Töluverð aukning hefur verið í umferð um Húsavíkurflugvöll allt frá því að Flugfélagið Ernir tók ákvörðun um að hefja áætlunaflug frá Reykjavík til Húsavíkur vorið 2012. Alls flugu um 6500 farþegar með flugfélaginu árið 2012. Þeim fjölgaði árið 2013 í 9800 farþega og í ár stefnir í yfir 11000 farþega um Húsavíkurflugvöll. Þessari fjölgun ber ekki síst að þakka samningi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum við flugfélagið. Samkomulagið tryggir félagsmönnum flugfargjöld á viðráðanlegu verði eða kr. 7500.
Farþegum um Húsavíkurflugvöll fjölgar stöðugt milli ára.