Fulltrúar úr stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar auk starfsmanna fóru á eigin vegum til Svíþjóðar í síðustu viku til að kynna sér starfsemi stéttarfélaga og réttindi verkafólks í Svíþjóð. Hópurinn kom heim í gær eftir velheppnaða ferð. Read more „Fræðandi ferð til verkalýðssamtaka í Svíþjóð“
Samningur um afsláttarkjör
Framsýn hefur gengið frá samningi við Vátryggingafélag Íslands og Líftryggingafélag Íslands um forvarnir og afsláttarkjör fyrir félagsmenn Framsýnar. Samkomulagið nær einnig til félagsmanna Þingiðnar, Starfsmannafélags Húsavíkur og Verkalýðsfélags Þórshafnar. Read more „Samningur um afsláttarkjör“
Formaður á Raufarhöfn
Bjarni Hafþór frá Grafarbakka í toppformi
Eins og fram hefur komið verður Bjarni Hafþór Helgason með gamanmál á hátíðarhöldunum 1. maí á Húsavík. Bjarni Hafþór er góð blanda af Jökuldælingi og Húsvíkingi sonur heiðurshjónanna Jóhönnu Aðalsteinsdóttur og Helga Bjarnasonar sem um árabil var formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. Read more „Bjarni Hafþór frá Grafarbakka í toppformi“
Ert þú klár í sauðburð?
Heimild til úttektar á séreignarsparnaði
Opnað hefur verið á ný fyrir útgreiðslu séreignarsparnaðar og gildir sú heimild til 1. janúar 2014. Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í desember s.l. var heimild til úttektar á séreignarsparnaði opnuð á ný. Read more „Heimild til úttektar á séreignarsparnaði“
Ágætu félagar og viðskiptavinir!
Vegna náms- og kynnisferðar starfsmanna Skrifstofu stéttarfélaganna verður starfsemi skrifstofunnar í lágmarki næsta fimmtudag og föstudag. Aðeins einn starfsmaður verður á staðnum og mun gera sitt besta til að þjóna félagsmönnum og öðrum þeim sem þurfa á þjónustu að halda. Við biðjum viðskiptavini skrifstofunnar að hafa skilning á því.
Til hamingju með afmælið félagar
Í dag sunnudaginn 14. apríl eru 102 ár síðan Verkamannafélag Húsavíkur var stofnað, nú Framsýn stéttarfélag. Þess vegna er full ástæða til að segja, ágætu félagsmenn til hamingju með afmælið. En förum aðeins yfir söguna. Read more „Til hamingju með afmælið félagar“
Gestur á þingi NNN
Í síðustu viku lauk fimm daga þingi NNN sem haldið var í Osló. Verkalýðssamtökin NNN standa fyrir starfsfólk í matvælaframleiðslu í Noregi. Þingfulltrúar voru um tvö hundruð, auk gesta frá verkalýðssamtökum og stjórnmálaflokkum í Noregi og erlendum gestum frá verkalýðssamtökum víða um heim sem eru í samstarfi við NNN. Meðal gesta á þinginu var Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar. Read more „Gestur á þingi NNN“
Stjörnuregn á Húsavík 1. maí
Undanfarið hefur verið unnið að því að klára alla skipulagningu vegna hátíðarhaldanna 1. maí sem fram fara í Íþróttahöllinni á Húsavík. Hátíðin hefst kl. 14:00. Það eru stéttarfélögin Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur sem standa að hátíðinni. Read more „Stjörnuregn á Húsavík 1. maí“
Bréf út eftir helgina vegna umsókna um orlofshús
Þá er úthlutun á orlofshúsum sumarið 2013 lokið að mestu. Orlofsnefnd stéttarfélaganna verður boðuð til fundar næsta þriðjudag til að ganga endanlega frá úthlutunni. Í kjölfarið fá umsækjendur bréf frá orlofsnefndinni um hvort þeir hafi fengið hús eða ekki. Þeim aðilum sem úthlutað verður húsum verður síðan gert að gera upp leigugjaldið fyrir ákveðin tíma.
Fréttabréf í vinnslu
Um helgina sitja starfsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum og skrifa Fréttabréf. Jafnframt því að ganga endanlega frá dagskrá hátíðarhaldanna í byrjun maí. Þá er fundur um lífeyrismál fyrirhugaður á mánudaginn sem þarf að skipuleggja. Síðan er reiknað með að Fréttabréfið fari í setningu og prentun á mánudaginn. Read more „Fréttabréf í vinnslu“
Orlofshúsum úthlutað á næstu dögum
Fjölmargar umsóknir bárust frá félagsmönnum um orlofshús í sumar. Nú er unnið að því að yfirfara þær og á næstu dögum verður haft samband við alla þá sem sóttu um hús í sumar. Það er hvort þeir fá hús eða ekki en stéttarfélögin hafa í gegnum tíðina leitast við að hafa mikið framboð af húsum fyrir félagsmenn en því miður tekst ekki alltaf að verða við óskum allra þar sem ásókn í sum hús og einstakar vikur er mjög mikil.
Gestur á þingi NNN
Í þessum töluðum orðum er þing NNN að hefjast í Noregi en þingið er haldið í Osló. NNN stendur fyrir starfsmenn í matvælaframleiðslu í Noregi. Þingfulltrúar sem skipta hundruðum koma frá flestum héruðum Noregs. Meðal gesta á þinginu er Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar. Read more „Gestur á þingi NNN“
Félagsjakkarnir komnir
Fyrsta sendingin af félagsjökkum stéttarfélaganna frá 66°Norður er komin í hús. Þeir sem eiga pantaða jakka geta komið við og tekið þá. Hins vegar ber að geta þess að að þeir sem pöntuðu jakka í síðustu viku fá þá ekki fyrr en síðar í þessum mánuði. Svo má geta þess að þeir sem ekki hafa þegar pantað jakka en vilja eignast jakka geta pantað þá á Skrifstofu stéttarfélaganna. Verð til félagsmanna er kr. 12.000,-.
Fiskvinnslunámskeiði lokið
Eins og við sögðum frá hér á heimasíðunni hefur staðið yfir námskeið fyrir fiskvinnslufólk á félagssvæði Framsýnar þessa viku. Námskeiðinu lauk í dag og fengu allir þátttakendur viðurkenningarskjal eftir viðveruna á námskeiðinu og góðan árangur. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru af fiskvinnslufólki á námskeiðinu en um 120 starfsmenn tóku þátt í námskeiðinu frá fjórum vinnustöðum á svæðinu. Kennt var á fjórum stöðum vegna fjöldans. Read more „Fiskvinnslunámskeiði lokið“
Breytingar á starfsmannahaldi
Tvö námskeið í boði, opið öllum áhugasömum
Framsýn í samstarfi við VÍB og útibú Íslandsbnka á Húsavík bjóða almenningi upp á tvö mögnuð námskeið. Sjá frekar. Read more „Tvö námskeið í boði, opið öllum áhugasömum“
Óviðeigandi ummæli framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu
Í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær var viðtal við Andrés Magnússon framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Hann var spurður út í framleiðslu á kjúklingum á Íslandi. Meðal þess sem hann sagði var að gefa ætti innflutning á þessari vöru frjálsa þar sem hún byggði m.a. á innfluttu vinnuafli.
Formaður Framsýnar- stéttarfélags, Aðalsteinn Á. Baldursson, undrast þessi ummæli sem byggi á alvarlegum fordómum í garð þessa fólks. Read more „Óviðeigandi ummæli framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu“