Kröfugerð undirbúin

Verkalýðsfélag Þórshafnar stóð fyrir góðum undirbúningsfundi í gær um mótun kröfugerðar fyrir starfsmenn sveitarfélaga. Félagið hafði áður óskað eftir samstarfi við Framsýn um kjarasamningsgerðina. Framsýn mun funda með starfsmönnum sveitarfélaga á félagssvæðinu í kvöld og ganga í kjölfarið frá kröfugerð. Read more „Kröfugerð undirbúin“

Starfsmenn sveitarfélaga

Starfsmenn sveitarfélaga á félagssvæði Framsýnar, munið fundinn á morgun þriðjudag 11. mars kl. 20:00 í fundarsal félagsins. Fundarefni: Mótun kröfugerðar. Áríðandi er að sem flestir starfsmenn sveitarfélaga innan Framsýnar komi og hafi áhrif á mótun kröfugerðarinnar.

Kynningar út um allt

Verkalýðsfélag Þórshafnar stóð fyrir kynningu á sáttatillögu ríkissáttasemjara í vikunni. Gestur fundarins var Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar sem fór yfir innihald sáttatillögunnar.  Miklar og góðar umræður urðu á fundinum um innihaldið og stöðu verkalýðshreyfingarinnar. Read more „Kynningar út um allt“

Semja bræðslumenn í dag

Góður gangur hefur verið í viðræðum Verkalýðsfélags Þórshafnar og Samtaka atvinnulífsins vegna sérkjarasamnings starfsmanna í bræðslunni á Þórshöfn. Loðnubræðslan á Þórshöfn er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja. Að sögn samninganefndar starfsmanna er ekki ólíklegt að skrifað verði undir nýjan sérkjarasamning síðar í dag eða kvöld. Heimasíðan mun fylgjast með gangi viðræðna í dag. Read more „Semja bræðslumenn í dag“

Bankastjóri = 12 fiskvinnslukonur

Framsýn hefur staðið fyrir tveimur kynningarfundum í dag um sáttatillögu ríkissáttasemjara. Fyrri fundurinn var kl. 17:00 og sá síðari kl. 20:00. Ljóst er að félagsmenn eru ánægðir með baráttu félagsins sem skilaði því að kjarasamningurinn frá 21. desember 2013 var felldur víða um land. Afraksturinn er sáttatillaga ríkissáttasemjara sem nú er til kynningar og atkvæðagreiðslu. Read more „Bankastjóri = 12 fiskvinnslukonur“