Formanni Framsýnar var í vikunni boðið í heimsókn í Fisktækniskóla Íslands í Grindavík. Hann fékk kynningu á starfsemi skólans auk þess að taka þátt í starfshóp/rýnihóp um starfsemi skólans sem býður upp á áhugavert nám. Sjá frekari uppfjöllun um skólann. Read more „Aðalsteinn gestur Fisktækniskóla Íslands“
Formaður gestur á félagsfundi
Í vikunni stóð Verkalýðsfélag Grindavíkur fyrir fjölmennum félagsfundi um kjaramál. Orlofsmál og breytingar á félagslögum voru einnig til umræðu. Gestur fundarins var Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar stéttarfélags. Aðalsteinn kom víða við í máli sínu, hann taldi m.a. eðlilegt að gera skammtímasamning við atvinnurekendur til eins árs vegna óvissunnar í þjóðfélaginu. Read more „Formaður gestur á félagsfundi“
Mikið fundað um kjaramál
Það er mikið fundað þessa dagana um kjaramál, það er hjá stéttarfélögum, landssamböndum stéttarfélaga og Alþýðusambandi Íslands. Fulltrúar stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum hafa að sjálfsögðu tekið þátt í þessari vinnu enda unnið að því að móta kröfugerðir verkalýðshreyfingarinnar áður en viðræður hefjast formlega við atvinnurekendur en þær munu hefjast á næstu dögum.
Rölt um bæinn
Þegar formaður Framsýnar var á ferðinni í Grindavík á þriðjudaginn bauð formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, Magnús Már Jakobsson, honum í skoðunarferð um bæinn. Meðal annars var komið við á einni merkustu bryggjukrá landsins sem er í Grindavík sem fjölmargir heimsækja s.s. sjómenn sem eiga leið um höfnina, heimamenn og gestir. Read more „Rölt um bæinn“
Þingmenn í heimsókn
Í dag komu félagarnir og þingmennirnir, Kristján Möller og Árni Páll Árnason, sem jafnframt er formaður Samfylkingarinnar í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þeir fengu kynningu á starfsemi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum auk þess sem þeir spurðu út í atvinnuástandið á svæðinu og væntingar heimamanna til atvinnuuppbyggingar á Bakka. Read more „Þingmenn í heimsókn“
Magnaður hópur
Við sögðum frá því að Framsýn hefði haldið trúnaðarmannanámskeið í Mývatnssveit í síðustu viku. Námskeiðið fór vel fram og voru trúnaðarmenn mjög ánægðir með námskeiðið. Framsýn leggur mikið upp úr öflugri fræðslu fyrir trúnaðarmenn og að á hverjum vinnustað séu trúnaðarmenn til staðar. Í dag eru trúnaðarmenn á öllum helstu vinnustöðum á félagssvæðinu. Read more „Magnaður hópur“
Formannafundi SSÍ lokið
Undanfarna daga hefur staðið yfir formannafundur aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands á Húsavík. Fundurinn hófst síðasta föstudag og héldu flestir heim á leið í dag eftir velheppnaðan fund. Auk þess að funda stóð Framsýn fyrir óvissuferð um Húsavík og Mývatnssveit í gær. Read more „Formannafundi SSÍ lokið“
STH 50 ára
Starfsmannafélag Húsavíkur hélt upp á 50 ára afmæli félagsins í gær í fundarsal stéttarfélaganna. Hópur félagsmanna og gesta heiðruðu afmælisbarnið með því að koma í boðið og þiggja veitingar. Farið var yfir starfsemi félagsins auk þess sem formaður Framsýnar afhendi formanni STH málverk að gjöf frá Framsýn og Þingiðn. Nánar verður fjallað um afmæli Starfsmannafélagsins í næsta Fréttabréfi stéttarfélaganna. Read more „STH 50 ára“
VÞ gefur gjafir
Verkalýðsfélag Þórshafnar er þekkt fyrir öfluga starfsemi og ekki síður hefur félagið verið duglegt við að gefa til góðra málefna á félagssvæðinu. Í því sambandi má nefna að félagið gaf nýlega Leikskólanum Barnabóli kr. 130.000,-, Grunnskólanum á Þórshöfn kr. 80.000,- og Hollvinasamtökum Grunskólans á Þórshöfn kr. 100.000,-. Gjafirnar koma að góðum notum fyrir hlutaðeigandi aðila.
