Láttu ekki plata þig

Arnar Hjaltalín formaður Verkalýðsfélagsins Drífanda í Vestmannaeyjum skrifar grein um kjaramál inn á pressuna í dag. Arnar var einn af þeim formönnum stéttarfélaga innan Starfsgreinasambands Íslands sem misbauð og skrifaði því ekki undir kjarasamningana 21. desember. Hér má lesa greinina www.pressan.is

Gamlárshlaup „Skokka“ á Húsavík – Sundlaug Húsavíkur kl. 13

Gamlárshlaup Hlaupahópsins Skokka verður haldið á Húsavík á Gamlársdag. Hlaupið hefst kl. 13:00 við sundlaugina á Húsavík. Í boði verða þrjár vegalengdir 3, 5 og 10 km. Þátttakendur á öllum aldri eru boðnir velkomnir og ákveða sjálfir hvort þeir ganga eða hlaupa. Tímataka verður á tveim lengri vegalengdunum.

Skráning við Sundlaug Húsavíkur kl. 12:15 á Gamlársdag. Norðuþing bíður íbúum og gestum frítt í sund á Gamlársdag, opið til kl. 15:00.

Aumingja ASÍ

Ef marka má heimasíðu ASÍ er tilgangur félagsins að berjast fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna og standa vörð um réttindi þeirra. Niðurstaða ASÍ í kjarasamningum fyrir 100.000 félagsmenn sína, eða um tvo þriðju af fólki í launaðri vinnu á landinu liggur nú fyrir. Read more „Aumingja ASÍ“

Smábátasjómenn ath.

Sjómannadeild Framsýnar er um þessar mundir að ganga frá kröfugerð fyrir smábátasjómenn en kjarasamningur smábátasjómanna rennur út í lok janúar. Sjómenn á smábátum eru vinsamlegast beðnir um að koma sínum kröfum á framfæri við Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir 6. janúar 2014.

Gleðileg jól!

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýlsum og starfsmenn félaganna óska félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Þingiðn
Framsýn- stéttarfélag
 Starfsmannafélag Húsavíkur

Stéttarfélögin gleðja fyrir jólin

Starfsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum gerðu sér ferð á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og færðu heimilismönnum í Skógarbrekku sem áður bar nafnið Öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga tertu í tilefni jólanna. Líkt og á Hvammi, sem einnig fékk tertu frá stéttarfélögunum, voru allir ánægðir með jólaglaðninginn frá félögunum. Read more „Stéttarfélögin gleðja fyrir jólin“