VÞ umhugað um tímatalið

Ljósmyndahópur á vegum Grunnskólans á Þórshöfn var staddur á Dvalarheimilinu Nausti þegar fulltrúi Verkalýðsfélags Þórshafnar kom þar við til að gefa íbúum á Nauti dagatöl, þessi gömlu góðu sem hægt er að rífa af!  Það var Margrét Brá Jónasdóttir, nemandi í 9.bekk, sem tók þessa mynd af Kristínu Kristjánsdóttur starfsmanni félagsins afhenda Þórólfi vistmanni á Nausti dagatal. Read more „VÞ umhugað um tímatalið“

Fréttabréf í burðarliðnum

Í næstu viku verður gengið frá Fréttabréfi sem væntanlegt er til lesenda í byrjun mars. Aðalefni Fréttabréfsins verða orlofskostir sumarið 2013. Að venju bjóða félögin félagsmönnum upp á marga góða kosti í orlofsmálum. Jafnframt verður hægt að skoða framboðið inn á heimasíðu stéttarfélaganna í næstu viku. Ef lesendur vilja koma myndum eða efni á framfæri við ritstjóra Fréttabréfsins er þeim það velkomið. Senda skal efnið á netfangið kuti@framsyn.is. Góða helgi félagar og aðrir Íslendingar.

Skemmtilegt framtak hjá börnum á Þórshöfn

Þau Dagný Rós og Atli Berg Kristjánsbörn, Zuzanna Jadwiga Potrykus og Katrín og Birgitta Rúnarsdætur sem búa á Þórshöfn héldu nýlega tombólu til styrktar UNICEF. Þau fengu að vera í Samkaup Strax og söfnuðu hvorki meira né minna en 12.500 krónum! Fulltrúar UNICEF á Íslandi eru þessum dugnaðarforkum og hugsjónafólki hjartanlega þakklát fyrir framtakið. Framtak barnanna er til mikillar fyrirmyndar. Read more „Skemmtilegt framtak hjá börnum á Þórshöfn“

Samlestur á kjarasamningi

Fulltrúar frá aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands tóku þátt í samlestri á ákvæðum kjarasamnings sambandsins og Samtaka atvinnulífsins sem fram fór í Reykjavík í byrjun vikunnar.  Fyrri daginn var farið almennt yfir kjarasamninginn og síðari daginn var þátttakendum skipt upp í nokkra hópa og fjallaði hver hópur um ákveðin kafla í kjarasamningnum.  Read more „Samlestur á kjarasamningi“

Frá íbúaþingi til aðgerða

Þriðjudaginn 26. febrúar nk. er boðið til íbúafundar á Raufarhöfn.  Þetta er kynningar- og umræðufundur og er liður í verkefni um þróun byggðar á Raufarhöfn, sem Byggðastofnun stendur að, í góðu samstarfi við heimaaðila. Framsýn hefur fylgst vel með málinu og tekið þátt í þeim fundum sem haldnir hafa verið með íbúum Raufarhafnar auk þess að vera í góðu sambandi við þá enda flestir þeirra sem eru á vinnumarkaði í félaginu. Read more „Frá íbúaþingi til aðgerða“

Kaupmáttur – atvinna – velferð

Alþýðusamband Íslands boðar til fundar í Hofinu, Akureyri, þriðjudaginn 26. febrúar kl. 18:30. Fundurinn er haldinn í samráði við stéttarfélögin í Eyjafirði og Húsavík. Fjallað verður um stöðu kjaramála og kaupmáttar (baráttu við verðbólguna), sókn í atvinnumálum á Norðurlandi og hugmyndir ASÍ að nýju húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. Read more „Kaupmáttur – atvinna – velferð“

Húsavík þjónustuhöfn Drekasvæðisins

Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum hafa olíufélög sem undirbúa leit á Drekasvæðinu óskað eftir því að Húsavík verði þjónustuhöfn fyrir borpalla. Umsókn um lóð hefur verið send til bæjarráðs Norðurþings. Fyrstu tvö sérleyfin voru afhent í byrjun janúar og merki sjást nú um að félögin séu byrjuð að undirbúa leitina. Fulltrúar annars leyfishafans, Íslensks kolvetnis, Faroe Petroleum og Petoro, hafa nú sótt um lóð við Húsavíkurhöfn undir aðstöðu til að þjónusta leitarborpalla.

Read more „Húsavík þjónustuhöfn Drekasvæðisins“

728 félagsmenn fengu greiðslur frá stéttarfélögunum

Á árinu 2012 fengu 728 félagsmenn styrki úr sjóðum stéttarfélaganna sem aðild eiga að Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík.  Búið er að senda út launamiða til félagsmanna þar sem þessar upplýsingar koma fram. Í heildina eru þessar greiðslur nálægt 38 milljónum.  Þar af fengu félagsmenn Framsýnar um 33 milljónir.

Helstu mál tekin fyrir á starfsmannafundi

Formaður Framsýnar fundaði í vikunni með starfsmönnum Stórutjarnarskóla en hann var þar á ferð á þriðjudaginn. Umræður urðu um starfsemi Framsýnar, réttindi starfsmanna og væntanlega kjarasamningsgerð en kjarasamningar eru almennt lausir síðar á þessu ári.  Framsýn hefur verið á yfirreið um félagssvæðið og var heimsóknin í Stórutjarnir liður í þeirri áætlun. Read more „Helstu mál tekin fyrir á starfsmannafundi“

LÍÚ samþykkir hækkun á kauptryggingu sjómanna

Þrátt fyrir að kjarasamningar Sjómannasambands Íslands og LÍÚ séu lausir hefur  LÍÚ ákveðið að hækka kauptrygginguna og aðra launaliði hjá sjómönnum um 3,25% frá og með 1. febrúar 2013. Sjómenn geta nálgast nýju kaupskrána  inn á heimasíðu stéttarfélaganna á næstu klukkutímum en unnið er að því að setja hana inn á síðuna. Read more „LÍÚ samþykkir hækkun á kauptryggingu sjómanna“

Hver er munurinn á dagvinnu og yfirvinnu?

Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna leggja mikið upp úr því að uppfræða börn á grunnskólaaldri um atvinnulífið og starfsemi stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum. Í því sambandi hafa skólarnir átt mjög gott samstarf við skólana á svæðinu. Í gær voru fulltrúarnir á ferðinni í Stórutjarnaskóla með kynningu fyrir elstu nemendur skólans. Read more „Hver er munurinn á dagvinnu og yfirvinnu?“