Dásamlegt sumar

Það verður ekki annað sagt en að sumarið hafi leikið við okkur Norðlendinga, ekki síst Þingeyinga þar sem veðrið hefur verið jafna best í Þingeyjarsýslum. Veðrið er búið að vera frábært dag eftir dag og mánuð eftir mánuð og vonandi verður svo áfram. Hér koma nokkrar myndir sem fanga góða veðrið. Sjá myndir: Read more „Dásamlegt sumar“

Hafið þakkir fyrir

Fulltrúar Framsýnar komu aðeins við á Hótel Reynihlíð og hittu þar fyrir Þorvald í afgreiðslunni. Hugmyndin með heimsókninni var að spjalla við starfsmenn og Pétur Snæbjörnsson hótelstjóra en hann var ekki við. Þorvaldur vildi koma á framfæri þakklæti til félagsins fyrir góða þjónustu og öfluga námsstyrki til félagsmanna sem hann hefði notfært sér líkt og aðrir félagsmenn. Read more „Hafið þakkir fyrir“