Myndband um starfsemi Framsýnar og atvinnulífið í Þingeyjarsýslum sem frumsýnd var á aðalfundi félagsins fyrir helgina vakti mikla athygli fundargesta. Þeir voru almennt mjög ánægðir með afraksturinn. Það sama má segja um formenn Starfsgreinsambandsins sem fengu tækifæri til að skoða myndbandið þegar þeir funduðu á Húsavík á dögunum. Read more „Myndband um atvinnlífið vekur athygli“
Ýmsar greiðslur til félagsmanna hækkaðar
Í ljósi góðrar stöðu Framsýnar var samþykkt að stórhækka greiðslur til félagsmanna sem sækja um styrki úr sjúkra- eða starfsmenntasjóði félagsins. Hækkanirnar taka gildi frá 1. júní 2013. Rétt er að taka fram að hækkanirnar taka mið af greiðslum félagsmanna til félagsins og reglugerðum sjóðanna. Hér koma dæmi um hækkanir: Read more „Ýmsar greiðslur til félagsmanna hækkaðar“
Stærstu greiðendur iðgjalda til Framsýnar
Á næstu dögum munum við birta nokkrar fréttir frá aðalfundi Framsýnar. Hér kemur ein. Samkvæmt bókhaldi félagsins greiddu eftirtalin fyrirtæki mest til Framsýnar á síðasta starfsári: Read more „Stærstu greiðendur iðgjalda til Framsýnar“
Sterk staða tryggir félagsmönnum góð réttindi – klappað fyrir góðum árangri
Aðalfundur Framsýnar, stéttarfélags Þingeyinga fór fram í gærkvöldi. Fundurinn fór vel fram og voru fundarmenn mjög ánægðir með rekstur og starfsemi félagsins á umliðnu starfsári. Fundarmenn töldu ástæðu til að klappa fyrir starfsemi og rekstri félagsins. Hér koma nokkrir fréttamolar frá fundinum: Read more „Sterk staða tryggir félagsmönnum góð réttindi – klappað fyrir góðum árangri“
Lokað í hádeginu
Staðið verði við fyrirheit um hækkun til þeirra lægst launuðu!
Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands (SGS) krefst þess að staðið verðið við þau fyrirheit að hækka laun kvennastétta innan heilbrigðisstofnana eins og gefin voru fyrirheit um í upphafi árs. Jafnlaunaátakið gerir ráð fyrir 4,8% hækkun til þeirra stétta sem skilgreindar eru sem kvennastéttir innan heilbrigðisstofnana og hafa nú þegar verið undirritaðir nýjir stofnanasamningar við einhverjar stofnanir sem tryggja slíka hækkun frá 1. mars. Read more „Staðið verði við fyrirheit um hækkun til þeirra lægst launuðu!“
Trúnaðarmannanámskeið í haust
Framsýn stendur fyrir tveggja daga trúnaðarmannanámskeiði í haust. Námskeiðið verður haldið 17. – 18. október. Staðsetning námskeiðsins hefur ekki verið ákveðin endanlega. Helstu þættir sem teknir verða fyrir eru tryggingar, kjarasamningar og samningatækni. Read more „Trúnaðarmannanámskeið í haust“
Til hamingju með daginn konur og karlar!
Í dag, 19. júní 2013 höldum við uppá að það eru 98 ár síðan konur fengu kosningarétt í almennum kosningum í fyrsta sinn. Að vanda gefur Kvenréttindafélag Íslands út blaðið 19. júní í tilefni dagsins en í blaðinu að þessu sinni má finna viðtal við þær Önnu Júlíusdóttur og Kristbjörgu Sigurðardóttur. Read more „Til hamingju með daginn konur og karlar!“
Sigríður Matthildur Arnórsdóttir (f. 1926 – d. 2013)
Á sólskinsdegi á Húsavík 15. júní 2013 féll góður félagsmaður Framsýnar – stéttarfélags frá, Sigríður Matthildur Arnórsdóttir eða Sigga Matta eins og hún var jafnan kölluð. Sigga Matta var fædd í Jörfa á Húsavík 19. maí 1926. Sigríður byrjaði ung á vinnumarkaði, um tíma starfaði hún m.a. sem afgreiðslustúlka hjá Pöntunarfélagi Verkamanna og sem handavinnukennari en lengst af sem við afgreiðslustörf og verslunarstjórn hjá Kaupfélagi Þingeyinga – vefnaðarvörudeild. Read more „Sigríður Matthildur Arnórsdóttir (f. 1926 – d. 2013)“
Viðræðum lokið í dag
Í dag hafa staðið yfir viðræður milli Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins í húsnæði Ríkissáttasemjara. Viðræðurnar fóru fram undir hans stjórn. Á fundinum ítrekaði Framsýn kröfuna um að gerður verði kjarasamningur fyrir starfsmenn við hvalaskoðun. Það væri með öllu óþolandi að slíkur samningur væri ekki til staðar. Read more „Viðræðum lokið í dag“
Framsýn stigur mikilvægt skref
