Á síðustu árum hefur töluverð uppbygging verið á Þórshöfn enda öflugt atvinnulíf á staðnum sem tengist ekki síst starfsemi Ísfélags Vestmannaeyja. Uppbyggingin kallar ekki síst á nýjan leikskóla enda núverandi leikskóli kominn til ára sinna. Read more „Vilja nýjan leikskóla“
Sungið og sungið og sungið
Börn á öllum aldri litu við á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag og sungu eins og enginn væri morgundagurinn. Starfsfólk stéttarfélaganna þakkar öllum fyrir komuna. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í dag, það er á Öskudaginn. Read more „Sungið og sungið og sungið“
Allt fullt af loðnu
Það hefur mikið verið að gera hjá starfsfólki Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn. Þegar fulltrúar stéttarfélaganna voru á ferðinni í gær var verið að landa úr norsku skipi um 850 tonnum af loðnu sem fóru til vinnslu hjá fyrirtækinu. Read more „Allt fullt af loðnu“
Vinnustaðarölt um Þórshöfn
Formanni Framsýnar, Aðalsteini Árna Baldurssyni, var boðið í vinnustaðaheimsóknir á Þórshöfn í gær. Með í för var Kristín Kristjánsdóttir starfsmaður Verkalýðsfélags Þórshafnar. Komið var við hjá Langanesbyggð, Samkaupum, Samskipum, Naustinu, frystihúsi ÍV og leikskólanum á Þórshöfn. Gestunum var alls staðar vel tekið en nokkuð var um veikindi á vinnustöðum. Sjá myndir: Read more „Vinnustaðarölt um Þórshöfn“
130 einstaklingar án atvinnu á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum
Skráð atvinnuleysi á landinu öllu var 3,6% í janúar. Að meðaltali voru 5.727 atvinnulausir og fjölgaði þeim um 97 milli mánaða. Hlutfallslegt atvinnuleysi á Norðurlandi eystra var nokkuð hátt eða 3,8%. Aðeins á Suðurnesjunum var hærra atvinnuleysi eða 5,8% af áætluðum mannafla. Read more „130 einstaklingar án atvinnu á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum“
LÍV leggur fram launakröfur vegna komandi kjarasamninga
Landssamband ísl. verzlunarmanna, LÍV, kynnti Samtökum atvinnulífsins launkröfur sínar í komandi kjarasamningum á fundi þann 13. febrúar. Read more „LÍV leggur fram launakröfur vegna komandi kjarasamninga“
Formaður Framsýnar gestur á Þórshöfn
Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, verður á Þórshöfn á morgun í boði Verkalýðsfélags Þórshafnar. Hann mun fara milli vinnustaða og heimsækja starfsmenn auk þess að spjalla við þá félagsmenn sem hafa óskað eftir að hitta Aðalstein í ferðinni. Nánar verður fjallað um ferðina á heimasíðunni síðar í þessari viku. Read more „Formaður Framsýnar gestur á Þórshöfn“
Íslenska lífeyrissjóðakerfið stenst stefnumarkandi tilmæli OECD
Fjármálaeftirlitið og Landssamtök lífeyrissjóða kynntu þann 4. febrúar sl. helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar en rannsókn þessi var hluti fjölþjóðlegs verkefnis með samræmdri aðferðarfræði um nægjanleika lífeyris í ríkjum Efnahags og framfarastofnun Evrópu, OECD. Read more „Íslenska lífeyrissjóðakerfið stenst stefnumarkandi tilmæli OECD“
Samninganefnd SGS á fundum í dag
Í dag fara fram viðræður milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins um endurskoðun á gildandi kjarasamningi aðila. Eins og fram hefur komið er mikill ágreiningur milli aðila um kröfugerðina. Read more „Samninganefnd SGS á fundum í dag“
Framsýn til Finnlands í september
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar ásamt starfsmönnum stéttarfélaganna stefna að því að fara til Finnlands í haust á eigin vegum. Til stendur að heimsækja finnsku verkalýðshreyfinguna sem hefur boðist til að taka á móti gestunum úr Þingeyjarsýslu. Read more „Framsýn til Finnlands í september“
Góð fjárfesting í íbúðum
