Starfsmenn stéttarfélaganna hafa undanfarið unnið að því að standsetja bústaði félaganna fyrir sumarið. Meðfylgjandi mynd er af Ágústi sem var að laga til við bústað Framsýnar í Dranghólaskógi í Öxarfirði í gær í 22 stiga hita. Read more „Allt klárt fyrir sumarleiguna“
Línurnar lagðar á Húsavík
Starfsgreinasamband Íslands hefur fundað á Húsavík tvo síðustu daga. Nokkur mál hafa verið til umræðu s.s. kjara- og atvinnumál, ársreikningar sambandsins og lagabreytingar á samþykktum sambandsins. Fyrir liggur að kjarasamningar verða lausir á almenna vinnumarkaðinum í haust. Ekki síst þess vegna urðu miklar umræður um væntanlega kröfugerð, samningstíma og samningsumboðið. Read more „Línurnar lagðar á Húsavík“
Starfsfólk Samherja fær auka orlofsuppbót
Samkvæmt kjarasamningi er orlofsuppbót starfsmanna á almenna vinnumarkaðinum kr. 28.700,-. Í tilkynningu til starfsmanna Samherja í landi kemur fram að fyrirtækið hafi ákveðið að hækka upphæðina um 71.300 og greiða kr. 100.000 til starfsmanna með maí launum. Greiðslan er miðuð við fullt starf í 12 mánuði. Starfsmenn eru að sjálfsögðu ánægðir með greiðsluna. Samherji rekur nokkur fyrirtæki á félagssvæði Framsýnar.
Heimir og Eiður heiðraðir á Sjómannadaginn
Sjómennirnir, Eiður Gunnlaugsson og Heimir Bessason voru heiðraðir í dag fyrir farsæla sjómennsku en þeir hafa stundað sjómennsku í áratugi frá Húsavík. Athöfnin fór fram á Fosshótel Húsavík þar sem Sjómannadagskaffi Slysavarnardeildar kvenna fór fram. Fjölmenni var í kaffinu. Sjómannadeild Framsýnar sá um heiðrunina. Hér má sjá umfjöllun Aðalsteins Á. Baldurssonar um heiðursmennina sem hann flutti í dag. Read more „Heimir og Eiður heiðraðir á Sjómannadaginn“
Velferðarsjóðurinn mikilvægur samfélaginu
Velferðasjóður Þingeyinga var starfræktur með sama hætti árið 2012 eins og árin á undan. Stjórn sjóðsins, var skipuð var á aðalfundi félagsins 14.febrúar 2012. Þau eru: Örnólfur Jóhannes Ólafsson sóknarprestur á Skútustöðum, Sara Hólm frá Kvennfélagasambandi Suður-Þingeyinga ritari, Meðstjórnandi Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar. Stjórnin auk annarra sem kölluð voru til, komu saman í Bjarnahúsi 26.apríl. Þar var gengið frá úthlutunarreglum og skipan úthlutunarnefndar. Read more „Velferðarsjóðurinn mikilvægur samfélaginu“
Sólarkaffi á Raufarhöfn
Framsýn stóð fyrir sínu árlega sólarkaffi á Raufarhöfn í gær. Rúmalega hundrað manns komu við og þáðu kaffi og heimsins bestu tertu. Starfsmenn stéttarfélaganna voru á staðnum og tóku vel á móti gestunum. Þá var boðið upp á happdrætti og fengu nokkrir heppnir gestir vegleg verðlaun. Sjá myndir: Read more „Sólarkaffi á Raufarhöfn“
Hátíðarsemning á Húsavík í dag
Hátíð sjómanna á Húsavík stendur nú yfir en hún mun standa yfir í tvo daga. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru í dag í frábæru veðri á Skjálfanda. Hrefnur, fuglar og mannfólk, það gerist ekki betra. Read more „Hátíðarsemning á Húsavík í dag“
Huld boðin velkomin til starfa hjá stéttarfélögunum
Huld Aðalbjarnardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi Norðurþings hefur verið ráðin sem skrifstofu- og fjármálastjóri Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Huld mun hefja störf hjá stéttarfélögunum í sumar. Huld er boðin velkomin til starfa. Alls bárust 14 umsóknir um starf fjármálastjóra hjá Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Read more „Huld boðin velkomin til starfa hjá stéttarfélögunum“
Mikið um að vera á Húsavík um helgina
Sjómannadagshelgin er framundan á Húsavík. Boðið verður upp á veglega hátíð á laugardaginn og sunnudaginn. Svo sem skemmtisiglingu, pylsugrill, kappróður, reiptog, hoppukastala og þá verður þyrla landhelgisgæslunnar á svæðinu. Read more „Mikið um að vera á Húsavík um helgina“
Sumarið er komið og allir brosandi
Loksins, loksins segja margir. Veðrið síðustu daga hefur verið með miklum ágætum eftir leiðinda tíð. Samfara góðu veðri lifnar yfir öllu og bros færist yfir unga sem aldna. Fréttaritari heimasíðunnar tók nokkrar myndir í morgun þegar starfsfólk og nemendur Leikskólans Grænuvalla gerði sér ferð til frístundabæna á Húsavík til að skoða lömb, dúfur og hænur. Um 130 börn eru í skólanum og um 50 starfsmenn. Sjá skemmtilegar myndir: Read more „Sumarið er komið og allir brosandi“
Á hvaða launum eigum við að vera?
