Glæsileg niðurstaða – 96% félagsmanna klárir í átök

Klukkan 24:00 í gærkvöldi lauk atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á vegum aðildarfélaga Starfsgreinasambands þar á meðal Framsýnar. Óhætt er að segja að útkoman sé glæsileg þar sem um 96% félagsmanna Framsýnar samþykkti verkfallsboðunina varðandi þá tvo kjarasamninga sem atkvæðagreiðslan náði til. Read more „Glæsileg niðurstaða – 96% félagsmanna klárir í átök“

Komu víða við

Formaður og varaformaður Framsýnar komu víða við í vinnustaðaheimsóknum fyrir helgina. Þau áttu erindi til Akureyrar og notuðu tækifærið og heilsuðu upp á Ragnar og samstarfsmenn í JMJ sem er með betri fataverslunum landsins. Fulltrúum Framsýnar var vel tekið og boðið upp á kaffi, konfekt og fleiri góðar veitingar. Read more „Komu víða við“

Góð kjörsókn hjá Framsýn

Félagsmenn Framsýnar hafa verið duglegir að kjósa um verkfallsboðun. Hægt verður að kjósa til kl. 24:00 næsta mánudag. Afar mikilvægt er að allir félagsmenn Framsýnar greiði atkvæði. Látum ekki Samtök atvinnulífsins komast upp að sína verkafólki fingurinn, það er 3,5% launahækkun sem gerir um 7000 krónur á mánuði. Nei takk!!

Félagar greiðum atkvæði um boðun verkfalls

Afar mikilvægt er að félagsmenn greiði atkvæði með boðun verkfalls. Atkvæðagreiðsla stendur yfir og eiga allir að hafa fengið kjörgögn. Atkvæðagreiðslan er rafræn. Ef það er einhver sem telur sig hafa rétt til að kjósa en hefur ekki fengið kjörgögn er viðkomandi beðin(n) að setja sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna strax. Read more „Félagar greiðum atkvæði um boðun verkfalls“

Líf og fjör í Reykjahlíðarskóla

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, tók daginn snemma í morgun og fór í heimsókn í Reykjahlíðarskóla. Skólinn er öflugur grunnskóli í Mývatnssveit. Markmiðið með heimsókninni var að fræða elstu nemendur skólans um vinnumarkaðinn og tilgang stéttarfélaga. Fjörugar umræður sköpuðust milli nemendanna og verkalýðsforingjans. Að sögn formannsins voru nemendurnir einstaklega skemmtilegir og hressir. Sjá myndir: Read more „Líf og fjör í Reykjahlíðarskóla“

Allt í fullum gangi hjá GPG-Fiskverkun

Formanni Framsýnar var boðið í gær að heimsækja fiskverkun GPG á Húsavík sem er með öflugri vinnustöðum á Húsavík. Vinnslan var skoðuð auk þess sem formaður sat fyrir svörum á fundi með starfsmönnum. Um þessar mundir starfa um 40 manns hjá fyrirtækinu á Húsavík, það er í landvinnslu. Fyrirtækið er einnig með starfstöðvar á Snæfellsnesinu og á Raufarhöfn auk þess að halda úti útgerð. Hér má sjá nokkrar myndir úr heimsókninni. Read more „Allt í fullum gangi hjá GPG-Fiskverkun“

Athyglisvert frumvarp – jöfnun húshitunarkostnaðar

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að jafna húshitunarkostnað á landinu. Samkvæmt frumvarpinu verður kostnaður við flutning og dreifingu rafmagns vegna húshitunar hjá þeim sem ekki eiga kost á hitun með jarðvarma að fullu niðurgreiddur frá og með byrjun næsta árs. Read more „Athyglisvert frumvarp – jöfnun húshitunarkostnaðar“

Hækkun til ríkisstarfsmanna innan Framsýnar

Í samkomulagi sem Starfsgreinasamband Íslands undirritaði við Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs 1. apríl 2014 var sérstaklega samið um eingreiðslu til handa þeim þeim starfsmönnum sem heyra undir kjarasamning SGS við ríkið sem Framsýn á aðild að. Eingreiðslan nemur 20.000 kr. og átti að greiðast þann 1. apríl síðastliðin. Read more „Hækkun til ríkisstarfsmanna innan Framsýnar“