Á síðasta aðalfundi Framsýnar var gengið frá siðareglum fyrir félagið. Þá var einnig gengið frá kjöri á þriggja manna siðanefnd og tveimur til vara. Eftirfarandi einstaklingar hlutu kosningu:
Aðalmenn: Ari Páll Pálsson, Fanney Óskarsdóttir, Þóra Kristín Jónasdóttir. Varamenn: Friðrik Steingrímsson og Friðrika Illugadóttir. Read more „Siðanefnd fer yfir starfsreglurnar“
Allir velkomnir í jólaboðið á laugardaginn
Að venju bjóða stéttarfélögin Þingeyingum og reyndar landsmönnum öllum í jólakaffi laugardaginn 14. desember í fundarsal stéttarfélaganna. Boðið stendur frá kl. 14:00 til 18:00. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir í kaffi auk þess sem boðið verður upp tertu, góða tónlist og þá verða jólasveinar á svæðinu ásamt gesti sem mun hafa fjórar fætur. Gangi allt eftir verða jólasveinarnir á svæðinu milli kl. 15:30 og 16:00.
Gerðu grín að formanninum
Á lokafundi Framsýnar í gær var mögnuð dagskrá sem menn höfðu mjög gaman af. Ekki síst var gert grín af formanni félagsins, Aðalsteini Árna Baldurssyni (Kúta) og hans frístundabúskap á Húsavík. Í myndbandinu sem er meðfylgjandi þessari frétt má heyra nöfn þekktra fjáreigenda auk Signýjar varaforseta ASÍ, Vilhjálms Birgissonar formanns VA og tveggja stjórnarkvenna í Framsýn. Þær eru Ósk og Agnes sem báðar búa í sveit.
Gleði og hamingja
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar ásamt trúnaðarmönnum félagsins á vinnustöðum og starfsmönnum funduðu í gær í fundarsal félagsins. Aðalumræðuefni fundarins voru kjaramál. Eftir hefðbundinn fund var boðið upp á kvöldverð og magnaða dagskrá sem skemmtinefnd Framsýnar sá um. Read more „Gleði og hamingja“
Stjórnarfundur í Þingiðn
Verslunarmenn ánægðir með flugið
Við sögðum frá því í gær að stjórn Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar hefði komið saman til fundar síðasta mánudag. Stjórnin ályktaði um mikilvægi þess að fólk versli í heimabyggð auk þess að lýsa yfir sérstakri ánægju með samning Framsýnar um ódýrt flug milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Samþykktin er eftirfarandi: Read more „Verslunarmenn ánægðir með flugið“
Framsýn styrkir Velferðarsjóð Þingeyinga
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti á síðasta fundi að styrkja Velferðarsjóð Þingeyinga um kr. 100.000. Með framlaginu vill félagið skora á fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að leggja sitt að mörkum til sjóðsins. Vitað er að mikil þörf verður á úthlutunum úr sjóðnum fyrir jólin enda því miður allt of margir sem þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin, ekki síst vegna veikinda eða erfiðra fjölskylduaðstæðna. Upp með kærleikinn fyrir jólin.
Verslum í heimabyggð
Stjórn Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar kom saman til fundar í gær. Þar var samþykkt að senda frá sér svohljóðandi samþykkt um mikilvægi þess að versla í heimabyggð: Read more „Verslum í heimabyggð“
Gerir ráð fyrir 5% hækkun á gjaldskrám
Samkvæmt svari frá Skútustaðahrepp stendur til að hækka gjaldskrár sveitarfélagsins almennt um 5% fyrir utan gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar, í ákveðnum tilfellum er um að ræða meiri hækkanir þar. Read more „Gerir ráð fyrir 5% hækkun á gjaldskrám“
Góð viðbrögð við viðtölum
Formaður Framsýnar var í viðtölum í gær, bæði á Útvarpi Sögu og eins á Bylgjunni. Að sjálfsögðu voru kjaramál til umræðu enda kjarasamningar lausir um þessar mundir. Mjög góð viðbrögð hafa verið við þessum viðtölum og hefur hópur fólks sett sig í samband við skrifstofuna til að taka undir málflutning formanns. Hér má hlusta á viðtalið á Bylgjunni.