Formaður Framsýnar þáði boð frá Miðjunni fyrir hádegi í dag. Nokkrir unglingar hittast reglulega í Miðjunni undir leiðsögn leiðbeinenda. Unglingarnir sem eru að hefja störf á vegum Norðurþings óskuðu eftir að fá fræðslu um vinnumarkaðinn og þeirra réttindi. Read more „Á hvaða launum eigum við að vera?“
Allt fullt af foringjum á Húsavík
Næsta mánudag og þriðjudag verður haldinn formannafundur á vegum Starfsgreinasambands Íslands á Húsavík. Fundað verður í fundarsal stéttarfélaganna. Reiknað er með um 30 formönnum og varaformönnum aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Read more „Allt fullt af foringjum á Húsavík“
Góð staða Þingiðnar – hagnaður 12 milljónir
Aðalfundur Þingiðnar fór fram í gær. Fundurinn gekk vel og voru fundarmenn ánægðir með stöðu félagsins. Tillögur stjórnar sem lágu fyrir fundinum voru samþykktar samhljóða. Fullgildir félagsmenn í Þingiðn 31. desember 2012 voru 93 talsins sem er svipaður fjöldi milli ára. Karlar voru 91 og konur 2. Greiðandi einstaklingar voru 93 á árinu samkvæmt ársreikningum félagsins. Read more „Góð staða Þingiðnar – hagnaður 12 milljónir“
Ófaglærðir í störfum faglærðra
Stjórn Þingiðnar, félags iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum kom saman til fundar í gær. Tilefni fundarins var að undirbúa aðalfund félagsins auk þess að ræða nokkur mál sem komið hafa upp milli stjórnarfunda og varða félagsmenn Þingiðnar. Vel gekk að ganga frá öllum tillögum varðandi aðalfundinn. Þá urðu töluverðar umræður um störf ófaglærðra í byggingarvinnu og við viðgerðir á bílum. Read more „Ófaglærðir í störfum faglærðra“
Öflugt starf hjá Þekkingarnetinu
Þekkingarnet Þingeyinga boðaði til aðalfundar í gær. Fundurinn var haldinn í Gljúfrastofu í Ásbyrgi. Starfsemi Þekkingarnetsins hefur verið öflug á undanförnum árum. Þekkingarnet Þingeyinga er svæðisbundin miðstöð símenntunar, háskólaþjónustu og rannsókna í Þingeyjarsýslum. Hægt er að fræðast um starfsemina inn á heimasíðu netsins, www. hac.is. Read more „Öflugt starf hjá Þekkingarnetinu“
Staða Stapa til umræðu á ársfundi – stjórnarlaun hækkuð verulega
Ársfundur Stapa, lífeyrissjóðs var haldinn 16. maí í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Fundurinn var vel sóttur, en þó þurfti að gera hálftíma hlé á setningu fundar vegna ófærðar á Möðrudalsöræfum sem leiddi til tafa á mætingu fundarmanna af Austurlandi. Read more „Staða Stapa til umræðu á ársfundi – stjórnarlaun hækkuð verulega“
Framsýn með kaffiboð á Raufarhöfn
Að venju stendur Framsýn, stéttarfélag Þingeyinga fyrir kaffiboði á Raufarhöfn föstudaginn 31. maí 2013. Opið hús verður í Kaffi Ljósfangi frá kl. 16:00 til kl. 18:00. Í boði verða bestu tertur í heimi frá Kvenfélaginu Freyju á Raufarhöfn og kaffi sem fulltrúar Framsýnar sjá um að tendra fram. Read more „Framsýn með kaffiboð á Raufarhöfn“
Ekkert atvinnuleysi á Tjörnesi
Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun var skráð atvinnuleysi í lok apríl 2013 um 4,9% en að meðaltali voru 7.998 atvinnulausir í apríl og fækkaði atvinnulausum um 489 að meðaltali frá mars eða um 0,4% prósentustig. Atvinnuleysi í Norðurlandi eystra var í lok mánaðar 613, þar af voru 117 á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Read more „Ekkert atvinnuleysi á Tjörnesi“