Formaður Framsýnar þáði boð frá Miðjunni fyrir hádegi í dag. Nokkrir unglingar hittast reglulega í Miðjunni undir leiðsögn leiðbeinenda. Unglingarnir sem eru að hefja störf á vegum Norðurþings óskuðu eftir að fá fræðslu um vinnumarkaðinn og þeirra réttindi. Read more „Á hvaða launum eigum við að vera?“
Allt fullt af foringjum á Húsavík
Næsta mánudag og þriðjudag verður haldinn formannafundur á vegum Starfsgreinasambands Íslands á Húsavík. Fundað verður í fundarsal stéttarfélaganna. Reiknað er með um 30 formönnum og varaformönnum aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Read more „Allt fullt af foringjum á Húsavík“
Góð staða Þingiðnar – hagnaður 12 milljónir
Aðalfundur Þingiðnar fór fram í gær. Fundurinn gekk vel og voru fundarmenn ánægðir með stöðu félagsins. Tillögur stjórnar sem lágu fyrir fundinum voru samþykktar samhljóða. Fullgildir félagsmenn í Þingiðn 31. desember 2012 voru 93 talsins sem er svipaður fjöldi milli ára. Karlar voru 91 og konur 2. Greiðandi einstaklingar voru 93 á árinu samkvæmt ársreikningum félagsins. Read more „Góð staða Þingiðnar – hagnaður 12 milljónir“
Ófaglærðir í störfum faglærðra
Stjórn Þingiðnar, félags iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum kom saman til fundar í gær. Tilefni fundarins var að undirbúa aðalfund félagsins auk þess að ræða nokkur mál sem komið hafa upp milli stjórnarfunda og varða félagsmenn Þingiðnar. Vel gekk að ganga frá öllum tillögum varðandi aðalfundinn. Þá urðu töluverðar umræður um störf ófaglærðra í byggingarvinnu og við viðgerðir á bílum. Read more „Ófaglærðir í störfum faglærðra“
Öflugt starf hjá Þekkingarnetinu
Þekkingarnet Þingeyinga boðaði til aðalfundar í gær. Fundurinn var haldinn í Gljúfrastofu í Ásbyrgi. Starfsemi Þekkingarnetsins hefur verið öflug á undanförnum árum. Þekkingarnet Þingeyinga er svæðisbundin miðstöð símenntunar, háskólaþjónustu og rannsókna í Þingeyjarsýslum. Hægt er að fræðast um starfsemina inn á heimasíðu netsins, www. hac.is. Read more „Öflugt starf hjá Þekkingarnetinu“
Staða Stapa til umræðu á ársfundi – stjórnarlaun hækkuð verulega
Ársfundur Stapa, lífeyrissjóðs var haldinn 16. maí í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Fundurinn var vel sóttur, en þó þurfti að gera hálftíma hlé á setningu fundar vegna ófærðar á Möðrudalsöræfum sem leiddi til tafa á mætingu fundarmanna af Austurlandi. Read more „Staða Stapa til umræðu á ársfundi – stjórnarlaun hækkuð verulega“
Framsýn með kaffiboð á Raufarhöfn
Að venju stendur Framsýn, stéttarfélag Þingeyinga fyrir kaffiboði á Raufarhöfn föstudaginn 31. maí 2013. Opið hús verður í Kaffi Ljósfangi frá kl. 16:00 til kl. 18:00. Í boði verða bestu tertur í heimi frá Kvenfélaginu Freyju á Raufarhöfn og kaffi sem fulltrúar Framsýnar sjá um að tendra fram. Read more „Framsýn með kaffiboð á Raufarhöfn“
Ekkert atvinnuleysi á Tjörnesi
Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun var skráð atvinnuleysi í lok apríl 2013 um 4,9% en að meðaltali voru 7.998 atvinnulausir í apríl og fækkaði atvinnulausum um 489 að meðaltali frá mars eða um 0,4% prósentustig. Atvinnuleysi í Norðurlandi eystra var í lok mánaðar 613, þar af voru 117 á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Read more „Ekkert atvinnuleysi á Tjörnesi“
Félagar, munið aðalfund Þingiðnar
Aðalfundi Framsýnar frestað
Fundað um Vaðlaheiðargöng
Í gær fór fram kynningarfundur fyrir stéttarfélögin á svæðinu um Vaðlagheiðargöng. Meðal fundarmanna voru fulltrúar frá Framsýn og Þingiðn. Fundurinn fór fram á 3. hæð Alþýðuhússins á Akureyri og fór Jón Leví Hilmarsson, verkefnisstjóri hjá Ósafli, yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við göngin fyrir fulltrúa stéttarfélagananna. Read more „Fundað um Vaðlaheiðargöng“
Virk – ársfundur í Þingeyjarsýslum
Virk – starfsendurhæfingarsjóður er stofnun í eigu aðila vinnumarkaðarins, stéttarfélaganna, Samtaka atvinnulífsins, Sveitarfélaganna og Ríkisins. Read more „Virk – ársfundur í Þingeyjarsýslum“
Viltu komast á ársfund Stapa?
