Í síðustu viku var haldinn annar samráðsfundur með Íslenskum aðalverktökum aðalverktaka í jarðagangnagerð undir Vaðlaheiði og stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslu- og Eyjarfjarðarsýslusvæðinu. Aðalsteinn sótti fundinn fyrir Framsýn og Þingiðn. Rædd voru ýmis mál sem snerta stöðu starfsmanna og framvinda verkefnisins kynnt. Stærstu fréttirnar eru þær að starfsmönnum fer smátt og smátt fjölgandi á svæðinu og sprengingar (formleg jarðgangnagerð) hófst í s.l. viku.
Mikilvægt fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu
Nú er ferðamannaiðnaðurinn í hámarki í Þingeyjarsýslum, innlendir og erlendir ferðamenn sækja okkur heim, njóta einstakrar náttúru Þingeyjarsýslna og vöru og þjónustu frá fjöldanum af frábærum þjónustuaðilum í ferðaþjónustu.
Á þessum tíma rignir inn fyrirspurnum um starfskjör og vinnuaðstæður starfsmanna í ferðaþjónustu. Á starfssvæði Framsýnar – stéttarfélags starfa nokkur hundruð félagsmenn við ferðaþjónustu á þessum annatíma.
Því er vel við hæfi að fara yfir nokkur atriði sem skipta máli fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu.
Gengið frá samningi við Fjallalamb hf.
Framsýn hefur gengið frá sérkjarasamningi við Fjallalamb hf. á Kópaskeri um kjör starfsmanna í sláturtíðinni í haust. Gengið var frá samkomulaginu í gær. Samningurinn tryggir starfsmönnum ákveðin laun og kaupaukagreiðslur fyrir störf í sláturtíð auk almennra réttinda. Read more „Gengið frá samningi við Fjallalamb hf.“
Fréttabréfið kemur út í næstu viku
Viðræður við Fjallalamb hf.
Í dag hófust viðræður milli Framsýnar og Fjallalambs hf. á Kópaskeri um ákveðnar breytingar á kjörum starfsmanna við sláturtíðina í haust m.v. gildandi kjarasamning. Reiknað er með að viðræðunum ljúki eftir helgina með samkomulagi. Góður andi er í viðræðunum enda vilji samningsaðila að ganga frá málinu í sátt og samlyndi.
Fundað með starfsmönnum Vatnajökulsþjóðgarðs
Formaður Framsýnar fór í dag í heimsókn til starfsmanna Vatnajökulsþjóðgarðs sem hafa aðsetur í Ásbyrgi. Farið var yfir starfsumhverfi, kjör og stofnannasamning sem gildir fyrir störf landvarða. Framsýn mun fylgja eftir þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum, næst þegar stofnanasamningurinn verður endurskoðaður. Framsýn á aðild að samningnum í gegnum Starfsgreinasamband Íslands. Read more „Fundað með starfsmönnum Vatnajökulsþjóðgarðs“
Strand í viðræðum
Fulltrúar Framsýnar bundu vonir við að samningar tækjust í dag við Samtök atvinnulífsins um sérkjarasamning fyrir starfsmenn við hvalaskoðun á Húsavík. Því miður tókst það ekki þar sem ágreiningur er um launakjör starfsmanna og tryggingar. Read more „Strand í viðræðum“
Þjóðarsátt um hagsmuni ungs fólks
Á félagsfundi hjá Framsýn – stéttarfélagi þann 27. júní var umræða til undirbúnings næstu kjarasamninga. Kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum eru lausir 30. nóvember 2013. Nokkru síðar eru kjarasamningar við ríki og sveitarfélög lausir. Á fundinum komu fram ábendingar um mikilvægi þess að launþegar fái tryggingu fyrir meiri stöðugleika í framtíðinni. Read more „Þjóðarsátt um hagsmuni ungs fólks“
Kostir þess að vera í stéttarfélagi
Í viðtali í netsjónvarpi ASÍ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, frá gildi þess að vera í stéttarfélagi. Tilefnið er útgáfa á nýjum bæklingi sem m.a. er hægt að nálgast hér.
Viðtalið við Halldór Grönvold er í netsjónvarpi ASÍ.