Alþýðusamband Íslands hefur lagt áherslu á að sambönd með beina aðild og aðildarfélög sambandsins geri átak í að efla áhuga ungs fólks á hreyfingunni og baráttumálum ungs fólks innan hreyfingarinnar. Því miður virðist fæðingin ganga frekar illa ef marka má viðbrögð aðildarfélaga sambandsins. Eftir því sem best er vitað hefur aðeins eitt samband innan Alþýðusambandsins stofnað vetfang fyrir ungt fólk, Rafiðnarsamband Íslands. Read more „Framsýn stigur mikilvægt skref“
Eftirlitsátak í fiskvinnslu
Vinnueftirlitið mun leggja áherslu á eftirlit með fyrirtækjum í fiskvinnslu sumarið og haustið 2013. Er þetta m.a. gert í framhaldi af slysum sem orðið hafa í tengslum við vélbúnað í fiskvinnslu, sem og vegna þess að lesa má úr slysaskrá Vinnueftirlitsins aukningu á slysum almennt í atvinnugreininni. Read more „Eftirlitsátak í fiskvinnslu“
Ungliðahreyfing og hækkanir til félagsmanna
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti í gær að leggja til við aðalfund félagsins að verulegar hækkanir komi til á endurgreiðslum til félagsmanna úr sjúkrasjóði félagsins. Það er gert í ljósi góðrar stöðu félagsins sem er sú besta innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands. Þá var jafnframt samþykkt að leggja til við aðalfundinn að stofnuð verði ungliðahreyfing innan félagsins. Read more „Ungliðahreyfing og hækkanir til félagsmanna“
Ný skýrsla um svarta atvinnustarfsemi á Íslandi
Nýverið kom út skýrsla á vegum Eurofound þar sem fjallað er um svarta atvinnustarfsemi á Íslandi út frá ýmsum hliðum. Markmið skýrslunnar, sem ber yfirskriftina „Tackling undeclared work in Iceland“, er m.a. að veita yfirlit yfir umfang og eðli svartar atvinnustarsemi á Íslandi sem og varpa ljósi á aðgerðir yfirvalda til að uppræta slíkt. Read more „Ný skýrsla um svarta atvinnustarfsemi á Íslandi“
Málefni Raufarhafnar til umræðu
Góður gestur kom í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag, það er Kristján Þ. Halldórsson. Kristján var nýlega ráðinn til starfa á Raufarhöfn sem verkefnisstjóri til að fylgja eftir atvinnu- og byggðaþróunarverkefni á Raufarhöfn sem Byggðastofnun, Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Háskólinn á Akureyri standa að sameiginlega með íbúasamtökum á Raufarhöfn. Þá hefur Framsýn einnig komið að málinu. Read more „Málefni Raufarhafnar til umræðu“
Greiðendur til Framsýnar ath.
Á árinu 2012 greiddu til Framsýnar- stéttarfélags 2193 launamenn iðgjöld skv. ákvæðum kjarasamninga. Félagið gætir hagsmuna þeirra allra gagnvart atvinnurekendum í héraði og fer með umboð þeirra í samstarfi verkalýðshreyfingarinnar á landsvísu. Allir sem greitt er af til félagsins afla sér réttinda í sjóðum þess og njóta verndar þeirra kjarasamninga sem félagið gerir og allir sem greitt er af eru færðir á félagaskrá sem fullgildir félagsmenn nema þeir óski eftir því að vera ekki á henni. Read more „Greiðendur til Framsýnar ath.“
Framsýn fundar á morgun
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kemur saman til fundar á morgun kl. 17:00 og eru mörg mál á dagskrá fundarins. Sjá dagskrá: Read more „Framsýn fundar á morgun“
Ríkissáttasemjari fljótur að bregðast við
Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins til fundar næsta þriðjudag til að ræða kjaradeilu Framsýnar við hvalaskoðunarfyrirtækin á Húsavík. Framsýn vísaði deilunni til sáttasemjara um síðustu helgi og því má segja að Ríkissáttasemjari bregðist vel við með því að boða strax til fundar.
Kjaradeilu vísað til ríkissáttasemjara
Að höfðu samráði við lögfræðing Framsýnar hefur félagið ákveðið að vísa kjaradeilu félagsins við Samtök atvinnulífsins vegna starfsmanna við hvalaskoðun á Húsavík til ríkissáttasemjara þar sem viðræður hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Read more „Kjaradeilu vísað til ríkissáttasemjara“
Ferðaþjónustan virði kjarasamninga og lög
Starfsgreinasamband Íslands hefur áhyggjur af starfsumhverfi starfsfólks í ferðaþjónustu. Þetta kom fram á formannafundi sambandsins sem lauk á Húsavík í gær eftir tveggja daga fundarhöld. Miklar umræður urðu um málið á formannafundinum. Fundurinn samþykkt að senda frá sér svohljóðandi ályktun: Read more „Ferðaþjónustan virði kjarasamninga og lög“