Í dag og síðustu daga hefur verið frábært veður á Húsavík. Óskandi er að svo verði áfram næstu vikurnar og mánuðina.

Stjórn Framsýnar hefur samþykkt að senda frá sér ályktun um Húsavíkurflugvöll og hvetja til þess að hafist verði handa þegar í stað við lagfæringar á flugvellinum. Read more „Framsýn ályktar um Húsavíkurflugvöll“
Stéttarfélögin leggja mikið upp úr öflugu eftirliti á Þeistareykjum með kjörum og aðbúnaði starfsmanna. Nokkur mál hafa komið upp sem tekin hafa verið til skoðunar og unnið er að lausn þeirra með viðkomandi verktökum. Read more „Mikið eftirlit á Þeistareykjum“
Verkalýðsforinginn Sonja J. Jógvansdóttir var kjörin á Færeyska löggjafaþingið í kosningunum sem fram fóru um síðustu helgi. Þess má geta að Sonja er fyrsti samkynhneigði þingmaður Færeyja. Hér má lesa viðtal við hana sem DV tók þegar úrslitin voru klár: Read more „Til hamingju Sonja“
Flugfélagið Ernir hefur nú bætt enn frekar við áætlunarflugið milli Húsavíkur og Reykjavíkur og er með fastar 12 ferðir í viku. Einnig verða möguleikar á aukaferðum og er flugfélagið að gera ráð fyrir 14-16 ferðum í viku í vetur. Read more „Mikil aukning í flugi“
Starfsmannafélag Húsavíkur stóð fyrir félagsfundi 27. ágúst um málefni félagsmanna. Fundurinn samþykkti að senda frá sér svohljóðandi ályktun um aðstæður og stöðu starfsmanna Norðurþings: Read more „STH kallar eftir nánara samstarfi um starfsmannamál“
Framsýn og Flugfélagið Ernir eiga nú í viðræðum um endurnýjun á samningi félaganna um sérstök afsláttarkjör fyrir félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Viðræður hafa staðið yfir síðustu daga og vonandi verður hægt að segja frá nýjum samningi í næstu viku. Read more „Viðræður í gangi“
Fulltrúar frá Landsneti funduðu í gær með forsvarsmönnum Framsýnar og Þingiðnar um fyrirhugaðar framkvæmdir fyrirtækisins á svæðinu sem koma til með að kosta um 8 milljarða. Read more „Landsnet óskar eftir góðu samstarfi“
Hér koma fleiri myndir úr sumarferð stéttarfélaganna um síðustu helgi: Read more „Myndir úr sumarferðinni“
Sumarferð stéttarfélaganna að Holuhrauni var farin um helgina. Ferðin tókst í alla staði mjög vel, frábær hópur, gott veður, magnaður fararstjóri og síðast en ekki síst öruggur og ljúfur bílstjóri. Þegar allt þetta fer saman geta svona ferðir ekki klikkað. Sjá myndir, fleiri myndir birtast á morgun: Read more „Frábær sumarferð“
Landsnet hefur orðið við beiðni Framsýnar um fund um framkvæmdir fyrirtækisins sem tengjast línulögn frá Þeistareykjum með tengingu við Kröflu á iðnaðarsvæðið á Bakka. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 25. ágúst í fundarsal stéttarfélaganna. Read more „Stéttarfélögin funda með Landsneti“
Stjórn Framsýnar kemur saman til fundar miðvikudaginn 26. ágúst kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Read more „Fundur í stjórn Framsýnar“
Starfsfólk Skrifstofu stéttarfélaganna leggur mikið upp úr því að þjónusta vel þá fjölmörgu starfsmenn sem þegar eru komnir vegna framkvæmdanna á svæðinu er tengist uppbyggingunni á Bakka. Mývetningurinn Friðrik Steingrímsson er einn af þeim fjölmörgu starfsmönnum sem vinna á Þeistareykum og er auk þess hagyrðingur góður. Read more „Svo orti Friðrik“
Stjórn Fræðslusjóðsins Landsmenntar fundaði á Húsavík í gær. Auk þess að funda um fyrirliggjandi umsóknir um styrki til starfsmenntunar í atvinnulífinu gerði stjórnin sér ferð í Þekkingarnet Þingeyinga og á Þeistareyki til að fræðast um starfsemi ÞÞ og framkvæmdirnar á Þeistareykjum. Read more „Stjórn Landsmenntar fundaði á Húsavík“
Ekki þarf að koma á óvart að lítið atvinnuleysi er í Þingeyjarsýslum enda mikið um framkvæmdir og þá er ferðaþjónustan í miklum blóma um þessar mundir og sláturtíðin hjá Norðlenska og Fjallalambi framundan. Read more „Lítið atvinnuleysi í Þingeyjarsýslum“
Pólskir starfsmenn sem starfa á Þeistareykjum fjölmenntu á fund sem Framsýn stóð fyrir í gær á Þeistareykjum. Markmið fundarins var að fara yfir þeirra kjör og athuga hvort þau væru í lagi og kynna jafnframt starfsemi stéttarfélaga sem tengjast verkefninu. Read more „Góður fundur með pólskum starfsmönnum“
Halldór Oddsson lögfræðingur Alþýðusambands Íslands er stéttarfélögunum til aðstoðar varðandi kjör og réttindi starfsmanna á Þeistareykjum en starfsmenn taka kjör eftir Stórframkvæmdasamningi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Read more „Farið yfir málin“
Ríkissjónvarpið fylgist með framkvæmdum á Þeistarreykjum eins og flestir aðrir fjölmiðlar. Í gær voru þeir á svæðinu og tóku viðtal við formann Framsýnar, Aðalstein Árna Baldursson við Stöðvarhúsið sem er í byggingu. Ekki er ólíklegt að viðtalið verði spilað í kvöld. Read more „Sjónvarpið á staðnum“
Formaður Framsýnar var á Þeistareykjum í dag í góðu veðri. Að sögn Aðalsteins er allt á fullu og ekki annað að sjá en að verkið gangi vel hjá verktakanum LNS Saga og undirverktökum. Sjá myndir: Read more „Allt á fullu á Þeistareykjum“
Stéttarfélögin standa fyrir skemmti- og fræðsluferð upp að Holuhrauni helgina 22. – 23. ágúst 2015. Um er að ræða tveggja daga ferð. Gist verður í Þorsteinsskála. Lagt verður af stað stundvíslega kl. 8 frá skrifstofu stéttarfélaganna laugardaginn 22. ágúst. Read more „Fullt í sumarferð stéttarfélaganna“