Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að vera hafnarstjóri Flateyjarhafnar á Skjálfanda sem tilheyrir Þingeyjarsveit. Þess vegna er mikilvægt að hafa ábyrgan starfsmann í þessari stöðu enda mikil umferð um höfnina á öllum tímum árs eða þannig. Ingólfur Pétursson gegnir þessu hlutverki og sagði í gamansömum tón við formann Framsýnar hvort hann gæti ekki séð til þess að hann fengi hafnsögubát og viðeigandi einkennisbúning með kaskeyti frá sveitarfélaginu. Að sjálfsögðu tók formaður Framsýnar vel í beiðnina sem tekin verður til skoðunar á næstu árum gefist tími til þess. En að sjálfsögðu er þetta allt í gríni.
Herra Ingólfur Pétursson hafnarstjóri Flateyjarhafnar er með sérmerkta skrifstofu í þjónustumiðstöð Þingeyjarsveitar enda í ábyrgu starfi.