Fjármálaráðherra neitar atvinnulausu fólki um desemberuppbót

Niðurskurðarhnífurinn fer víða í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og bitnar hart á lágt launuðu fólki á vinnumarkaðnum. Skuldaniðurfellingarúrræðin koma tekjuhærri betur en tekjulægri hópunum, skattatillögurnar sömuleiðis svo ekki sé rætt um hækkanir á gjaldskrá sem bitna hlutfallslega meir á tekjulægri hópunum á vinnumarkaði. Þegar kemur að atvinnulausu fólki tekur steininn úr. Read more „Fjármálaráðherra neitar atvinnulausu fólki um desemberuppbót“

Gleði í hjarta í jólakaffi stéttarfélaganna

Um þrjúhundruð manns komu í jólakaffi stéttarfélaganna í dag í fallegu vetrarveðri. Boðið var um rjúkandi kaffi, tertur frá Heimabakaríi og mögnuð tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Húsavíkur. Þá kom jólasveininn í heimsókn sem vakti mikla gleði hjá ungu kynslóðinni og reyndar hjá þeim eldri líka. Stéttarfélögin vilja nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu við í dag og þáðu veitingar í boði félaganna fyrir komuna.  Sjá myndir frá stemningunni  í dag. Read more „Gleði í hjarta í jólakaffi stéttarfélaganna“

Jólagetraun! – Hver er maðurinn

Þessi ungi eða gamli maður kom í jólakaffi stéttarfélaganna í dag. Spurt er, hver er maðurinn? Þeir sem vita svarið eru beðnir um að senda það á netfangið framsyn@framsyn.is. Síðan verður dregið úr réttum svörum fimmtudaginn 19. desember kl. 12:00. Veglegir vinningar eru í boði, svo sem hangikjöt og konfekt.  Þrír heppnir þátttakendur fá verðlaun. Aðalvinningurinn er vikudvöl í íbúð stéttarfélaganna í Kópavogi og hangikjöt. Þeir sem lenda í öðru og þriðja sæti fá heimsins besta konfekt. Koma svo!!!!!!!!!!!!!! Read more „Jólagetraun! – Hver er maðurinn“

Allir velkomnir í jólakaffi

Þingeyingar og allir aðrir ábúendur á Íslandi, verið velkomin í jólakaffið  hjá stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum. Gleðin hefst kl. 14:00 á morgun, laugardag, og stendur yfir til kl. 18:00. Jólasveinar og fólk sem spilar og syngur verður á svæðinu auk þess sem rjúkandi kaffi og terta frá Heimabakarí verður í boði. Bara frábært. Sjáum hress og kát kæru landsmenn til sjávar og sveita.

ASÍ-UNG sammála Framsýn í skattamálum – skammar stjórnvöld og ASÍ

ASÍ-UNG sendi frá nýlega frá sér ályktun þar sem tekið er undir skoðanir Framsýnar í skattamálum sem gert hefur alvarlegar athugsemdir við tillögur ASÍ og stjórnvalda í skattamálum. Tillögurnar miða að því að skilja launþega sem hafa undir 250 þúsund krónur á mánuði eftir. Þess í stað er skattalækkunum ætlað að koma best úr fyrir þá sem eru á hærri launum. Read more „ASÍ-UNG sammála Framsýn í skattamálum – skammar stjórnvöld og ASÍ“

Áróður Samtaka atvinnulífsins vekur gleði

Í fyrsta lagi: Grátbroslegt hefur verið að fylgjast með áróðri Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaraviðræðum. Tímamót urðu í þeirra áhróðursherferð þegar SA gaf út myndband sem var auglýst á öllum helstu sjónvarpsmiðlum landsins. Þar var því haldið fram að verkafólk með um 192.000 krónur á mánuði bæri ábyrgð á verðbólgunni í landinu frá því fyrir hrun þar sem samanburður SA náði lengra en til  2008. Read more „Áróður Samtaka atvinnulífsins vekur gleði“

Fréttabréfið komið í bæinn

Hið margrómaða Fréttabréf stéttarfélaganna er komið til Húsavíkur og fer í dreifingu á morgun. Að venju er bréfið fullt af efni. Góða skemmtun ágætu lesendur, það er nær og fjær, en blaðið er gefið út í 2000 eintökum og dreift um félagssvæði stéttarfélaganna og til áskrifenda víða um land.

Allir velkomnir í jólaboðið á laugardaginn

Að venju bjóða stéttarfélögin Þingeyingum og reyndar landsmönnum öllum í jólakaffi laugardaginn 14. desember í fundarsal stéttarfélaganna. Boðið stendur frá kl. 14:00 til 18:00. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir í kaffi auk þess sem boðið verður upp tertu, góða tónlist og þá verða jólasveinar á svæðinu ásamt gesti sem mun hafa fjórar fætur. Gangi allt eftir verða jólasveinarnir á svæðinu milli kl. 15:30 og 16:00.

Gerðu grín að formanninum

Á lokafundi Framsýnar í gær var mögnuð dagskrá sem menn höfðu mjög gaman af.  Ekki síst var gert grín af formanni félagsins, Aðalsteini Árna Baldurssyni (Kúta) og hans frístundabúskap á Húsavík.  Í myndbandinu sem er meðfylgjandi þessari frétt má heyra nöfn þekktra fjáreigenda auk Signýjar varaforseta ASÍ, Vilhjálms Birgissonar formanns VA og tveggja stjórnarkvenna í Framsýn. Þær eru Ósk og Agnes sem báðar búa í sveit.

Gleði og hamingja

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar ásamt trúnaðarmönnum félagsins á vinnustöðum og starfsmönnum funduðu í gær í fundarsal félagsins. Aðalumræðuefni  fundarins voru kjaramál. Eftir hefðbundinn fund var boðið upp á kvöldverð og magnaða dagskrá sem skemmtinefnd Framsýnar sá um. Read more „Gleði og hamingja“

Stjórnarfundur í Þingiðn

Stjórn Þingiðnar kemur saman til reglulegs fundar fimmtudaginn 12. desember. Fundurinn hefst kl. 20:00 og verður haldinn á Veitingastaðnum Sölku. Til umræðu verða mál eins og kjaramál, samkomulag við flugfélagið Erni og styrkir til velferðarmála.

Framsýn styrkir Velferðarsjóð Þingeyinga

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti á síðasta fundi að styrkja Velferðarsjóð Þingeyinga um kr. 100.000. Með framlaginu vill félagið skora á fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að leggja sitt að mörkum til sjóðsins. Vitað er að mikil þörf verður á úthlutunum úr sjóðnum fyrir jólin enda því miður allt of margir sem þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin, ekki síst vegna veikinda eða erfiðra fjölskylduaðstæðna. Upp með kærleikinn fyrir jólin.