Góðu trúnaðarmannanámskeiði lokið
Tæplega 20 trúnaðarmenn félagsmanna innan Framsýnar á vinnustöðum hafa síðustu daga dvalið á Selhótel Mývatn á trúnaðarmannanámskeiði. Námskeiðið gekk vel og voru trúnaðarmenn almennt ánægðir með námskeiðið en námskeiðinu lauk síðdegis í dag. Trúnaðarmennirnir notuðu tækifærið í gær eftir langan og krefjandi vinnudag og fóru í Baðlónið þar sem þeir náðu að slaka á fyrir átökin í dag. Read more „Góðu trúnaðarmannanámskeiði lokið“
Þensla í Mývatnssveit
Þegar formaður Framsýnar gerði sér ferð í Mývatnssveit í gær voru framkvæmdir víða í gangi í sveitinni. Verið er að byggja 80 herbergja hótel í landi Arnarvatns sem á að vera klárt næsta sumar. Hótelið verður þriggja stjörnu og hefur fengið heitið Hótel Laxá. Read more „Þensla í Mývatnssveit“
Löndunarbið á Þórshöfn
Þegar ljósmyndari heimasíðu stéttarfélaganna var á ferð í Þórshöfn í vikunni var örtröð við höfnina. Búið var að landa úr Þorsteini ÞH rúmlega 100 tonnum og byrjað að landa úr Rifsnesinu SH úr Snæfellsbæ sem var með um 20 tonn af góðum afla. Sjá myndir: Read more „Löndunarbið á Þórshöfn“
Sjómenn streyma til Húsavíkur – kjaramál til umræðu
Eftir hádegið í dag hefst formannafundur Sjómannasambands Íslands á Húsavík. Fundað verður í fundarsal Framsýnar enda félagið aðili að sambandinu. Fundurinn hefst kl. 15:00. Helstu málefni fundarins eru, staða kjaraviðræðna við LÍÚ, sjómannaafslátturinn, fiskverðsmál, afnám laga um greiðslumiðlun, veiðigjöld og stjórn fiskveiða. Read more „Sjómenn streyma til Húsavíkur – kjaramál til umræðu“
Formanni vel tekið á Þórshöfn
Formaður Framsýnar var á Þórshöfn í gær og kom víða við á vinnustöðum. Honum var alls staðar vel tekið og var reyndar beðinn um að koma oftar til Þórshafnar. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru úr ferð hans í bolfiskdeild Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn en þar var mikið að gera enda Þorsteinn ÞH nýlega komin til löndunar með góðan afla, það er þorsk og ufsa. Sjá myndir: Read more „Formanni vel tekið á Þórshöfn“
Kröfugerð undirbúin
Starfsmenn loðnubræðslunnar á Þórshöfn komu saman í gær til að móta kröfugerð vegna komandi kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. Reiknað er með að kröfugerðin verði klár á næstu dögum og verði síðan kynnt fyrir forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins. Read more „Kröfugerð undirbúin“
Meistarinn í heimsókn
Daglega koma fjölmargir gestir í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna. Hér er meistarinn sjálfur, Sigurður Hallmarsson í heimsókn. Hann leit við í vikunni til að spjalla aðeins við formann Framsýnar, það er milli verka. Þrátt fyrir að Sigurður sé kominn á efri ár er hann en að og heyra má hann spila við athafnir í kirkjunni auk þess sem hann er með vinnustofu á Hvammi þar sem hann málar flesta daga. Read more „Meistarinn í heimsókn“
Áhugavert myndband um Rifós
Rifós hf í Kelduhverfi lét útbúa myndband um starfsemi fyrirtækisins í sumar og hafa nú birt afraksturinn á netinu. Í myndbandinu má sjá verkferlið frá upphafi til enda og ekki annað hægt að segja en fegurðin fyrir austan sé einstök. Það var öðlingurinn Rafnar Orri Gunnarsson sem hafði umsjón með myndbandinu. Smellið hér til þess að horfa á myndbandið: http://www.youtube.com/watch?v=KegZMkxH-eg
Rúningur hafin
Bændur eru um þessar mundir að hefja rúning á sínu sauðfé enda fæst mest fyrir haustrúna ull. Meðfylgjandi myndir eru teknar af bændum í Skarðaborg í Reykjahverfi við Húsavík um síðustu helgi en þá var rúningur á fullu. Sjá myndir: Read more „Rúningur hafin“
Gengið frá viðræðuáætlun
Í dag gekk Verkalýðsfélag Þórshafnar frá viðræðuáætlun við Samtök atvinnulífsins vegna komandi kjaraviðræðna um sérkjarasamning fyrir starfsmenn loðnubræðslunnar á Þórshöfn sem er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja. Starfsmenn bræðslunnar munu funda á morgun og móta kröfugerð sem lögð verður fyrir Samtök atvinnulífsins í byrjun nóvember. Read more „Gengið frá viðræðuáætlun“
Framsýn ályktar- Megn óánægja með fjárlagafrumvarpið
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kom saman til fundar í gærkvöldi og voru mörg mál á dagskrá fundarins. Á fundinum kom fram hörð gagnrýni á aðgerðaleysi ríkistjórnarinnar í skuldavanda heimilanna og á framkomið fjárlagafrumvarp þar sem boðaðar eru frekari álögur á launafólk, álögur sem koma til með að koma sérstaklega illa við láglaunafólk. Ályktunin er svohljóðandi: Read more „Framsýn ályktar- Megn óánægja með fjárlagafrumvarpið“