Fjölmiðlar hafa fjallað um stöðu kjaramála undanfarna daga enda stendur endurskoðun þeirra yfir um þessar mundir. Í því sambandi hafa þeir töluvert leitað til Framsýnar eftir viðbrögðum. Hér má hlusta á viðtal við formann Framsýnar sem var í Bylgjufréttum á föstudaginn. Read more „Formaður í viðtali á Bylgjunni um kjaramál“
Samkomulag í burðarliðnum
Samkomulag milli Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins um endurskoðun kjarasamninga er í burðarliðnum þannig að flest bendir til þess að samningunum verði ekki sagt upp næsta mánudag þrátt fyrir forsendubrest. Í samkomulaginu er komið inn á jöfnun lífeyrisréttinda, aukin framlög í starfsmenntasjóði og að samningstíminn verði styttur um tvo mánuði. Read more „Samkomulag í burðarliðnum“
Trúnaðarmannanámskeið í mars
Framsýn stendur fyrir tveggja daga trúnaðarmannanámskeiði 7 og 8. mars í samstarfi við Félagsmálaskólann. Reiknað er með að námskeiðið fari fram í Mývatnssveit. Eftirfarandi þættir verða teknir fyrir á námskeiðinu: Tryggingar og kjarasamningar, Samningatækni og Vinnuvernd á vinnustöðum. Trúnaðarmenn eru beðnir um að skrá sig á námskeiðið á Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir 31. janúar nk. Þar er einnig hægt að fá frekari upplýsingar. Read more „Trúnaðarmannanámskeið í mars“
Starfsfólk á rétt á vinnufatnaði
Skrifstofa stéttarfélaganna hefur undanfarið hvatt fyrirtæki til að huga vel að vinnufatnaði starfsmanna en samkvæmt ákvæðum kjarasamninga eiga atvinnurekendur að leggja til vinnufatnað í flestum tilvikum. Þá má geta þess að töluvert hefur verið um fyrirspurnir frá félagsmönnum varðandi skyldur atvinnurekenda til að leggja til vinnufatnað og öryggisskó. Read more „Starfsfólk á rétt á vinnufatnaði“
Fulltrúar frá Framsýn og VA stinga saman nefjum
Eftir formannafund Starfsgreinasambandsins á morgun hafa fulltrúar Framsýnar og Verkalýðsfélags Akraness ákveðið að funda og fara yfir viðbrögð félaganna vegna stöðunnar sem upp er komin, nú þegar kjarasamningar eru í uppnámi. Þessi tvö félög ásamt Verkalýðsfélagi Þórshafnar sömdu sér árið 2011, það er þegar síðast var gengið frá almennum kjarasamningum á vinnumarkaði. Read more „Fulltrúar frá Framsýn og VA stinga saman nefjum“
Formannafundur á vegum SGS
Starfsgreinasamband Íslands hefur boðað til formannafundar á morgun, þriðjudag. Formaður Framsýnar verður á fundinum enda á félagið aðild að sambandinu. Verkefni fundarins er að fara yfir stöðu kjarasamninga og þá væntanlega afstöðu félaganna til uppsagnar en fyrir liggur að flestar þær forsendur sem samningarnir byggja á eru brostnar. Read more „Formannafundur á vegum SGS“
Trúnaðarmannanámskeið í mars
Samþykkt að efla Landsmennt
Innan Starfsgreinasambands Íslands eru 19 stéttarfélög, þar af eiga 16 aðildarfélög sambandsins aðild að Fræðslusjóðnum Landsmennt. Sjóðurinn gegnir mikilvægu hlutverki fyrir félagsmenn stéttarfélaganna sem aðild eiga að sjóðnum en hann er að mestu fjármagnaður með framlögum í gegnum kjarasamninga. Read more „Samþykkt að efla Landsmennt“
Samið við 66° Norður um félagsjakka
Framsýn hefur gengið frá samkomulagi við 66° Norður um kaup á mjög vönduðum og góðum félagsjökkum. Eftir umsaminn afslátt frá 66° Norður og niðurgreiðslum Framsýnar er verðið til félagsmanna aðeins kr. 12.000,- sem er hreint út sagt einstakt verð fyrir vandaða vöru. Read more „Samið við 66° Norður um félagsjakka“
Verður þú númer 1000?
