Því miður eru alltof mörg dæmi um að atvinnurekendur reyni að gera launþega að verktökum til að losa sig undan kjarasamningsbundnum greiðslum. Slíkt er með öllu óheimilt nema hægt sé að sína fram á með skýrum hætti að viðkomandi sé verktaki. Því miður átta launþegar sig ekki alltaf á því hvað það þýðir fyrir þá að vera verktakar. Read more „Láttu ekki plata þig til að vera verktaki!“
Styður heilshugar uppbyggingu á Bakka
Að gefnu tilefni vill iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, taka fram að hún styður heilshugar atvinnuuppbyggingu á Bakka og reyndar um land allt. Hennar markmið er að eiga gott samstarf við heimamenn og aðra þá sem koma að verkefninu á Bakka við Húsavík svo það geti orðið að veruleika. Til viðbótar má geta þess að Ragnheiður greiddi fyrir málinu með því að styðja það þegar það var til umræðu á Alþingi í vor.
Í hvaða liði er iðnaðarráðherra?
Iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, var í viðtali á Sprengisandi á sunnudaginn. Í þættinum var m.a. komið inn á atvinnuuppbyggingu á Bakka. Þættir úr viðtalinu voru síðan spilaðir í morgunþætti Bylgjunar í gær auk þess sem fjallað er um málið á Eyjunni. Það er afar athyglisvert að hlusta á viðtalið fyrir áhugamenn um atvinnuuppbyggingu á Bakka. Read more „Í hvaða liði er iðnaðarráðherra?“
Stórkostlegum áfanga náð
Fyrr í dag skrifuðu fulltrúar Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins undir samkomulag um kjör, tryggingar og réttindi starfsmanna við hvalaskoðun á Húsavík. Samtök atvinnulífsins höfðu umboð hvalaskoðunarfyrirtækjanna til að ganga frá samningi við Framsýn en þrjú fyrirtæki stunda hvalaskoðun frá Húsavík.
Samningurinn markar tímamót þar sem ekki hefur verið til heildstæður samningur fram að þessu um kaup og kjör fólks sem starfar við þessa ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Með samningnum sýna því Húsvíkingar ákveðið frumkvæði hvað varðar að hafa þessi þýðingarmiklu mál í lagi. Read more „Stórkostlegum áfanga náð“
Leita til félagsmanna
Stjórn Þingiðnar kom saman til fundar í gær til að móta kröfugerð vegna komandi kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. Samþykkt var að leita til félagsmanna og biðja þá um að koma með tillögur að kröfugerð. Read more „Leita til félagsmanna“
Viðræður í gangi
Framsýn hefur ekki gefist upp við að ná fram kjarasamningi fyrir hönd starfsmanna við hvalaskoðun. Samningsaðilar munu á næstu dögum funda um málið með það að markmiði að klára samningagerðina. Væntanlega mun það skýrast um helgina hvort það tekst eða ekki. Read more „Viðræður í gangi“
Látum ekki bjóða okkur þetta lengur
Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar var í viðtali á Bylgjunni í gær um kjaramál. Hann kom víða við og sagði mikilvægt að verkafólk fengi sambærilegar hækkanir og kjararáð samþykkti nýlega til handa ríkisforstjórum. Hækkanir til þeirra voru um 20% afturvirkt um eitt ár. Hér má hlusta á viðtalið: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP20175
Sjóða rækjuna um borð í bátnum
Nýstárlegar rækjuveiðar hefjast í Skjálfanda um næstu helgi, en fyrirtækið Eyrarhóll frá Húsavík hefur keypt sjötíu og fimm tonna bát og búið hann til veiðanna. Rækjan verður soðin um borð, kæld og svo verður henni pakkað þannig að hún kemur tilbúin til afhendingar í höfn. Árni Guðmundsson, einn aðstandenda Eyrarhóls, segir hana verða flutta út, aðallega til Svíþjóðar og Noregs. Read more „Sjóða rækjuna um borð í bátnum“
Misskipting og kjaraviðræður
Lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði fyrir starfsfólk sem unnið hefur fjóra mánuði eða lengur eru 204.000 krónur á mánuði og eftir skatta og önnur gjöld eru útborguð laun tæplega 168.000 krónur á mánuði. Þó flestir séu á hærri launum þá má fyrir þessa upphæð kaupa vinnuframlag í heilan mánuð og getur það varla talist hátt verð. Í haust verður gengið til samninga um meðal annars lágmarkslaun á vinnumarkaðnum. Read more „Misskipting og kjaraviðræður“
Nýr vefur BSRB
BSRB hefur tekið nýjan vef í notkun. Mest af því efni sem var á gamla vefnum er aðgengilegt á þeim nýja en á næstu vikum mun meira af efni verða sett inn á vefinn og frekari endurbætur gerðar á honum. Ef notendum reynist erfitt að nálgast einhverjar ákveðnar upplýsingar er hægt að hafa samband við skrifstofu BSRB í síma 525 8300 eða á netfangið bsrb@bsrb.is. Read more „Nýr vefur BSRB“
Sveinn er maðurinn
Fjölmargir tóku þátt í helgargetraun Heimasíðu stéttarfélaganna. Getraunin fólst í því að finna út hver væri á myndinni. Flestir höfðu rétt fyrir sér en þó komu nokkrir með nöfn á öðrum mönnum. Maðurinn á myndinni er Sveinn Birgir Hreinsson og er myndin tekin á Mærudögum. Dregið hefur verið úr réttum svörum. Vinningshafi er Gunnar Sigurðsson á Kópaskeri. Gunnar fær konfekt í verðlaun. Takk fyrir þátttökuna.
Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar
Út er kominn staðallinn ÍST 85 Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar. Staðallinn er ætlaður sem grundvöllur fyrir vottunarkerfi að því er varðar launajafnrétti kynja á vinnustöðum. Markmið hans er að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað sínum. Jafnframt gefst þeim sem uppfylla skilyrði staðalsins möguleiki á að fá vottun þar um. Read more „Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar“
Smá grín fyrir þá sem heima sitja um helgina!
Þessi mynd er tekin af góðum manni nokkuð löngum sem var á Mærudögum á Húsavík um síðustu helgi. Myndin er tekin við höfnina og býr maðurinn á Húsavík, það er í suðurbænum. Þeim landsmönnum sem ætla ekki í útilegu um helgina gefst tækifæri á að taka þátt í getraun á vegum heimasíðu stéttarfélaganna svo þeim leiðist ekki um helgina. Sem sagt, hver er maðurinn á myndinni? Beðið er um fullt nafn. Þeir sem telja sig hafa rétt svar eru beðnir um að senda það á netfangið kuti@framsyn.is. Að sjálfsögðu eru vegleg verðlaun í boði og dregið verður úr réttum svörum á þriðjudaginn. Góða skemmtun og ánægjulega helgi landsmenn góðir. (Sjá stærri mynd af manninum góða) Read more „Smá grín fyrir þá sem heima sitja um helgina!“
Húsnæðis- og kjaramál til umræðu
Samræming fjölskyldu og atvinnulífs
Starfshópur um samræmingu á fjölskyldu og -atvinnulífi hefur nú skilað félags- og húsnæðismálaráðherra tillögum sínum og greinargerð. Velferðarráðherra skipaði hópinn í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu haustið 2012. Read more „Samræming fjölskyldu og atvinnulífs“
Góð þátttaka í sumarferð stéttarfélaganna
Nú er lokið skráningu í sumarferð stéttarfélaganna. Þátttakan er mjög góð þar sem yfir þrjátíu félagsmenn og makar þeirra hafa skráð sig í ferðina. Um er að ræða söguferð um Langanes laugardaginn 24. ágúst. Farið verður frá Húsavík kl. 08:00. Read more „Góð þátttaka í sumarferð stéttarfélaganna“
Framsýn ávalt á vaktinni – samningsbrot í ferðaþjónustu
Að venju hefur mikið verið að gera á Skrifstofu stéttarfélaganna í sumar við að sinna starfsfólki við ferðaþjónustu. Því miður hefur töluvert verið um samningsbrot í greininni sem Framsýn lítur alvarlegum augum. Unnið hefur verið að því með starfsfólki og yfirmönnum viðkomandi fyrirtækja að koma hlutunum í lag. Read more „Framsýn ávalt á vaktinni – samningsbrot í ferðaþjónustu“
Stórt skref fyrir Norðurþing
Síðustu samningarnir vegna áforma þýska fyrirtækisins PCC um að byggja Kísilver á Bakka voru undirritaðir í morgun. Read more „Stórt skref fyrir Norðurþing“
Viltu komast í sólina – laust sumarhús á Suðurlandi
Vegna forfalla losnaði orlofshús á vegum stéttarfélaganna á Flúðum á Suðurlandi frá föstudeginum 9. ágúst til 16. ágúst. Áhugsamir geta haft samband við Skrifstofu stéttarfélaganna í síma 464-6600. Vikan kostar kr. 24.000,-. Orlofshúsið er staðsett í Ásabyggð á Flúðum, ca 100 km frá Reykjavík. Read more „Viltu komast í sólina – laust sumarhús á Suðurlandi“
Starfsfólk vantar í vegagerð
Nú standa yfir miklar framkvæmdir á veginum frá Húsavík upp að þeistareykjum þar sem verið er að byggja upp Reykjaheiðarveginn. Vöntun er á starfsmönnum með meirapróf til að vinna á vörubílum og öðrum tækjum. Áhugsamir eru beðnir um að hafa samband við Hólmgeir í síma 8945348 sem veitir frekari upplýsingar.