Framsýn stóð fyrir góðum félagsfundi um lífeyrissjóðsmál síðasta þriðjudag. Gestur fundarins var Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri Lsj. Stapa. Kári fór yfir stöðu sjóðsins og horfur auk þess að kynna nýtt réttindakerfi sem er til skoðunar að taka upp hjá sjóðnum. Read more „Góður fundur um lífeyrissjóðsmál“
Ályktað á fundi LÍV
Formannafundur LÍV var haldinn í Reykjavík sl. mánudaginn. Fundinn sóttu fh. Framsýnar Jóna Matthíasdóttir og Jónína Hermannsdóttir.Einar Magnús í stjórn ASÍ-UNG
Þriðja þing ASÍ-UNG var haldið 12. september 2014 undir yfirskriftinni „Samfélag fyrir alla … líka unga fólkið“. Á þinginu fjölluðu Henný Hinz og Ari Eldjárn m.a. um tekjuskiptingu í samfélaginu og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Þingið sóttu 26 þingfulltrúar og 10 aukafulltrúar. Read more „Einar Magnús í stjórn ASÍ-UNG“Munið félagsfundin um lífeyrismál í dag
Við skorum á félagsmenn Framsýnar og Þingiðnar sem aðild eiga að Lífeyrissjóðnum Stapa að láta sjá sig á félagsfundi um lífeyrirsmál og nýtt réttindakerfi sem er til skoðunnar hjá sjóðnum. Kári Arnór Kárason framkvæmdastóri sjóðsins verður gestur fundarins og fer yfir málefni Stapa. Read more „Munið félagsfundin um lífeyrismál í dag“
Ga, ga stjórnsýsla
Það hefur verið mjög sérstakt að fylgjast með umræðunni um flutning á Fiskistofu til Akureyrar. Samkvæmt fréttum bauð sjávarútvegsráðherra starfsmönnum 3 milljónir í flutningsstyrk tækju þeir ákvörðun um að flytjast til Akureyrar með stofnuninni. Á sama tíma ætlar annar ráðherra í þessari blessaðri ríkistjórn að loka þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Húsavík. Read more „Ga, ga stjórnsýsla“Hafa áhyggjur af stöðu mála – veiðiheimildir tapast
Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar fyrir helgina kom fram að menn hafa miklar áhyggjur af þeim mikla flutningi sem verið hefur á aflaheimildum frá Húsavík í önnur byggðalög. Þar eru menn að horfa til þess að sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hf. í Grindavík fór með verulegan kvóta úr bænum þegar þeir tóku ákvörðun um að hætta starfsemi á Húsavík í vor og þá hafa nokkrir kvótahafar á félagssvæði Framsýnar selt veiðiheimildirnar í burtu af svæðinu. Read more „Hafa áhyggjur af stöðu mála – veiðiheimildir tapast“Fleiri kostir í boði í gistingu
Stéttarfélögin hafa samið við Reykjavík Lights hótel í Reykjavík um gistingu á hagstæðu verði fyrir félagsmenn. Hótelið stendur við Suðurlandsbraut og var nýlega tekið í notkun og er þriggja stjörnu hótel. Read more „Fleiri kostir í boði í gistingu“Ár Þingeyinga – Freyju Dögg heim!!
