Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hjá verslunar- og skrifstofufólki

Félagsmenn í aðildarfélögum LÍV, þar sem taldir félagsmenn í Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar, hafa verið samningslausir í tvo mánuði. Þar sem ekki náðist sátt við atvinnurekendur um grundvöll nýs kjarasamnings vísuðu stéttarfélögin deilum sínum til ríkissáttasemjara þann 17. apríl sl. Read more „Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hjá verslunar- og skrifstofufólki“

Formaður tekur þátt í verkfallsvörslu og þiggur ekki laun í verkfallinu

Formaður Framsýnar gaf út á félagsfundi á dögunum að hann ætlaði sér að sýna fulla samstöðu með félagsmönnum og leggja niður vinnu þá daga sem boðað verkfall næði yfir og gegna þess í stað verfallsvörslu. Hann verður því launalaus þessa daga eins og þeir félagsmenn sem verkfallið nær yfir. Read more „Formaður tekur þátt í verkfallsvörslu og þiggur ekki laun í verkfallinu“

Framsýn kemur saman til fundar

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar hefur verið kölluð saman til fundar fimmtudaginn 7. maí kl. 17:00. Fundurinn verður í fundarsal stéttarfélaganna. Kjaramál verða umfangsmikil á fundinum enda standa yfir kjaradeilur við Samtök atvinnulífsins.

Staðan tekin í dag

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands kemur saman til fundar í dag kl. 14:00 íReykjavík. Tilgangur fundarins er að fara yfir stöðuna og fund sem haldinn verður með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins á morgun, þriðjudag. Formaður Framsýnar tekur þátt í fundinum fyrir hönd félagsins.

Svipmyndir frá hátíðarhöldunum

Hér má sjá svipmyndir frá hátíðarhöldunum á Húsavík sem snillingurinn Rafnar Orri Gunnarsson tók saman en hann sá um að taka hátíðarhöldinn upp í gær. Sjá má afraksturinn hér á heimasíðunni í þremur myndböndum.

Framsýn hefur gengið frá níu kjarasamningum

Fram kom í ræðu formanns Framsýnar á hátíðarhöldunum 1. maí að félagið hefði þegar samið við níu fyrirtæki á félagssvæðinu. Viðræður væru í gangi við fleiri fyrirtæki og reiknaði Aðalsteinn með því að undirrita nokkra samninga til viðbótar eftir helgina. Það er áður en tveggja daga verkfall hefst í næstu viku það er 6  og 7. maí. Read more „Framsýn hefur gengið frá níu kjarasamningum“