Það er alveg ljóst að það var góð fjárfesting sem Framsýn og Þingiðn réðust í þegar stéttarfélögin fjárfestu í Þorrasölum í Kópavogi. Félagsmenn hafa almennt verið ánægðir með íbúðirnar auk þess sem þær hafa hækkað verulega í verði frá því að félögin eignuðust þær sumarið 2012. Read more „Góð fjárfesting í íbúðum“
„Utanvegahlaup ársins 2014″
Hlaup.is hefur nú tekið saman einkunnir sem hlauparar gáfu hlaupum ársins 2014. Hlaupunum er skipt niður í tvo flokka, götuhlaup og utanvegahlaup. Hæsta einkunn í hvorum flokki fyrir sig skilar titlinum „Götuhlaup ársins 2014“ og „Utanvegahlaup ársins 2014“. Að baki valinu eru rétt rúmlega 1400 einkunnir þar sem hinum ýmsum þáttum hlaupanna eru gefin stig. Read more „„Utanvegahlaup ársins 2014″“
Efnilegir unglingar í heimsókn
Nýlega kom góður hópur unglinga úr Borgarhólsskóla ásamt tveimur kennurum í heimsókn til stéttarfélaganna á Húsavík. Forstöðumaður skrifstofunnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, fór yfir starfsemi félaganna og svaraði fyrirspurnum frá nemendum skólans. Read more „Efnilegir unglingar í heimsókn“
Staðan metin – Heimsókn til formanns VA
Formenn Framsýnar og Verkalýðsfélags Akraness hittust í vikunni og fóru yfir stöðuna í kjaramálum, orlofsmálum og verkalýðsmálum almennt. Ekki þarf að taka fram að fundurinn hafi verið vinsamlegur þar sem mjög gott samstarf hefur verið milli félaganna í gegnum tíðina sem tekið hefur verið eftir. Þessi fundur var enginn undantekning frá því. Read more „Staðan metin – Heimsókn til formanns VA“
“Grundvallaratriði að fólk geti lifað af dagvinnulaunum”
„Það þarf nauðsynlega að hækka lægstu launin og einnig leggjum við áherslu á að launatöflurnar verði endurskoðaðar, þannig að meira tillit verði tekið til starfsaldurs og álags. Fólk með tuttugu ára starfsreynslu er til dæmis rétt fyrir ofan byrjunarlaun, munurinn er allt of lítill,“ segir Jóna Matthíasdóttir formaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar stéttarfélags. Read more „“Grundvallaratriði að fólk geti lifað af dagvinnulaunum”“
Um 3,4 milljónum úthlutað til félagsmanna
Stjórn Sjúkrasjóðs Framsýnar kom saman fyrir helgina og tók fyrir umsóknir félagsmanna um styrki úr sjúkrasjóði félagsins fyrir janúar mánuð. Um er að ræða umsóknir um sjúkradagpeninga vegna veikinda, fæðingarstyrki, útfararstyrki og styrki vegna heilsuræktar, sjúkraþjálfunar, gleraugnakaupa og svo framvegis og framvegis m.v. reglugerð sjóðsins. Read more „Um 3,4 milljónum úthlutað til félagsmanna“
Ánægð með viðtökurnar
Ný Vínbúð var opnuð á Kópaskeri í lok síðasta árs. Búðin er staðsett innaf versluninni Skerjakollu að Bakkagötu 10, en hún er í flokki minnstu Vínbúðanna. ÁTVR rekur nú 49 Vínbúðir um allt land. Read more „Ánægð með viðtökurnar“
300 þúsund krónur á mánuði sanngjörn krafa
Starfsgreinasamband Íslands afhenti Samtökum atvinnulífsins fyrr í vikunni kröfugerð sína vegna komandi kjaraviðræðna. Samninganefnd sambandsins hefur samningsumboð sextán aðildarfélaga, þeirra á meðal er Framsýn, stéttarfélag. Read more „300 þúsund krónur á mánuði sanngjörn krafa“
Kóngurinn á Raufarhöfn
Forsvarsmenn Framsýnar og GPG funduðu á Raufarhöfn í gær um starfsemina á Raufarhöfn þar sem fyrirtækið rekur öfluga fiskvinnslu sem hefur verið að eflast ár frá ári. Farið var almennt yfir starfsemina og kaupaukakerfið í húsinu. Read more „Kóngurinn á Raufarhöfn“
Við látum ekki traðka á okkur mikið lengur voru skilaboð fundarmanna.
Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar var haldinn í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut, fimmtudaginn 29. janúar 2015 og hófst hann kl. 20:00. Gestur fundarins er Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar. Read more „Við látum ekki traðka á okkur mikið lengur voru skilaboð fundarmanna.“