Kínverjar eru þekktir fyrir sín tímatöl s.s. ár drekans, ár boðberans, ár Grímsstaða og svo framvegis. Varðandi ráðningar hér norðan heiða í lykilstöður á vegum ríkisins er hins vegar hægt að tala um ár Þingeyinga þegar horft er til þess hverjir hafa valist í þessar mikilvægu stöður í fjórðungnum. Á hliðarlínunni sitja forráðamenn Akureyrar með sárt ennið og sleikja sárin þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um að Norðurland sé eitt atvinnusvæði. Já tárin streyma niður vota vanganna. Read more „Ár Þingeyinga – Freyju Dögg heim!!“Hart tekist á um kjaramál
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ var gestur á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar í gær. Fulltrúum frá Þingiðn, félagi iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum og Verkalýðsfélagi Þórshafnar var einnig boðið að sitja fundinn. Óhætt er að segja að fundurinn hafi verið fjörlegur en hann stóð yfir í tæpa þrjá tíma. Read more „Hart tekist á um kjaramál“Hjarta ríkistjórnarinnar slær ekki með verkafólki
Hörð gagnrýni kom fram á fjárlagafrumvarp ríkistjórnarinnar á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar í gær. Eftir miklar og góðar umræður um málið var eftirfarandi ályktun samþykkt. Sjá ályktunina: Read more „Hjarta ríkistjórnarinnar slær ekki með verkafólki“Fundaði með Vinnumálastofnun
Formaður Framsýnar átti fund með forstjóra og lögfræðingi Vinnumálastofnunar í gær í Reykjavík. Þar fór hann yfir óánægju félagsins með ákvörðun stofnunarinnar að hætta starfsemi á Húsavík 1. desember n.k. Fundurinn var vinsamlegur en engin niðurstaða varð á fundinum. Read more „Fundaði með Vinnumálastofnun“Samið við Keahótel ehf
Stéttarfélögin hafa gengið frá áframhaldandi samningi við Keahótel um sérstök afsláttarkjör fyrir félagsmanna til viðbótar niðurgreiðslum frá félögunum. Hótelin sem verða í boði eru; Hótel Kea og Hótel Norðurland á Akureyri og Reykjavík Lights í Reykjavík. Stéttarfélögin hafa ekki áður boðið félagsmönnum upp á gistingu á Reykjavík Lights. Read more „Samið við Keahótel ehf“Samhent fjölskylda
Eins og fram hefur komið eru göngur og réttir í fullum gangi í Þingeyjarsýslum. En það eru ekki bara bændur sem standa vaktina. Hér má sjá hjónin Róbert Skarphéðinsson og Ágústu Pálsdóttur sem fönguðu lamb eftir töluverðan eltingaleik við Orkustöðina á Húsavík ásamt dóttir þeirra sem ber nafnið Jana Björg Róbertsdóttir. Lambið reyndist vera úr Laxamýri. Read more „Samhent fjölskylda“Bændur í Aðaldal sælir og glaðir
Það var mikil stemning í Hraunsrétt í gær þegar bændur í Aðaldal réttuðu í yndislegu veðri. Sjá myndir: Read more „Bændur í Aðaldal sælir og glaðir“
Viðræður við Keahótel
Stéttarfélögin eiga í viðræðum við Keahótel um endurnýjun á samningi félaganna og hótelkeðjunar um afsláttarkjör fyrir félagsmenn sem gista á hótelum á þeirra vegum á Akureyri og í Reykjavík. Reiknað er með að samningar takist, jafnvel, síðar í dag. Frekari fréttir koma um leið og samningar hafa tekist.
Myndbrot um mannlífið á Húsavík
Hér má sjá myndbrot frá göngum og réttum sem fram fóru um helgina er frístundabændur og búalið á Húsavík gengu á fjöll og smöluðu fé úr afrétti Húsvíkinga. Þeir bræður Rafnar Orri og Harry Bjarki Gunnarssynir vinna nú að gerð heimildarmyndar um samfélagið á Húsavík þar sem komið verður inn á atvinnumál, menningu, íþróttir og mannlíf á svæðinu. Þeir gengu á fjöll um helgina og mynduðu frístundabændur á Húsavík við sín störf sem fylgja haustinu, það er göngur og réttir. Um er að ræða dýrmæta heimild sem á eftir að lifa lengi.Formannafundi SGS lokið
Formenn og varaformenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hittust á tveggja daga fundi á Ísafirði dagana 9. og 10. september. Til umfjöllunar voru hefðbundin mál og dagskrá vetrarins en auk þess var sérstaklega fjallað um vinnustaðaeftirlit og mansal á vinnumarkaði. Read more „Formannafundi SGS lokið“Beðið eftir fundi með ráðherra
Frábær ferð til Færeyja
Félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum sem fóru í haustferð félaganna til Færeyja eru himinlifandi yfir ferðinni og móttökunum í Færeyjum. Fararstjórar voru Sveinn Sigurhjartarson og Aðalsteinn Á. Baldursson. Read more „Frábær ferð til Færeyja“Vísindamenn heilsuðu upp á formann Framsýnar
Tveir vísindamenn, sjávarvistfræðingur og mannfræðingur, frá háskólanum í A Coruna í Galísíu á Norður-Spáni komu til Húsavíkur í gær til að hitta formann Framsýnar, Aðalstein Á. Baldursson. Með þeim í för var Níels Einarsson forstöðumaður stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri. Read more „Vísindamenn heilsuðu upp á formann Framsýnar“
