Í gær fór fram kynningarfundur fyrir stéttarfélögin á svæðinu um Vaðlagheiðargöng. Meðal fundarmanna voru fulltrúar frá Framsýn og Þingiðn. Fundurinn fór fram á 3. hæð Alþýðuhússins á Akureyri og fór Jón Leví Hilmarsson, verkefnisstjóri hjá Ósafli, yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við göngin fyrir fulltrúa stéttarfélagananna. Read more „Fundað um Vaðlaheiðargöng“
Virk – ársfundur í Þingeyjarsýslum
Virk – starfsendurhæfingarsjóður er stofnun í eigu aðila vinnumarkaðarins, stéttarfélaganna, Samtaka atvinnulífsins, Sveitarfélaganna og Ríkisins. Read more „Virk – ársfundur í Þingeyjarsýslum“
Viltu komast á ársfund Stapa?
Góður andi á aðalfundi STH
Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur fór fram 8 maí sl. fyrir árið 2012 og mættu 25 manns til fundarins. Gestir fundarins voru Guðbjörg Þorsteinsdóttir og Guðbjörn Arngrímsson formaður Samflots bæjarstarfsmanna. Read more „Góður andi á aðalfundi STH“
Vilja frekari sameiningar lífeyrissjóða
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar hefur samþykkt að senda frá sér ályktun um mikilvægi þess að lífeyrissjóðum verði fækkað með frekari sameiningum lífeyrissjóða. Þannig verði þeir öflugri, ódýrari í rekstri og betur í stakk búnir að veita sjóðsfélögum betri lífeyri í framtíðinni. Þess ber að geta að Framsýn, stéttarfélag á aðild að Stapa, lífeyrissjóði. Sjá ályktun: Read more „Vilja frekari sameiningar lífeyrissjóða“
Færðu FSH bókagjöf
Formenn Framsýnar og Þingiðnar færðu Framhaldsskóla Húsavíkur bókagjöf í gær fyrir hönd stéttarfélaganna. Um er að ræða tvær bækur um sögu Alþýðusambands Íslands sem nýlega voru gefnar út. Til stendur að gefa bækurnar einnig til bókasafna í Þingeyjarsýslum. Það á jafnframt við um Framhaldsskólann á Laugum. Read more „Færðu FSH bókagjöf“
Haukamýri fékk Hvatningaverðlaun AÞ 2013
Í tengslum við aðalfund Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga sem haldinn var á Húsavík í gær voru Hvatningaverðlaun AÞ afhent í þrettánda sinn. Markmiðið með verðlaununum er að hvetja einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir til nýsköpunar og árangurs í rekstri með því að verðlauna það sem vel er gert á þessu sviði. Read more „Haukamýri fékk Hvatningaverðlaun AÞ 2013“
„Veðurfræðingar“ spá góðu veðri
Veðurfræðingar Heimasíðu stéttarfélaganna hafa gefið út langtímaspá eftir hundleiðinlegan vetur. Spáin tekur mið af hegðun og atferli fólks á Húsavík. Í gær mátti sjá garðyrkjustjóra bæjarins á ferð ásamt aðstoðarfólki við að snyrta tré og runna sem loksins eru komnir upp úr snjónum, það er sumstaðar. Þá mátti sjá brottflutta Húsvíkinga spóka sig á Húsavík í gær, þannig að fyrstu vorboðarnir eru komnir sem er vísbending um betra veður og gott sumar. Read more „„Veðurfræðingar“ spá góðu veðri“
Ábendingar til félagsmanna
Nokkrar vikur eru lausar í sumar í orlofshúsum á vegum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Þá hafa stéttarfélögin gert samning við VÍS um sérstök afsláttarkjör fyrir félagsmenn sem koma til viðbótar þeim afsláttarkjörum sem menn hafa hjá tryggingafélaginu í dag. Read more „Ábendingar til félagsmanna“
1. maí fagnað á Þórshöfn
