Fundað í morgun um kjaramál skógræktarmanna

Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands og Skógræktar ríkisins funduðu í morgun um stofnanasamning sem gildir fyrir starfsmenn stofnunarinnar víða um land. Formaður Framsýnar tók þátt í viðræðunum enda blómleg starfsemi hjá Skógræktinni á Vöglum sem tilheyrir félagssvæði Framsýnar. Samningsaðilar voru sammála um vinna áfram að því að ganga frá nýjum stofnanasamningi á næstu vikum.

Íbúðirnar klárar í næstu viku

Nýjar íbúðir Þingiðnar og Framsýnar í Þorrasölum í Kópavogi verða afhentar um miðja næstu viku. Það þýðir að þær verða klárar til leigu síðar í þessum mánuði en unnið er að því að kaupa inn í íbúðirnar  húsgögn, tæki og annan staðlaðan búnað sem þarf að vera til staðar í íbúðunum sem eru fjórar. Sjá myndir sem teknar voru í gær:

Read more „Íbúðirnar klárar í næstu viku“

Aðaldælingar sleppa á fjall

Ritstjóra heimasíðunnar var boðið í ferð með Bjarna Eyjólfssyni bónda á Hvoli í Aðaldal um síðustu helgi þegar Aðaldælingar kepptust við að keyra fé á Þeistareyki. Veðrið var með fallegasta móti og fé Aðaldælinga tók því vel að losna úr heimahögum í gróðurlendið á Þeistareykjum sem var með miklum ágætum. Hér koma nokkrar myndir úr ferðinni. Read more „Aðaldælingar sleppa á fjall“

Björgunarbúningar í alla báta

Í nokkur ár hefur verið í gangi umræða um hvort rétt væri að skylda eigendur báta minni en 12 m að hafa björgunarbúninga um borð bátum sínum.  Frá 1994 hafa björgunarbúningar verið skyldubúnaður í öllum skipum 12 m að lengd og lengri.  Í sömu reglum er skylt að hafa vinnufatnað, sem búinn er floti, í bátum styttri en 12 m sem gerðir eru út í atvinnuskyni. Read more „Björgunarbúningar í alla báta“

Thorsil boðar til kynningarfundar

Thorsil ehf., sem áformar að byggja kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík, hefur auglýst drög að matsáætlun til kynningar fyrir almenningi. Af því tilefni boðar Thorsil til almenns fundar á Húsavík þar sem verkefnið verður kynnt. Fundurinn verður haldinn í sal Framsýnar stéttarfélags þann 26. júní kl 17:00.           Thorsil ehf

Komu færandi hendi með styrk til endurbóta

Á fundi stjórnar Framsýnar fyrir helgina var samþykkt að færa Sjóminjasafninu á Húsavík kr. 150.000 til viðhalds á gömlum trébátum sem eru til sýnis á safninu. Upphæðin er ætluð sem framlag upp  í viðgerðir og málningu á bátum á útisvæði safnsins sem komnir eru á verulegt viðhald. Safnið leitar nú leiða til að fjármagna kostnaðarsamt viðhald minja um sjósókn og skipasmíðar í Þingeyjarsýslum.

Read more „Komu færandi hendi með styrk til endurbóta“

Nýr veitingastaður opnar við höfnina

Eftir tólf ára dvöl í Karíbahafinu er matreiðslumaðurinn Völundur Snær Völundarson loksins kominn á heimaslóðir en í byrjun júní opnaði hann veitingastaðinn Pallinn ásamt konu sinni, Þóru Sigurðardóttur. Staðurinn er staðsettur ofan á björgunarsveitarhúsinu svokallaða á Húsavík og býður upp á frábært útsýni yfir höfnina. Sjálft veitingarýmið er í 40 fm tjaldi þar sem stemningin er heimilisleg og afslöppuð. Virkilega áhugaverður veitingastaður.  Read more „Nýr veitingastaður opnar við höfnina“