Magnús formaður VG gerir grein fyrir sinni afstöðu
Þar sem ég er einn af þessum vandræðamönnum sem skrifuðu ekki undir kjarasamninginn á dögunum. Þá langar mig til að gera hreint fyrir mínum dyrum. Read more „Magnús formaður VG gerir grein fyrir sinni afstöðu“
Jólafundur stjórnar og trúnaðarmannaráðs næsta föstudag
Hefð er fyrir því innan Framsýnar að halda lokafund stjórnar og trúnaðarmannaráðs á aðventunni á hverju ári. Seturétt á fundinum hafa einnig starfsmenn félagsins sem og trúnaðarmenn Framsýnar á vinnustöðum. Eftir hefðbundin fundarstörf verður síðan boðið upp á jólamat og skemmtiatriði að bestu gerð sem stjórnar og trúnaðarráðsmenn sjá sjálfir um. Read more „Jólafundur stjórnar og trúnaðarmannaráðs næsta föstudag“
Eflum flug um Húsavíkurflugvöll
Vorið 2012 hóf Flugfélagið Ernir áætlunarflug til Húsavíkur. Heimamenn fögnuðu ákvörðun flugfélagsins enda höfum við Þingeyingar aldrei efast um mikilvægi þess að búa við góðar samgöngur og því lagt mikla áherslu á þær. Um þessar mundir hefur flugfélagið Ernir flogið með um 15.000 farþega milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Read more „Eflum flug um Húsavíkurflugvöll“
Ekki gert ráð fyrir raunhækkun gjalda
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar óskaði nýlega eftir upplýsingum frá sveitarfélögum á félagssvæðinu varðandi það hvort áætlað væri í fjárhagsáætlun viðkomandi sveitarfélags að hækka gjaldskrár á íbúum fyrir árið 2014. Read more „Ekki gert ráð fyrir raunhækkun gjalda“
Lesendum heimasíðunnar fjölgar stöðugt
Það er í raun ótrúlegt hversu margir lesendur skoða heimasíðu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum daglega. Þess má geta að í könnun/samantekt sem Starfsgreinasamband Íslands gerði kom fram að heimasíða stéttarfélaganna er sú virkasta innan aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands.
Samkvæmt vefmælinum síðustu daga eru heimsóknir inn á síðuna allt að 1.400 á dag sem er glæsilegt. Read more „Lesendum heimasíðunnar fjölgar stöðugt“
Vill skattalækkanir fyrir þá tekjulægstu
Viðræður Alþýðusambandsins við ríkisstjórnina um breytingar á skattkerfinu eru á rangri leið segir formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík. Aukna áherslu þurfi að leggja á skattalækkanir fyrir lægstu tekjuhópana. Read more „Vill skattalækkanir fyrir þá tekjulægstu“
Þegar búið að selja í tæplega þrjár fullar vélar
Ljóst er að mikil ánægja er með samkomulagið sem Framsýn gerði við Flugfélagið Erni ehf. um vildarkjör fyrir félagsmenn. Bæði Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur hafa gerst aðilar að samkomulaginu. Nú þegar hafa selst 50 flugmiðar, það er á einni viku, sem gerir tæpar þrjár fullar vélar hjá flugfélaginu en um er að ræða 19 sæta flugvélar. Read more „Þegar búið að selja í tæplega þrjár fullar vélar“
Gestagangur á Skrifstofu stéttarfélaganna
Reglulega koma hópar til að kynna sér atvinnulífið á svæðinu og starfsemi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Í dag komu t.d. tveir hópar frá Framhaldsskólanum á Húsavík auk þess sem hópur nemenda sem stundar íslenskunám á vegum Þekkingarseturs Þingeyinga kom í heimsón fyrr í þessari viku. Að sjálfsögðu er alltaf vel tekið á móti góðum gestum. Fleiri hópar eru væntanlegir í heimsókn á næstunni. Read more „Gestagangur á Skrifstofu stéttarfélaganna“
Fréttabréf í vinnslu – unnið á vöktum
Þá eru blaðamenn, ljósmyndarar, setjarar, bílstjórar og allir hinir sem koma að því að skrifa og ganga frá Fréttabréfi stéttarfélaganna við störf. Fyrirhugað er að ljúka undirbúningi að útkomu Fréttabréfsins í næstu viku með það að markmiði að það komi út um 10. desember. Read more „Fréttabréf í vinnslu – unnið á vöktum“
Hinir lægst launuðu fá minnst
Margir eiga erfitt með að ímynda sér að fólk lifi af minna en 300.000 krónur í mánaðarlaun. Ráðherrar, atvinnurekendur og fleiri eiga skiljanlega erfitt með að setja sig í þau spor. Í verkalýðshreyfingunni erum við hins vegar í daglegum samskiptum við fólk sem er einmitt að reyna þetta; að lifa af mánaðarlaunum undir 300.000 krónum. Read more „Hinir lægst launuðu fá minnst“