Fundað út og suður!

Um þessar mundir er mikil undirbúningur í gangi á vegum Starfsgreinasambands Íslands varðandi komandi kjaraviðræður við atvinnurekendur. Fulltrúar Framsýnar taka virkan þátt í þessari vinnu. Á morgun hefur t.d. verið boðað til fundar í Reykjavík um málefni starfsfólks í fiskeldi, fiskvinnslu og ferðaþjónustu.

Frá Botnsvatni til Berlínar

Um gildi hollrar hreyfingar þarf ekki að efast lengur. Hreyfing og þolþjálfun í ca. 30 mín. 4-6 sinnum í viku hefur geysilegt forvarnargildi gagnvart flestum líkamlegum kvillum og sjúkdómum. Hreyfing styður ónæmiskerfið þannig að við verðum ekki eins útsett fyrir pestum og innflúensum. Áhrif hreyfingar á stoðkerfið eru mjög jákvæðar, hún styrkir bein og vöðva, hjálpar við þyngdarstjórnun og dregur úr verkjum. Read more „Frá Botnsvatni til Berlínar“

Verulegur bati á vinnumarkaði

Nýjustu tölur af vinnumarkaði benda til þess að mun meiri gangur sé í honum um þessar mundir en raunin var í fyrra, og virðist staða hans ekki hafa verið betri síðan fyrir hrun. Stingur þetta talsvert í stúf við nýlegar tölur frá eftirspurnarhlið hagkerfisins. Á sama tíma og dregið hefur úr atvinnuleysi og starfandi fólki er að fjölga, sem ætti að öllu jöfnu að ýta undir vöxt í einkaneyslu, benda nýlegir hagvísar til þess að lítill vöxtur sé í einkaneyslu. Read more „Verulegur bati á vinnumarkaði“

Fundur á vegum SGS um kjaramál

Fulltrúar frá þeim 16 stéttarfélögum innan Starfsgreinasambands Íslands sem samþykkt hafa að veita sambandinu samningsumboð munu funda á Hótel Heklu á Suðurlandi á fimmtudag og föstudag. Á fundinum verður unnið að kröfugerð sambandsins, skipað í undirnefndir, farið yfir verklag og gengið frá forgangskröfum. Tveir fulltrúar verða frá Framsýn á fundinum, formaður og varaformaður.

Fréttabréfið klárt

Rétt í þessu var Fréttabréf stéttarfélaganna að koma úr prentun. Að venju er þetta vinsæla blað fullt af fréttum og fróðleik úr starfi stéttarfélaganna. Það mun berast lesendum á föstudaginn eða strax eftir helgina.

Telja langtímasamning ekki koma til greina miðað við núverandi aðstæður

Framsýn, stéttarfélag hefur síðustu mánuði unnið að mótun kröfugerðar vegna komandi kjaraviðræðna við atvinnurekendur. Félagið hefur haldið  félagsfundi um kjaramál og vinnustaðafundi þar sem kjaramál hafa verið til umræðu. Þá hefur félagið einnig ályktað um kjaramál þar sem stefnu félagsins hefur verið komið á framfæri út í samfélagið. Gengið var frá endanlegri kröfugerð félagsins í gær. Read more „Telja langtímasamning ekki koma til greina miðað við núverandi aðstæður“

Opinn fundur í kvöld um áhrif vaktavinnu á líðan fólks

Framsýn og Starfsmannafélag Húsavíkur standa fyrir áhugaverðum fundi um áhrif vaktavinnu á heilsufar fólks. Fundurinn verður í fundarsal stéttarfélaganna í kvöld, þriðjudaginn 10. september kl. 20:00 og er öllum opinn. Tveir góðir frummælendur verða á fundinum. Það eru þau Júlíus K. Björnsson sálfræðingur og Lára Sigurðardóttir læknir. Sjá auglýsingu:  Read more „Opinn fundur í kvöld um áhrif vaktavinnu á líðan fólks“

Grillað í fallegu haustveðri

Starfsmenn stéttarfélaganna ásamt fjölskyldum komu saman í skógarlundi fyrir ofan Húsavík á föstudagskvöldið þar sem komið hefur verið upp aðstöðu fyrir fólk til að grilla sér til gamans og yndisauka. Starfsmenn voru að undirbúa sig fyrir vetrarstarfið en framundan eru krefjandi tímar í starfi stéttarfélaganna, ekki síst þar sem kjarasamningar eru almennt lausir þegar líður á veturinn.

Read more „Grillað í fallegu haustveðri“

Fegurð og fallegt veður

Veðrið hér norðan heiða hefur verið með miklum ágætum í haust. Fólk hefur verið duglegt að njóta útiverunnar. Meðal þess sem fólk hefur gert er að fara í berjamó til að týna ber. En aðrir hafa gengið um landið og virt fyrir sér alla fegurðina sem er í næsta umhverfi. Hér koma nokkrar myndir úr Húsavíkurlandi sem teknar voru um helgina af ritstjóra Heimasíðu stéttarfélaganna sem fékk sér göngutúr um bæjarlandið um helgina. Sjá myndir: Read more „Fegurð og fallegt veður“