Stjórnarfundur í Framsýn

Stjórn Framsýnar hefur verið boðuð til fundar næsta fimmtudag kl. 17:00. Fundurinn er fyrsti fundur stjórnar eftir aðalfund félagsins. Tvær breytingar urðu á stjórninni á aðalfundinum. Aðalsteinn Óskarsson og Snæbjörn Sigurðarson hættu í stjórn. Í þeirra stað komu Jóna Matthíasdóttir og Agnes Einarsdóttir. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Read more „Stjórnarfundur í Framsýn“

Ósmekkleg auglýsing LÍÚ og FFSÍ

LÍÚ og Farmanna og fiskimannasamband Íslands hafa undanfarið sakað stjórnvöld um óvönduð vinnubrögð varðandi þau tvö frumvörp sem verið hafa til umræðu á þingi um stjórn fiskveiða og veiðigjald. Það er því mjög merkilegt að lesa auglýsingu frá þessum samtökum í Fréttablaðinu þar sem fullyrt er að sjómenn og landverkafólk standi sameinuð í afstöðu gegn frumvörpunum til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjalda. Read more „Ósmekkleg auglýsing LÍÚ og FFSÍ“

Ódýrir bílaleigubílar

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum eru með samning við Bílaleigu Húsavíkur um afslátt fyrir félagsmenn á bílaleigubílum á höfuðborgarsvæðinu. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Bílaleigu Húsavíkur eða á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Formenn SGS sitja á fundi

Nú stendur yfir á Akranesi formannafundur innan Starfsgreinasambands Íslands. Alls eru 19 stéttarfélög innan sambandsins m.a. Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Helstu málefni fundarins, sem hófst kl. 13:00 í dag, eru verkefni stéttarfélaga, ársreikningar sambandsins, stefna ASÍ í lífeyrismálum og innri málefni sambandsins. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson er meðal fundarmanna. Fundinum er ætlað að ljúka síðar í dag. Read more „Formenn SGS sitja á fundi“

Ætla fyrirtæki innan LÍÚ að gera út á atvinnuleysistryggingasjóð?

Framsýn hefur miklar áhyggjur af aðgerðum LÍÚ enda ólöglegar að mati félagsins. Ljóst að þær munu  koma sérstaklega illa við fiskvinnslufólk en reikna má með að fiskvinnslufyrirtæki stöðvist á næstu dögum vegna hráefnisskorts.  Í tilefni af því hefur Framsýn skrifað Vinnumálastofnun bréf og krafist þess að fylgst verði vel með framvindu mála og hvort fyrirtæki innan LÍÚ í útgerð og fiskvinnslu ætli Vinnumálastofnun/Atvinnuleysistryggingasjóði að fjármagana launakostnað fyrirtækjanna vegna aðgerðanna. Read more „Ætla fyrirtæki innan LÍÚ að gera út á atvinnuleysistryggingasjóð?“

Stéttarfélögin á vaktinni

Eitt af hlutverkum stéttarfélaganna er að fylgjast vel með þróun verðlags. Í gær voru starfsmenn stéttarfélaganna að skoða verðlag í matvörubúðum á Húsavík. Verðlagseftirlit ASÍ stóð fyrir verðlagskönnun í matvörubúðum víða um land í gær. Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum tóku þátt í könnuninni sem framkvæmt var á Húsavík með því að leggja til starfmenn. Read more „Stéttarfélögin á vaktinni“

Félagar í STH, athugið

Næsti úthlutunarfundur  Starfsmenntasjóðs Starfsmannafélags Húsavíkur verður 14. júní. Þeir félagsmenn sem ætla að sækja um styrki/endurgreiðslur frá sjóðnum erum vinsamlegast beðnir um að koma sínum erindum til Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir 13. júní svo hægt verði að úthluta til þeirra styrkjum vegna námskostnaðar.

Viðræðum haldið áfram

Fulltrúar Framsýnar funduðu í gær hjá ríkissáttasemjara með forsvarsmönnum Landssambands smábátaeigenda. Farið var yfir stöðuna í viðræðum aðila um nýjan kjarasamning. Samþykkt var að halda viðræðum áfram á næstu dögum. Sérstakur vinnuhópur mun fara yfir drög að samningi í næstu viku áður en fundað verður svo aftur hjá ríkissáttasemjara. Read more „Viðræðum haldið áfram“