Samstaða eða samstöðuleysi

Það er ánægjulegt til þess að vita að fjögur stéttarfélög hafa orðið við tilmælum Framsýnar um að styrkja Verkalýðsfélag Akraness varðandi málarekstur félagsins vegna hugsanlegs ólögmætis verðtryggingar. Auk þess hafa einstaklingar og fyrirtæki lagt fram framlög vegna málarekstursins. Samkvæmt heimildum heimasíðunnar hafa safnast um milljón króna en talið er að málreksturinn kosti vel á þriðju milljón. Þetta er glæsileg niðurstaða en athygli vekur að mörg félög innan Starfsgreinasambandsins telja greinilega ekki ástæðu til þess að láta á það reyna hvort  þetta sé löglegt sem er mjög athyglisvert og reyndar óskiljanlegt þar sem þetta er mikið hagsmunamál fyrir félagsmenn stéttarfélaganna, ekki síst láglaunafólk.

Deila á