Vinsamlegar viðræður um stofnanasamning

Fulltrúar Framsýnar og Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga funduðu í gær um breytingar á stofnanasamningi aðila sem tyggir starfsmönnum ákveðna framgöngu í starfi og launahækkun. Fjármálaráðuneytið spilaði nýlega út auka fjármagni í stofnanasamninga á heilbrigðisstofnunum. Vilji er til þess hjá forsvarsmönnum HÞ og Framsýnar að klára viðræðurnar á næstu dögum.

Ávarp dagsins 1. maí

Aðalsteinn Á. Baldursson flutti ávarp á hátíðarhöldunum 1. maí.  Aðalsteinn kom víða við í ávarpinu. Hann talaði m.a. um mikilvægi samstöðu og blómlegt atvinnulíf í Þingeyjarsýslum. Hér má sjá myndband sem Rafnar Orri Gunnarsson tók af Aðalsteini þegar hann flutti ávarpið. Í upphafi hátíðarinnar spilaði Steingrímur Hallgrímsson á trompet alþýðusöng verkalýðsins. https://www.youtube.com/watch?v=scF5rzL-dGg

Tækifæri og samstaða

Rétt í þessu hófust hátíðarhöld stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Mikið fjölmenni er samankomið í  Íþróttahöllinni á Húsavík. Hátíðin hófst með ávarpi formanns Framsýnar, Aðalsteins Árna Baldurssonar. Í ávarpinu kom Aðalsteinn inn á atvinnulífið í Þingeyjarsýslum og þau sóknartækifæri sem þar leynast verði rétt haldið á málum. Read more „Tækifæri og samstaða“

Mikil undirbúningur í gangi

Hátíðarhöld stéttarfélaganna hefjast á morgun kl. 14:00 í Íþróttahöllinni á Húsavík. Mikil undirbúningur er í gangi svo allt gangi upp. Reiknað er með fjölmenni í höllina enda dagskráin með veglegasta móti. Að sjálfsögðu eru allir hjartanlega velkomnir í höllina.

Niðurstöður úr launa- og viðhorfskönnun verslunar og skrifstofufólks

Launakönnun Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar var framkvæmd á tímabilinu janúar til febrúar 2013. Samtals fengu 135 félagsmenn könnun. Samtals tóku 30 félagsmenn þátt. Þátttaka var því 22%.  Af 30 svarendum voru 16 í 100% starfshlutfalli og 14 svarendur í lægra starfshlutfalli.  Read more „Niðurstöður úr launa- og viðhorfskönnun verslunar og skrifstofufólks“

Aðalfundur Framsýnar undirbúinn

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kemur saman til fundar mánudaginn 6. maí kl. 20:00 í fundarsal félagsins til að undirbúa aðalfund félagsins sem haldinn verður í lok maí. Gestur fundarins verður Ágúst Óskarsson starfsmaður Starfsendurhæfingarsjóðsins VIRK. Þar sem dagskrá fundarins er ekki endanlega klár mun hún birtast síðar hér á heimasíðunni.

Samið um frekari afslátt hjá Frumherja!

Framsýn hefur endurnýjað samning við Frumherja um afsláttarkjör fyrir félagsmenn og hækkar afslátturinn um 5%. Samningurinn veitir því félagsmönnum 20% afslátt af reglubundinni skylduskoðun ökutækja á þeirra vegum. Afslátturinn fæst gegn staðfestingu á því að þeir séu félagsmenn. Áður en að félagsmenn láta skoða sína bíla þurfa þeir að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna og fá vottorð um að þeir séu fullgildir félagsmenn. Þessi afsláttur gildir einnig fyrir félagsmenn aðildarfélaga Skrifstofu stéttarfélaganna.

Viltu komast í orlofshús?

Nú þegar úthlutun til félagsmanna er lokið varðandi leigu á sumarhúsum geta þeir sem ekki sóttu um hús fyrir auglýstan tíma komið við á Skrifstofu stéttarfélaganna og sótt um þær vikur sem eru lausar. Leiguverð per. viku er kr. 24.000,-. Fljótlega munum við setja inn þær vikur sem eru í boði þannig að félagsmenn geti skoðað þær á netinu.