Umboðið til SGS og LÍV
Framsýn, stéttarfélag boðaði til félagsfundar í dag um kjaramál. Í upphafi fundar fór formaður félagsins hefur stöðu mála og hvenær kjarasamningar félagsins verða lausir. Þeir kjarasamningar sem Framsýn á aðild að eru almennt lausir í haust og fljótlega eftir næstu áramót. Á fundinum í dag var kallað eftir kröfum félagsmanna en til stendur að móta kröfugerðina í sumar og leggja hana fram í haust. Read more „Umboðið til SGS og LÍV“
Hefur þú fengið orlofsuppbót?
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum vilja minna félagsmenn sína á rétt sinn til að fá greidda svokallaða orlofsuppbót. Þeir sem starfa eftir almenna samningnum og hjá ríkinu eiga að fá orlofsuppbótina borgaða 1. júní og þeir sem starfa hjá sveitarfélögum þann 1. maí. Read more „Hefur þú fengið orlofsuppbót?“
Samningur um hvalaskoðun til umræðu
Fulltrúar Framsýnar ásamt lögmanni félagsins funduðu með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í gær undir stjórn Ríkissáttasemjara vegna kröfu Framsýnar um að gerður verði samningur um kaup og kjör starfsmanna við hvalaskoðun. Reiknað er með að viðræðum verði fram haldið á morgun, fimmtudag en fulltrúar Samtaka atvinnulífsins ætluðu að svara kröfum Framsýnar í hádeginu í dag.
Félagsfundur um kjaramál
Hálendisvegur til umræðu
Framsýn hefur tekið þátt í umræðu um hugsanlegan hálendisveg norðan Vatnajökuls. Fundað var um málið fyrir nokkrum dögum Í Mývatnssveit. Áhugafólk, Framsýn, atvinnuþróunarfélög og sveitarfélög á Norður- og Austurlandi sóttu fundinn. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í gær. Hálendisvegurinn á að ná frá Nýjadal á Þjórsársvæðinu að sunnanverðu að Kárahnjúkum að austanverðu. Read more „Hálendisvegur til umræðu“
Jónas ánægður með veitingastaðina á Húsavík
Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri DV skrifar oft athyglisverða pistla inn á sína heimasíðu www.jonas.is. Nýlega skrifaði hann tvo pistla um veitingastaðina á Húsavík sem hann taldi almennt vera til fyrirmyndar og gaf þeim flestum góð meðmæli. Hér kemur annar þeirra. Read more „Jónas ánægður með veitingastaðina á Húsavík“
Siðareglur staðfestar
Á aðalfundi Framsýnar voru staðfestar siðareglur fyrir félagið. Þær höfðu áður verið samþykktar í stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins og verið auk þess til kynnigar á heimasíðu stéttarfélaganna. Hægt er að nálgast þær á heimasíðunni undir Framsýn, lög og reglugerðir. Á fundinum var skipuð Siðanefnd og hana skipa: Read more „Siðareglur staðfestar“
Félagsgjald og laun stjórnar
Kristbjörg hættir eftir eitt ár
Varaformaður Framsýnar, Kristbjörg Sigurðardóttir, gat þess í ræðu sem hún flutti á aðalfundi Framsýnar fyrir helgina að hún ætlaði að hætta sem varaformaður Framsýnar á næsta aðalfundi félagsins sem væntanlega verður haldinn í mars 2014. Kristbjörg hefur verið í trúnaðarstörfum fyrir félagið í 25 ár. Fram kom hjá Kristbjörgu að nú væri kominn tími til að stiga til hliðar eftir skemmtilegan og jafnframt gefandi tíma. Read more „Kristbjörg hættir eftir eitt ár“
Átakið Vertu á verði! gengur vel
Í lok febrúar hófu aðildarfélög ASÍ átak gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði! Almenningur og atvinnulífið eru þar hvött til að taka höndum saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar. Átakinu er ætlað að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald í verðlagsmálum og vekja neytendur til aukinnar vitundar og liður í því er að senda ábendingar um verðhækkanir á vefsíðuna vertuaverdi.is
Myndband um atvinnlífið vekur athygli
Myndband um starfsemi Framsýnar og atvinnulífið í Þingeyjarsýslum sem frumsýnd var á aðalfundi félagsins fyrir helgina vakti mikla athygli fundargesta. Þeir voru almennt mjög ánægðir með afraksturinn. Það sama má segja um formenn Starfsgreinsambandsins sem fengu tækifæri til að skoða myndbandið þegar þeir funduðu á Húsavík á dögunum. Read more „Myndband um atvinnlífið vekur athygli“