Klukkan 24:00 í gærkvöldi lauk atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á vegum aðildarfélaga Starfsgreinasambands þar á meðal Framsýnar. Óhætt er að segja að útkoman sé glæsileg þar sem um 96% félagsmanna Framsýnar samþykkti verkfallsboðunina varðandi þá tvo kjarasamninga sem atkvæðagreiðslan náði til. Read more „Glæsileg niðurstaða – 96% félagsmanna klárir í átök“
Vatn rennur út úr báðum endum
Mikið af vatni hefur flætt inn í Vaðlaheiðargöng eftir að vatnsæð opnaðist í gönunum á föstudag. Vatnsflaumurinn er austanmegin í göngunum í Fnjóskadal. Æð með heitu vatni opnaðist í fyrra vestan megin í göngunum en nú er vatnið kalt og meira flæðir nú en þá. Read more „Vatn rennur út úr báðum endum“
Settust hjá verkalýðsleiðtogunum
Verkalýðsforingjarnir og félagarnir Aðalsteinn Á. Baldursson og Vilhjálmur Birgisson þáðu boð Samtaka atvinnulífsins og sóttu ársfund samtakana sem haldinn var í Hörpu fyrir helgina. Read more „Settust hjá verkalýðsleiðtogunum“
Starfsgreinasambandið í forystuhlutverki sambanda ASÍ
Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með samstöðunni sem ríkt hefur innan aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins í þeim kjaraviðræðum sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði. Read more „Starfsgreinasambandið í forystuhlutverki sambanda ASÍ“
Komu víða við
Formaður og varaformaður Framsýnar komu víða við í vinnustaðaheimsóknum fyrir helgina. Þau áttu erindi til Akureyrar og notuðu tækifærið og heilsuðu upp á Ragnar og samstarfsmenn í JMJ sem er með betri fataverslunum landsins. Fulltrúum Framsýnar var vel tekið og boðið upp á kaffi, konfekt og fleiri góðar veitingar. Read more „Komu víða við“
Farið yfir stöðuna í Vaðlaheiðargöngum
Fulltrúar Framsýnar tóku hús á starfsmönnum og yfirmanni Vaðlaheiðargangna á verkstað í gær. Hluti starfsmanna eða um helmingur er í Framsýn. Búið er að bora um 56% af göngunum, sem gera um 4,1 km. Þar af er búið að grafa 2,7 km Eyjafjarðar megin og 1,4 km austan megin. Read more „Farið yfir stöðuna í Vaðlaheiðargöngum“
Góð kjörsókn hjá Framsýn
Félagsmenn Framsýnar hafa verið duglegir að kjósa um verkfallsboðun. Hægt verður að kjósa til kl. 24:00 næsta mánudag. Afar mikilvægt er að allir félagsmenn Framsýnar greiði atkvæði. Látum ekki Samtök atvinnulífsins komast upp að sína verkafólki fingurinn, það er 3,5% launahækkun sem gerir um 7000 krónur á mánuði. Nei takk!!
Segja kröfu um 300.000 króna lágmarkslaun léttvæga
Framsýn, stéttarfélag samþykkti í morgun að senda frá sér svohljóðandi ályktun um stöðu kjaraviðræðna á almenna vinnumarkaðinum. Samtök atvinnulífsins bjóða 3,5% launahækkun meðan stjórnendur fyrirtækja taka til sín tugi prósenta í launahækkanir þessa dagana. Sjá ályktun: Read more „Segja kröfu um 300.000 króna lágmarkslaun léttvæga“
Félagar greiðum atkvæði um boðun verkfalls
Afar mikilvægt er að félagsmenn greiði atkvæði með boðun verkfalls. Atkvæðagreiðsla stendur yfir og eiga allir að hafa fengið kjörgögn. Atkvæðagreiðslan er rafræn. Ef það er einhver sem telur sig hafa rétt til að kjósa en hefur ekki fengið kjörgögn er viðkomandi beðin(n) að setja sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna strax. Read more „Félagar greiðum atkvæði um boðun verkfalls“
Vilt þú vera fulltrúi Framsýnar á ársfundi Lsj. Stapa?
Ársfundur Lsj. Stapa verður haldinn miðvikudaginn 29. apríl í Hofi á Akureyri og hefst kl. 14:00. Framsýn á rétt á 11 fulltrúum á ársfundinn. Félagsmenn sem jafnframt eru greiðendur til sjóðsins er velkomið að gefa sig fram sem fulltrúar Framsýnar á ársfundinn. Read more „Vilt þú vera fulltrúi Framsýnar á ársfundi Lsj. Stapa?“
Þegar piparkökur bakast………….