Verkalýðsfélag Þórshafnar stóð fyrir hátíðarhöldum í Íþróttamiðstöðinni á Þórshöfn 1. maí. Mæting var góð þar sem yfir 150 gestir komu og þáðu ljúffenga súpa, heimabakað brauð og fjölbreytt álegg. Sjá myndir. Read more „1. maí fagnað á Þórshöfn“
Hagnaður VÞ um 5,6 milljónir
Aðalfundur Verkalýðsfélags Þórshafnar var haldinn fimmtudagskvöldið 2. maí 2013 í Íþróttamiðstöðinni á Þórshöfn. Tekin voru fyrir venjuleg aðalfundarstörf. Þá voru nýjar siðareglur fyrir félagið kynntar og samþykktar eftir góðar umræður. Read more „Hagnaður VÞ um 5,6 milljónir“
Martin Varga endurvekur Tungulendingu
Þjóðverjinn Martin Varga sem er búsettur á Húsavík skrifaði nýverið undir samninga um kaup á söltunarhúsinu í Tungulendingu og langtímaleigu á lóð hreppsins í kringum húsið. Read more „Martin Varga endurvekur Tungulendingu“
Vinsamlegar viðræður um stofnanasamning
Fulltrúar Framsýnar og Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga funduðu í gær um breytingar á stofnanasamningi aðila sem tyggir starfsmönnum ákveðna framgöngu í starfi og launahækkun. Fjármálaráðuneytið spilaði nýlega út auka fjármagni í stofnanasamninga á heilbrigðisstofnunum. Vilji er til þess hjá forsvarsmönnum HÞ og Framsýnar að klára viðræðurnar á næstu dögum.
Framsýn fundar næsta mánudag
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kemur saman til fundar næsta mánudag, 6. maí kl. 20:00 í fundarsal félagsins. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Read more „Framsýn fundar næsta mánudag“
Verkalýðsforinginn og fótboltapabbinn á Húsavík
Vinnan, málgagn Alþýðusambands Íslands tók viðtal við formann Framsýnar Aðalstein Á. Baldursson í blaðið sem var gefið út í gær, 1. maí, í tilefni af baráttudegi verkafólks. Hér má lesa viðtalið.
http://www.framsyn.is/wp-content/uploads/2011/03/Vinnan2013_Adalsteinn_Arni.pdf
Ávarp dagsins 1. maí
Aðalsteinn Á. Baldursson flutti ávarp á hátíðarhöldunum 1. maí. Aðalsteinn kom víða við í ávarpinu. Hann talaði m.a. um mikilvægi samstöðu og blómlegt atvinnulíf í Þingeyjarsýslum. Hér má sjá myndband sem Rafnar Orri Gunnarsson tók af Aðalsteini þegar hann flutti ávarpið. Í upphafi hátíðarinnar spilaði Steingrímur Hallgrímsson á trompet alþýðusöng verkalýðsins. https://www.youtube.com/watch?v=scF5rzL-dGg
Myndir frá hátíðarhöldunum
Hér koma nokkrar myndir sem Daria Machnikowska tók á hátíðarhöldunum í gær. Read more „Myndir frá hátíðarhöldunum“
Fjölmenn og glæsileg hátíð stéttarfélaganna
Allir helstu fjölmiðlar landsins hafa fjallað um hátíð stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Einn af þeim er netmiðilinn 640.is. Sjá myndir og umfjöllun http://www.640.is/is/frettir/fjolmenn-og-glaesileg-hatid-stettarfelaganna
Hátíðarræða dagsins á myndbandi
Hér má hlusta á kraftmikla hátíðarræðu dagsins sem Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands flutti. Sjá myndband af ræðumanni sem Rafnar Orri Gunnarsson tók á hátíðarhöldunum í dag. Kynnir dagsins var Ágúst Sigurður Óskarsson . Read more „Hátíðarræða dagsins á myndbandi“
Takk fyrir okkur!!!!!
Tæplega 800 manns komu saman í dag á hátíðarhöldum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Hátíðin fór fram í höllinni á Húsavík og hófst kl. 14:00. Dagskráin var að venju glæsileg enda boðið upp á landsþekkta skemmtikrafta. Read more „Takk fyrir okkur!!!!!“