Formaður á tímamótum- þökkuð vel unnin störf

Kristbjörg Sigurðardóttir hvatti sér hljóðs á aðalfundi Framsýnar fyrir helgina til að þakka formanni Framsýnar fyrir gott starf í þágu félagsins, sem fagnaði um þessar mundir 20 ára starfsafmæli sem formaður félagsins. Hér má sjá bút úr ræðu Kristbjargar þegar hún kallaði Aðalsteinn upp til að taka við smá gjöf frá félaginu. Read more „Formaður á tímamótum- þökkuð vel unnin störf“

GPG á toppnum

GPG-Fiskverkun á Húsavík greiddi mest allra launagreiðenda í iðgjöld til Framsýnar eða samtals kr. 9,3 milljónir árið 2013. Sveitarfélagið Norðurþing greiddi mest árið áður eða samtals 8,1 milljón í iðgjöld til félagsins. Innifalið í upphæðinni eru félagsgjöld starfsmanna og kjarasamningsbundin iðgjöld launagreiðenda til Framsýnar. Read more „GPG á toppnum“

Nýr varaformaður í Framsýn

Ósk Helgadóttir hefur tekið við varaformennsku í Framsýn, stéttarfélagi. Kjörnefnd Framsýnar var sammála um að gera tillögu um Ósk sem varaformann. Áður hafði verið gerð skoðanakönnun meðal þeirra félagsmanna sem gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið. Ósk kom afar vel út úr þeirri könnun og greinilegt er að margir bera mikið traust til hennar. Ósk flutti ávarp á fundinum þar sem hún þakkaði traustið, ávarpið er svohljóðandi: Read more „Nýr varaformaður í Framsýn“

Hyllt við starfslok

Kristbjörg Sigurðardóttir lét af störfum sem varaformaður Framsýnar á aðalfundi félagsins síðasta fimmtudag. Við það tækifæri flutti hún þessa ræðu þar sem hún kom inn á afskipti sín að verkalýðsmálum. Í lok ræðunnar var hún hyllt enda skilað frábæru starfi fyrir Framsýn.  Read more „Hyllt við starfslok“

Launagreiðendum og félagsmönnum fjölgar

 

Á aðalfundi Framsýnar í gærkvöldi kom fram að félagsmönnum heldur áfram að fjölga. Á síðasta ári greiddu 2.265 félagsmenn til Framsýnar- stéttarfélags. Samkvæmt samþykkt stofnfundar félagsins frá 1. maí 2008 er ekki lengur miðað við sérstakt lágmarksgjald svo menn teljist fullgildir félagsmenn heldur teljast þeir félagsmenn sem greiða til félagsins á hverjum tíma og ganga formlega í félagið. Read more „Launagreiðendum og félagsmönnum fjölgar“

Ályktað um sameiningu rikisstofnana og Vísi hf.

Á aðalfundi Framsýnar í gær urðu miklar umræður um atvinnumál enda hefur svæðið orðið fyrir miklum áföllum undanfarið, ekki síst vegna ákvörðunar Vísis hf. að loka starfsstöð fyrirtækisins á Húsavík. Jafnframt höfðu fundarmenn áhyggjur af sameiningu sýslumanns- og lögreglustjóraumdæma  sem og heilbrigðisstofnana. Read more „Ályktað um sameiningu rikisstofnana og Vísi hf.“

Aðalfundi Framsýnar lokið

Rétt í þessu var aðalfundi Framsýnar að ljúka. Góð mæting var á fundinn og voru fjölmörg mál á dagskrá fundarins. Þá var ályktað um atvinnumál og skorað á verðandi sveitarstjórnarmenn að standa vörð um Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og aðrar ríkistofnannir  á svæðinu. Nánar verður fjallað um fundinn síðar í kvöld og næstu daga. Read more „Aðalfundi Framsýnar lokið“

Aðalfundur Framsýnar stendur yfir

Í þessum skrifuðum orðum stendur aðalfundur Framsýnar yfir en hann hófst kl. 20:00. Mæting á fundinn er góð og eru umræðurnar að venju fjörugar. Síðar í kvöld og næstu daga verðum við með frekari fréttir af fundinum.

Eiga kvóta en loka samt

Eins og fram hefur komið boðaði Vísir hf. rekstrarstöðvun á Húsavík vegna hráefnisskorts með mánaðar fyrirvara. Forsvarsmenn fyrirtækisins  hafa jafnframt tjáð starfsfólkinu að fiskvinnslu á vegum fyrirtækisins á Húsavík sé hætt. Framsýn hefur gert alvarlegar athugsemdir við þennan gjörning og í dag hófu lögfræðingar félagsins undirbúning að því að stefna fyrirtækinu fyrir Félagsdóm vegna vanefnda á kjarasamningi.

Read more „Eiga kvóta en loka samt“

Aðalfundur Framsýnar í kvöld

Þá er komið að því, aðalfundur Framsýnar fer fram í kvöld, fimmtudag,  kl. 20:00. Í lok fundar verður boðið upp á kaffiveitingar og þá fá allir fundarmenn smá glaðning frá félaginu. Félagar fjölmennið og takið þátt í öflugu starfi félagsins.

Framsýn leitar fulltingis dómstóla í Vísismálinu

Fulltrúar Framsýnar funduðu í gær ásamt lögmönnum félagsins með forsvarsmönnum og lögfræðingum Vinnumálastofnunar. Tilefnið var ákvörðun fiskvinnslufyrirtækisins Vísis hf. að beina starfsmönnum fyrirtækisins á Húsavík á atvinnuleysisbætur 1. maí í stað þess að greiða þeim kjarasamningsbundinn uppsagnarfrest þar sem fyrirtækið hefur ákveðið að loka starfstöð fyrirtækisins á Húsavík og flytja starfsemina til Grindavíkur.  Read more „Framsýn leitar fulltingis dómstóla í Vísismálinu“

Aðalfundarboð VÞ

Aðalfundur Verkalýðsfélags Þórshafnar fyrir árið 2013 verður haldinn í matsal Íþróttamiðstöðvarinnar miðvikudagskvöldið 14. maí n.k.og hefst  kl.20.00.  Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Kaffiveitingar og smá glaðningur til félagsmanna.  Stjórnin

Mikilvægur dómur fyrir smábátasjómenn

Óheimilt er að draga olíukostnað frá aflverðmæti til skipta á smábátum.  AFL Starfsgreinafélag stefndi, fyrir hönd félagsmanns útgerð á Stöðvarfirði vegna vanreiknaðra launa, en við uppgjör var stuðst við skiptaprósentu skv. kjarasamningi SSÍ við Landssamband smábátaeigenda – en kostnaður skv. kjarasamningi SSÍ við LÍÚ dreginn frá aflverðmæti. Read more „Mikilvægur dómur fyrir smábátasjómenn“