Jæja kæru félagsmenn og aðrir vinir, nú göngum við inn í helgina og hlöðum batteríin fyrir næstu viku. Okkur langar að þakka fyrir mjög góðar undirtektir á facebook síðu félagsins en á stuttum tíma eru vinir okkar á samskiptamiðlinum orðnir næstum þúsund talsins sem er frábær árangur og slær öllum öðrum stéttarfélögum við. Read more „Verður þú númer 1000?“
Formaður svarar lesendum spyr.is
Fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um stöðu og útgreiðslur sjúkrasjóða stéttarfélaga. Formaður Framsýnar var beðinn um að svara lesendum spyr.is sem er athyglisverður vefur varðandi útgreiðslur og stöðu sjúkrasjóðanna. Áhugasamir geta skoðað spurningarnar og svörin inn á spyr.is. Slóðin er http://www.spyr.is/grein/ruv/1391 Read more „Formaður svarar lesendum spyr.is“
Sambandsleysi stjórnvalda og ASÍ óþolandi
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar sem jafnframt er samninganefnd félagsins kom saman til fundar í gær til að ræða forsendur gildandi kjarasamninga. Að mati félagsins eru forsendurnar löngu brostnar og því blasir við uppsögn samninga nema Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld sýni ábyrgð og komi til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar um breytingar á gildandi kjarasamningum. Read more „Sambandsleysi stjórnvalda og ASÍ óþolandi“
Ályktað um olíuleit á Drekasvæðinu
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kom saman til fundar í kvöld. Mörg mál voru á dagskrá fundarins og verður fjallað um þau á heimasíðunni næstu daga. Við byrjum á að fjalla um atvinnumál og væntingar Framsýnar til Drekasvæðisins. Read more „Ályktað um olíuleit á Drekasvæðinu“
Megn óánægja með vinnubrögð Vinnumálastofnunar
Þó nokkrir fyrrverandi atvinnuleitendur hafa haft samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík síðustu daga vegna óánægju með bréf sem þeim hafa borist frá Greiðslustofu Vinnumálastofnunar. Í bréfinu sem stílað er 7. janúar 2013 kemur m.a. fram: Read more „Megn óánægja með vinnubrögð Vinnumálastofnunar“
Sjúkrasjóðir mikilvægir verkafólki
Ríkissjónvarpið hefur síðustu daga fjallað um útgreiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga innan ASÍ sem hafa aukist hjá flestum stéttarfélögum. Í fréttunum í gær var gert að umræðuefni greiðslur úr sjúkrasjóði Framsýnar sem hafa aukist verulega á síðustu árum eða um 47% milli árana 2010 og 2012. Hækkunin er hins vegar mun minni milli árana 2011 og 2012 eða 8,9%. Read more „Sjúkrasjóðir mikilvægir verkafólki“
Þingiðn fundar eftir helgina
Stjórn Þingiðnar mun funda næsta miðvikudag kl. 18:00. Helstu málefni fundarins verða kjara- og atvinnumál. Á næstu dögum mun ráðast hvort samningum verður sagt upp eða ekki. Stjórn Þingiðnar mun fjalla um afstöðu félagsins til uppsagnar kjarasamninga á fundinum. Samiðn- samband iðnfélaga sem Þingiðn á aðild að hefur síðan boðað til fundar í Reykjavík um stöðu mála föstudaginn 18. janúar n.k.
Ófært að stjórnvöld og ASÍ tali ekki saman
Alþýðusamband Íslands boðaði í gær til formannafundar í Reykjavík um forsendur gildandi kjarasamninga og næstu skref. Fyrir liggur að flestar þær forsendur sem samningarnir byggja á eru þegar brostnar. Forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson, fór yfir stöðu mála og viðræður sambandsins við Samtök atvinnulífsins sem hafa skilað litlu sem engu. Hann lagði áherslu á að forsvarsmenn stéttarfélaganna færu heim og funduðu með sínu baklandi varðandi næstu skref. Read more „Ófært að stjórnvöld og ASÍ tali ekki saman“
Boðað til fundar í stjórn og trúnaðarmannaráði
Boðað hefur verið til fundar í stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar næsta fimmtudag kl. 17:00. Aðalumræðuefni fundarins verða kjaramál og hvort félagið eigi að leggja til að þeim verði sagt upp í janúar þar sem samningsforsendurnar hafa ekki staðist. Önnur mál verða einnig tekin til umræðu s.s. atvinnumál, siðareglur félagsins, málefni ungra félagsmanna og Fræðslusjóðsins Landsmenntar sem Framsýn á aðild að.
Fiskvinnslufólk á námskeiði
Desemberuppbót til fólks í atvinnuleit
Ríkistjórnin samþykkti 16. nóvember tillögu ráðherra um að greiða út desemberuppbót til atvinnulausra samkvæmt ákveðnum reglum. Upphæðin mun nema um 325 milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastonfnun voru um 8500 manns í virkri atvinnulet í byrjun desember. Það þýðir að meðal desemberbuppbót til hvers og eins nemur rúmum 38.000 krónum.