Gestagangur á Skrifstofu stéttarfélaganna

Reglulega koma hópar til að kynna sér atvinnulífið á svæðinu og starfsemi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Í dag komu t.d. tveir hópar frá Framhaldsskólanum á Húsavík auk þess sem hópur nemenda sem stundar íslenskunám á vegum Þekkingarseturs Þingeyinga kom í heimsón fyrr í þessari viku. Að sjálfsögðu er alltaf vel tekið á móti góðum gestum. Fleiri hópar eru væntanlegir í heimsókn á næstunni.  

Það voru efnilegir nemendur sem komu í heimsókn í dag.

Það er alltaf stuð á kynningum stéttarfélaganna.

Huld Aðalbjarnardóttir tók á móti hópunum í dag og sá um kynninguna.

Deila á