Góður andi á aðalfundi STH
Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur fór fram 8 maí sl. fyrir árið 2012 og mættu 25 manns til fundarins. Gestir fundarins voru Guðbjörg Þorsteinsdóttir og Guðbjörn Arngrímsson formaður Samflots bæjarstarfsmanna. Read more „Góður andi á aðalfundi STH“
Vilja frekari sameiningar lífeyrissjóða
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar hefur samþykkt að senda frá sér ályktun um mikilvægi þess að lífeyrissjóðum verði fækkað með frekari sameiningum lífeyrissjóða. Þannig verði þeir öflugri, ódýrari í rekstri og betur í stakk búnir að veita sjóðsfélögum betri lífeyri í framtíðinni. Þess ber að geta að Framsýn, stéttarfélag á aðild að Stapa, lífeyrissjóði. Sjá ályktun: Read more „Vilja frekari sameiningar lífeyrissjóða“
Færðu FSH bókagjöf
Formenn Framsýnar og Þingiðnar færðu Framhaldsskóla Húsavíkur bókagjöf í gær fyrir hönd stéttarfélaganna. Um er að ræða tvær bækur um sögu Alþýðusambands Íslands sem nýlega voru gefnar út. Til stendur að gefa bækurnar einnig til bókasafna í Þingeyjarsýslum. Það á jafnframt við um Framhaldsskólann á Laugum. Read more „Færðu FSH bókagjöf“
Haukamýri fékk Hvatningaverðlaun AÞ 2013
Í tengslum við aðalfund Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga sem haldinn var á Húsavík í gær voru Hvatningaverðlaun AÞ afhent í þrettánda sinn. Markmiðið með verðlaununum er að hvetja einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir til nýsköpunar og árangurs í rekstri með því að verðlauna það sem vel er gert á þessu sviði. Read more „Haukamýri fékk Hvatningaverðlaun AÞ 2013“
„Veðurfræðingar“ spá góðu veðri
Veðurfræðingar Heimasíðu stéttarfélaganna hafa gefið út langtímaspá eftir hundleiðinlegan vetur. Spáin tekur mið af hegðun og atferli fólks á Húsavík. Í gær mátti sjá garðyrkjustjóra bæjarins á ferð ásamt aðstoðarfólki við að snyrta tré og runna sem loksins eru komnir upp úr snjónum, það er sumstaðar. Þá mátti sjá brottflutta Húsvíkinga spóka sig á Húsavík í gær, þannig að fyrstu vorboðarnir eru komnir sem er vísbending um betra veður og gott sumar. Read more „„Veðurfræðingar“ spá góðu veðri“
Ábendingar til félagsmanna
Nokkrar vikur eru lausar í sumar í orlofshúsum á vegum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Þá hafa stéttarfélögin gert samning við VÍS um sérstök afsláttarkjör fyrir félagsmenn sem koma til viðbótar þeim afsláttarkjörum sem menn hafa hjá tryggingafélaginu í dag. Read more „Ábendingar til félagsmanna“
1. maí fagnað á Þórshöfn
Verkalýðsfélag Þórshafnar stóð fyrir hátíðarhöldum í Íþróttamiðstöðinni á Þórshöfn 1. maí. Mæting var góð þar sem yfir 150 gestir komu og þáðu ljúffenga súpa, heimabakað brauð og fjölbreytt álegg. Sjá myndir. Read more „1. maí fagnað á Þórshöfn“