Félagsmenn spöruðu kr. 665.000,-

Á síðasta ári keyptu félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum 1900 miða í Hvalfjarðargöngin á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þetta þýðir að þeir spöruðu sér alls kr. 665.000,- með því að kaupa miðana á skrifstofunni þar sem það er mun ódýrara en að kaupa þá þegar farið er í gegnum göngin. Fullt verð er kr. 1000 en félagsmenn fá miðann á kr. 650. Read more „Félagsmenn spöruðu kr. 665.000,-„

Kæri bankastjóri

Það er alveg ljóst að mjög margir eru ekki hressir með þann mikla áróður sem er í þjóðfélaginu gegn hækkun lægstu launa. Sú gagnrýni kemur ekki síst úr fjármálageiranum, það er úr hörðustu átt þar sem menn hafa vaðið í peningum og skammtað sér ofurlaun á diskanna. Hér má sjá grein sem félagsmaður Framsýnar skrifaði og heimasíðan fékk leyfi til að birta. Þessi ágæta grein endurspeglar reiði verkafólks víða um land. Read more „Kæri bankastjóri“

Villi ánægður með sendinguna

Lífið er ekki bara alvara heldur verða menn að hafa gaman að því líka, ekki síst þegar jólin eru framundan.   Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, færði félaga sínum og samstarfsmanni, Vilhjálmi Birgissyni formanni Verkalýðsfélags Akraness, að gjöf ekta heimareykt hangikjöt af feitum sauð þegar þeir hittust á dögunum í Karphúsinu en Aðalsteinn er þekktur frístundabóndi á Húsavík.  Að sjálfsögðu var Villi ánægður með að fá vænt hangilæri að gjöf fyrir jólin og þakkaði vel fyrir sig. Read more „Villi ánægður með sendinguna“

Framsýn boðar til fundar

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kemur saman til fundar á miðvikudaginn kl. 17:00. Aðalumræðuefni fundarins eru kjaramál og viðræðurnar sem standa yfir við Samtök atvinnulífsins um endurnýjun kjarasamninga sem eru lausir um næstu mánaðamót.

Komu hraktir og blautir í hús

Þeir lögðu mikið á sig, Stefán og Ari, sem sitja í samninganefnd starfsmanna Loðnubræðslunnar á Þórshöfn.  Í gær var boðað til samningafundar um sérmál starfsmanna Loðnubræðslunnar í húsnæði Ríkissáttasemjara í Reykjavík. Þeir börðust um morguninn frá Þórshöfn til Húsavíkur í leiðinda veðri, þaðan sem þeir ætluðu sér að fljúga en vegna veðurs var ekki flogið. Read more „Komu hraktir og blautir í hús“

Elítan varar við launahækkunum

Þá er söngurinn byrjaður, seðlabankastjóri varar við launahækkunum til verkafólks, Samtök atvinnulífsins eru í sama gír, Morgunblaðið fjallar um kröfurnar í leiðara í gær og greiningadeildir bankanna vara jafnframt við hækkunum launa og benda jafnframt á að samningsaðilar hafi farið óvarlega 2011 þegar lægstu laun voru hækkuð sérstaklega en þau eru í dag kr. 191.752,-. Read more „Elítan varar við launahækkunum“

Við sofnuðum ekki undir þessari ræðu

Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands með formann Framsýnar í fararbroddi  lögðu síðasta þriðjudag fram á fundi með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð varðandi sérmál fiskvinnslufólks og starfsfólks í fiskeldi. Í kröfugerðinni er þess krafist að laun fiskvinnslufólks taki sérstökum hækkunum vegna góðrar stöðu greinarinnar. Read more „Við sofnuðum ekki undir þessari ræðu“

Stuð á Sölku

Þau hafa verið að gera góða hluti í ferðaþjónustu á Húsavík, systkinin Jónas, Börkur og Guðrún Þórhildur Emilsbörn. Þau reka saman veitingastaðinn Sölku auk þess að standa fyrir hvalaskoðunarferðum um Sjálfanda á sumrin. Þau voru að venju hress þegar ljósmyndari heimasíðunnar var á ferðinni á föstudaginn. Read more „Stuð á Sölku“

SGS lagði fram launakröfur í dag

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) lagði í dag fram launakröfur fyrir komandi kjarasamninga til Samtaka atvinnulífsins. SGS hefur umboð 16 aðildarfélaga sinna til að ganga til samninga fyrir þeirra hönd og hefur þar með umboð til kjarasamningsgerðar fyrir almennt og sérhæft verakfólk á öllu landinu að undanskildum þeim félögum sem eru innan vébanda Flóabandalagsins. Read more „SGS lagði fram launakröfur í dag“