Það er alltaf ánægjulegt fyrir gesti að koma í mötuneytið í Reykjahlíðarskóla. Brosandi starfstúlkur tendra fram heimsins besta mat og meðlæti fyrir nemendur, starfsmenn og gesti skólans. Hér eru þær samankomnar á einni mynd, Þórunn Birna Ragnarsdóttir, Ingunn Guðbjörnsdóttir og Þórdís Jónsdóttir. Frábærar konur í alla staði. Read more „Þegar piparkökur bakast………….“
Umræða tekin um kjaramál
Eins og fram kemur í frétt á heimasíðunni fyrr í dag var formanni Framsýnar Aðalsteini Árna boðið í heimsókn í GPG í gær, fimmtudag. Formaður fór yfir stöðuna í kjaraviðræðunum við Samtök atvinnulífsins og boðaðar aðgerðir félagsins til að knýja á um launahækkanir til félagsmanna. Read more „Umræða tekin um kjaramál“
Allt klárt fyrir atkvæðagreiðsluna
Starfsmenn stéttarfélaganna og aðstoðarfólk hafa unnið að því í dag að ganga frá kjörgögnum vegna atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls. Kjörgögnin fóru í póst rétt fyrir lokun hjá póstafgreiðslunni á Húsavík og munu berast um 500 félagsmönnum Framsýnar eftir helgina. Read more „Allt klárt fyrir atkvæðagreiðsluna“
Líf og fjör í Reykjahlíðarskóla
Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, tók daginn snemma í morgun og fór í heimsókn í Reykjahlíðarskóla. Skólinn er öflugur grunnskóli í Mývatnssveit. Markmiðið með heimsókninni var að fræða elstu nemendur skólans um vinnumarkaðinn og tilgang stéttarfélaga. Fjörugar umræður sköpuðust milli nemendanna og verkalýðsforingjans. Að sögn formannsins voru nemendurnir einstaklega skemmtilegir og hressir. Sjá myndir: Read more „Líf og fjör í Reykjahlíðarskóla“
Allt í fullum gangi hjá GPG-Fiskverkun
Formanni Framsýnar var boðið í gær að heimsækja fiskverkun GPG á Húsavík sem er með öflugri vinnustöðum á Húsavík. Vinnslan var skoðuð auk þess sem formaður sat fyrir svörum á fundi með starfsmönnum. Um þessar mundir starfa um 40 manns hjá fyrirtækinu á Húsavík, það er í landvinnslu. Fyrirtækið er einnig með starfstöðvar á Snæfellsnesinu og á Raufarhöfn auk þess að halda úti útgerð. Hér má sjá nokkrar myndir úr heimsókninni. Read more „Allt í fullum gangi hjá GPG-Fiskverkun“
Hvað er svalara en að standa á toppnum?
Það er mikil áskorun að klífa fjöll, hafa heiminn fyrir fótum sér og ekki skemmir að útsýnið er oftast einstakt frá hæstu tindum. Oft eru menn á síðustu dropunum og fjölmargir svitadropar hafa fallið þegar markmiðinu hefur verið náð. Read more „Hvað er svalara en að standa á toppnum?“
Athyglisvert frumvarp – jöfnun húshitunarkostnaðar

Rafræn atkvæðagreiðsla að hefjast
Samninganefnd Framsýnar sem skipuð er stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins samþykkti rétt í þessu að hefja rafræna atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um boðun verkfalls en fundinum var að ljúka. Kjörgögn munu berast félagsmönnum í byrjun næstu viku og stendur atkvæðagreiðslan til kl. 24:00 þann 20. apríl. Read more „Rafræn atkvæðagreiðsla að hefjast“
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar fundar á þriðjudaginn
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kemur saman til fundar á morgun, þriðjudag 7. apríl kl 17:00 í fundarsal félagsins. Mörg mál eru á dagskrá fundarins. Sjá dagskrá: Read more „Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar fundar á þriðjudaginn“
Hækkun til ríkisstarfsmanna innan Framsýnar
Í samkomulagi sem Starfsgreinasamband Íslands undirritaði við Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs 1. apríl 2014 var sérstaklega samið um eingreiðslu til handa þeim þeim starfsmönnum sem heyra undir kjarasamning SGS við ríkið sem Framsýn á aðild að. Eingreiðslan nemur 20.000 kr. og átti að greiðast þann 1. apríl síðastliðin. Read more „Hækkun til ríkisstarfsmanna innan Framsýnar“