Ingveldur ráðin til Starfsendurhæfingar Norðurlands

Ingveldur Árnadóttir, iðjuþjálfi hefur verið ráðin í sérverkefni á vegum Starfsendurhæfingar Norðurlands með aðsetur á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Verkefninu er ætlað að standa í 3,5  mánuði, það er til loka maímánaðar. Ingveldur mun starfa náið með fagaðilum á svæðinu. Verkefnið felst í að vinna með einstaklingum sem fallið hafa út af vinnumarkaði og eru að leita sér leiða inn á hann aftur. Endurhæfingarúrræðið stendur yfir í 12 vikur. Unnið er að því að bæta líkamlega, andlega og félagslega líðan einstaklinga með fjölbreyttri fræðslu í formi fyrirlestra og kynninga. Þá er lagt upp úr mikilli hreyfingu í formi líkamsræktar og sjúkraþjálfunar auk annarrar hreyfingar.

 Ingveldur hefur verið ráðinn til  Starfsendurhæfingar Norðurlands í sérverkefni með aðsetur á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Deila á