeiðið verður haldið á Raufarhöfn.

Framtíðarskipulagið áfram til umræðu

Þing Starfsgreinasambands Íslands fór fram fyrir helgina.  Þinginu var ekki slitið þar sem samþykkt var að boða til framhaldsþings næsta vor. Tíminn verður notaður til að fara í ítarlega vinnu við að móta framtíðarskipulag Starfsgreinasambandsins en miklar deilur hafa verið innan sambandsins. Kjörinn var sjö manna starfshópur á þinginu til að vinna að málinu. Read more „Framtíðarskipulagið áfram til umræðu“