Vinnustaðarölt um Þórshöfn

Formanni Framsýnar, Aðalsteini Árna Baldurssyni, var boðið í vinnustaðaheimsóknir á Þórshöfn í gær. Með í för var Kristín Kristjánsdóttir starfsmaður Verkalýðsfélags Þórshafnar. Komið var við hjá Langanesbyggð, Samkaupum, Samskipum, Naustinu, frystihúsi ÍV og leikskólanum á Þórshöfn. Gestunum var alls staðar vel tekið en nokkuð var um veikindi á vinnustöðum. Sjá myndir: Read more „Vinnustaðarölt um Þórshöfn“

130 einstaklingar án atvinnu á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

Skráð atvinnuleysi á landinu öllu var 3,6% í janúar. Að meðaltali voru 5.727 atvinnulausir og fjölgaði þeim um 97 milli mánaða. Hlutfallslegt atvinnuleysi á Norðurlandi eystra var nokkuð hátt eða 3,8%. Aðeins á Suðurnesjunum var hærra atvinnuleysi eða 5,8% af áætluðum mannafla. Read more „130 einstaklingar án atvinnu á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum“

Formaður Framsýnar gestur á Þórshöfn

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, verður á Þórshöfn á morgun í boði Verkalýðsfélags Þórshafnar. Hann mun fara milli vinnustaða og heimsækja starfsmenn auk þess að spjalla við þá félagsmenn sem hafa óskað eftir að hitta Aðalstein í ferðinni. Nánar verður fjallað um ferðina á heimasíðunni síðar í þessari viku. Read more „Formaður Framsýnar gestur á Þórshöfn“

„Utanvegahlaup ársins 2014″

Hlaup.is hefur nú tekið saman einkunnir sem hlauparar gáfu hlaupum ársins 2014. Hlaupunum er skipt niður í tvo flokka, götuhlaup og utanvegahlaup. Hæsta einkunn í hvorum flokki fyrir sig skilar titlinum „Götuhlaup ársins 2014“ og „Utanvegahlaup ársins 2014“. Að baki valinu eru rétt rúmlega 1400 einkunnir þar sem hinum ýmsum þáttum hlaupanna eru gefin stig. Read more „„Utanvegahlaup ársins 2014″“

Staðan metin – Heimsókn til formanns VA

Formenn Framsýnar og Verkalýðsfélags Akraness hittust í vikunni og fóru yfir stöðuna í kjaramálum, orlofsmálum og verkalýðsmálum almennt. Ekki þarf að taka fram að fundurinn hafi verið vinsamlegur þar sem mjög gott samstarf hefur verið milli félaganna í gegnum tíðina sem tekið hefur verið eftir. Þessi fundur var enginn undantekning frá því. Read more „Staðan metin – Heimsókn til formanns VA“

“Grundvallaratriði að fólk geti lifað af dagvinnulaunum”

„Það þarf nauðsynlega að hækka lægstu launin og einnig leggjum við áherslu á að launatöflurnar verði endurskoðaðar, þannig að meira tillit verði tekið til starfsaldurs og álags. Fólk með tuttugu ára starfsreynslu er til dæmis rétt fyrir ofan byrjunarlaun, munurinn er allt of lítill,“ segir Jóna Matthíasdóttir formaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar stéttarfélags. Read more „“Grundvallaratriði að fólk geti lifað af dagvinnulaunum”“

Um 3,4 milljónum úthlutað til félagsmanna

Stjórn Sjúkrasjóðs Framsýnar kom saman fyrir helgina og tók fyrir umsóknir félagsmanna um styrki úr sjúkrasjóði félagsins fyrir janúar mánuð. Um er að ræða umsóknir um sjúkradagpeninga vegna veikinda, fæðingarstyrki, útfararstyrki og styrki vegna heilsuræktar, sjúkraþjálfunar, gleraugnakaupa og svo framvegis og framvegis m.v. reglugerð sjóðsins. Read more „Um 3,4 milljónum úthlutað til félagsmanna“