Koma við á Húsavík

Ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækið Ice­land ProTra­vel hef­ur í hyggju að hefja lysti­skipa­sigl­ing­ar umhverf­is Ísland í júní á næsta ári. Sigl­ing­arn­ar verða á veg­um dótt­ur­fé­lags­ins Ice­land ProCruises og hef­ur farþega­skip­inu MV Oce­an Diamond verið tekið á leigu til þriggja ára. Read more „Koma við á Húsavík“

Formaður á tímamótum- þökkuð vel unnin störf

Kristbjörg Sigurðardóttir hvatti sér hljóðs á aðalfundi Framsýnar fyrir helgina til að þakka formanni Framsýnar fyrir gott starf í þágu félagsins, sem fagnaði um þessar mundir 20 ára starfsafmæli sem formaður félagsins. Hér má sjá bút úr ræðu Kristbjargar þegar hún kallaði Aðalsteinn upp til að taka við smá gjöf frá félaginu. Read more „Formaður á tímamótum- þökkuð vel unnin störf“

GPG á toppnum

GPG-Fiskverkun á Húsavík greiddi mest allra launagreiðenda í iðgjöld til Framsýnar eða samtals kr. 9,3 milljónir árið 2013. Sveitarfélagið Norðurþing greiddi mest árið áður eða samtals 8,1 milljón í iðgjöld til félagsins. Innifalið í upphæðinni eru félagsgjöld starfsmanna og kjarasamningsbundin iðgjöld launagreiðenda til Framsýnar. Read more „GPG á toppnum“

Nýr varaformaður í Framsýn

Ósk Helgadóttir hefur tekið við varaformennsku í Framsýn, stéttarfélagi. Kjörnefnd Framsýnar var sammála um að gera tillögu um Ósk sem varaformann. Áður hafði verið gerð skoðanakönnun meðal þeirra félagsmanna sem gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið. Ósk kom afar vel út úr þeirri könnun og greinilegt er að margir bera mikið traust til hennar. Ósk flutti ávarp á fundinum þar sem hún þakkaði traustið, ávarpið er svohljóðandi: Read more „Nýr varaformaður í Framsýn“