Stjórn Sjómannadeildar Framsýnar kom saman til fundar í morgun til að undirbúa aðalfund deildarinnar sem haldin verður kl. 17:00 í dag. Stjórnin er klár með skýrslu stjórnar um starfsemina fyrir árið 2013 og drög að tveimur ályktunum um kjaramál og sjómannaafsláttinn. Read more „Sjómenn undirbúa aðalfund“
Láttu ekki plata þig
Arnar Hjaltalín formaður Verkalýðsfélagsins Drífanda í Vestmannaeyjum skrifar grein um kjaramál inn á pressuna í dag. Arnar var einn af þeim formönnum stéttarfélaga innan Starfsgreinasambands Íslands sem misbauð og skrifaði því ekki undir kjarasamningana 21. desember. Hér má lesa greinina www.pressan.is
Guðrún Helga sigraði í jólagetrauninni
Búið er að draga í jólagetraun heimasíðunnar. Fyrir nokkrum dögum síðan bitist mynd af manni hér á heimasíðunni. Spurt var, hver er maðurinn? Hann reyndist vera Jónas Aðalsteinn Sævarsson sem er ættaður frá Vopnafirði. Fjölmargir tóku þátt og sendu inn svör. Nú er búið að draga og Guðrún Helga Hermannsdóttir sigraði. Read more „Guðrún Helga sigraði í jólagetrauninni“
Gamlárshlaup „Skokka“ á Húsavík – Sundlaug Húsavíkur kl. 13
Gamlárshlaup Hlaupahópsins Skokka verður haldið á Húsavík á Gamlársdag. Hlaupið hefst kl. 13:00 við sundlaugina á Húsavík. Í boði verða þrjár vegalengdir 3, 5 og 10 km. Þátttakendur á öllum aldri eru boðnir velkomnir og ákveða sjálfir hvort þeir ganga eða hlaupa. Tímataka verður á tveim lengri vegalengdunum.
Skráning við Sundlaug Húsavíkur kl. 12:15 á Gamlársdag. Norðuþing bíður íbúum og gestum frítt í sund á Gamlársdag, opið til kl. 15:00.
Aumingja ASÍ
Ef marka má heimasíðu ASÍ er tilgangur félagsins að berjast fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna og standa vörð um réttindi þeirra. Niðurstaða ASÍ í kjarasamningum fyrir 100.000 félagsmenn sína, eða um tvo þriðju af fólki í launaðri vinnu á landinu liggur nú fyrir. Read more „Aumingja ASÍ“
Dásamlegur kjarasamningur
Jæja, þá liggur kjarasamningurinn fyrir. Hann býður uppá 2,8% kauphækkun á næsta ári og tæplega 10 þúsund króna uppbót hjá þeim sem eru á allra lægstu launum. Verðbólgan er nú um 4% og spáin fyrir næsta ár hefur verið 3,6%. Almenna kauphækkunin er vel undir þessu og að óbreyttu myndi það þýða kaupmáttarskerðingu. Read more „Dásamlegur kjarasamningur“
Kynning og atkvæðagreiðsla um kjarasamning
Rétt er að taka fram að kjarasamningurinn sem var undirritaður 21. desember milli aðildarsambanda ASÍ og Samtaka atvinnulífsins nær ekki til félagsmanna Framsýnar sem starfa hjá ríkinu eða sveitarfélögum. Það sama á við um sjómenn innan Framsýnar. Read more „Kynning og atkvæðagreiðsla um kjarasamning“
Smábátasjómenn ath.
Allt á fullu í breytingum
Þessa dagana er unnið að breytingum á skrifstofuhúsnæði stéttarfélaganna. Trésmiðjan Val sér um lagfæringarnar sem þurfti að ráðast í vegna vatnstjóns sem varð fyrir nokkrum mánuðum. Í dag hefur hópur frá Völsungi unnið að því að rífa gamla dúkinn af gólfinu með miklum látum. Read more „Allt á fullu í breytingum“
Hvað gera þessir kallar á milljónalaunum?
Undanfarna daga hafa forseti ASÍ og formaður Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna farið mikinn gegn Vilhjálmi Birgissyni, verkalýðsleiðtoga á Akranesi. Ekki nóg með það heldur hafa þeir skammast út í fjölmiðla fyrir að leyfa sér að tala við Vilhjálm til að fólkið í landinu fái að heyra hans skoðanir. Read more „Hvað gera þessir kallar á milljónalaunum?“
Stjórnar- og trúnaðarmannaráðsfundur í Framsýn 2. janúar
Fundur í stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar verður haldinn fimmtudaginn 2. janúar 2014 kl. 17:00 að Garðarsbraut 26, efri hæð. Read more „Stjórnar- og trúnaðarmannaráðsfundur í Framsýn 2. janúar“
Sjómenn, munið aðalfundinn
Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar verður haldinn mánudaginn 30. desember kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða kjaramál til umræðu. Félagsmenn fjölmennið. Í lok fundar verður boðið upp á hefðbundnar veitingar. Read more „Sjómenn, munið aðalfundinn“
Upplýsingar um nýgerðan kjarasamning
Hér má sjá helstu upplýsingar varðandi kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga ASÍ sem var undirritaður 21. desember 2013. Samninginn má sjá hér: Kjarasamningur 21 des 2013 undirritaður Read more „Upplýsingar um nýgerðan kjarasamning“
Gleðileg jól!
Yfirlýsing frá VÞ
Verkalýðsfélag Þórshafnar stendur heilshugar við bakið á þeim stéttarfélögum innan Starfsgreinasambands Íslands sem skrifuðu ekki undir kjarasamning aðila vinnumarkaðarins. Read more „Yfirlýsing frá VÞ“
Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út -fátækt fest í sessi-
Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Karphúsinu um helgina þegar Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands skrifuðu undir kjarasamning til 12 mánaða. Haft var eftir forseta ASÍ að tekist hefði að hækka laun lágtekjufólks sérstaklega með láglaunaaðgerð og því bæri að fagna. Read more „Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út -fátækt fest í sessi-„
Yfirlýsing- Framsýn harmar nýgerðan kjarasamning
Yfirlýsing vegna fyrirliggjandi kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins sem undirritaðir voru 21. desember 2013. Read more „Yfirlýsing- Framsýn harmar nýgerðan kjarasamning“
Stéttarfélögin gleðja fyrir jólin
Starfsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum gerðu sér ferð á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og færðu heimilismönnum í Skógarbrekku sem áður bar nafnið Öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga tertu í tilefni jólanna. Líkt og á Hvammi, sem einnig fékk tertu frá stéttarfélögunum, voru allir ánægðir með jólaglaðninginn frá félögunum. Read more „Stéttarfélögin gleðja fyrir jólin“
Skrifað undir kjarasamning í kvöld
Aðilar vinnumarkaðarins skrifuðu undir nýjan kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á tíunda tímanum í kvöld. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2014 og kveður á um 2,8% launahækkun og að lægstu laun hækki um tæplega 10.000 kr. Read more „Skrifað undir kjarasamning í kvöld“
Hafið miklar þakkir fyrir
Í gær voru nokkrir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga kvaddir með viðhöfn. Starfsmennirnir eiga það sameiginlegt að hafa starfað lengi hjá stofnuninni eða í nokkra ártugi. Þeir eiga það einnig sameiginlegt að vera afbragðs starfsmenn enda fengu þeir fallegar gjafir í móttöku sem var haldin m.a. þeim til heiðurs. Read more „Hafið miklar þakkir fyrir“