Viltu komast á ársfund Stapa?

Ársfundur Stapa, lífeyrissjóðs verður haldinn í Hofi á Akureyri næsta fimmtudag. Félagsmenn Framsýnar sem hafa áhuga á því að vera fulltrúar félagsins á fundinum eru beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna. Fundurinn hefst kl. 14:00 á fimmtudaginn.

Vilja frekari sameiningar lífeyrissjóða

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar hefur samþykkt að senda frá sér ályktun um mikilvægi þess að lífeyrissjóðum verði fækkað með frekari sameiningum lífeyrissjóða. Þannig verði þeir öflugri, ódýrari í rekstri  og betur í stakk búnir að veita sjóðsfélögum betri lífeyri í framtíðinni. Þess ber að geta að Framsýn, stéttarfélag á aðild að Stapa, lífeyrissjóði. Sjá ályktun: Read more „Vilja frekari sameiningar lífeyrissjóða“

Færðu FSH bókagjöf

Formenn Framsýnar og Þingiðnar færðu Framhaldsskóla Húsavíkur bókagjöf í gær fyrir hönd stéttarfélaganna. Um er að ræða tvær bækur um sögu Alþýðusambands Íslands sem nýlega voru gefnar út. Til stendur að gefa bækurnar einnig til bókasafna í Þingeyjarsýslum. Það á jafnframt við um Framhaldsskólann á Laugum. Read more „Færðu FSH bókagjöf“

„Veðurfræðingar“ spá góðu veðri

Veðurfræðingar Heimasíðu stéttarfélaganna hafa gefið út langtímaspá eftir hundleiðinlegan vetur. Spáin tekur mið af hegðun og atferli fólks á Húsavík. Í gær mátti sjá garðyrkjustjóra bæjarins á  ferð ásamt aðstoðarfólki við að snyrta tré og runna sem loksins eru komnir upp úr snjónum, það er sumstaðar. Þá mátti sjá brottflutta Húsvíkinga spóka sig á Húsavík í gær, þannig að fyrstu vorboðarnir eru komnir sem er vísbending um betra veður og gott sumar. Read more „„Veðurfræðingar“ spá góðu veðri“

Vinsamlegar viðræður um stofnanasamning

Fulltrúar Framsýnar og Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga funduðu í gær um breytingar á stofnanasamningi aðila sem tyggir starfsmönnum ákveðna framgöngu í starfi og launahækkun. Fjármálaráðuneytið spilaði nýlega út auka fjármagni í stofnanasamninga á heilbrigðisstofnunum. Vilji er til þess hjá forsvarsmönnum HÞ og Framsýnar að klára viðræðurnar á næstu dögum.

Ávarp dagsins 1. maí

Aðalsteinn Á. Baldursson flutti ávarp á hátíðarhöldunum 1. maí.  Aðalsteinn kom víða við í ávarpinu. Hann talaði m.a. um mikilvægi samstöðu og blómlegt atvinnulíf í Þingeyjarsýslum. Hér má sjá myndband sem Rafnar Orri Gunnarsson tók af Aðalsteini þegar hann flutti ávarpið. Í upphafi hátíðarinnar spilaði Steingrímur Hallgrímsson á trompet alþýðusöng verkalýðsins. https://www.youtube.com/watch?v=scF5rzL-dGg