Kjarasamningar á prentformi

Allir helstu kjarasamningar Framsýnar eru nú tilbúnir á prentuðu formi. Þeir samningar sem eru komnir úr prentun eru heildarkjarasamningur Framsýnar og SA, samningur Framsýnar við Bændasamtök Íslands, samningur Framsýnar við Landssambands smábátaeigenda og nú síðast kom samningur Framsýnar við ríkið úr prentun. Nú vantar aðeins prentútgáfu af samningnum við Samband íslenskra sveitarfélaga, hann er væntanlegur fljótlega

Félagsmenn geta nálgast samningana á Skrifstofu stéttarfélaganna. Samningarnir eru einnig til á heimasíðu stéttarfélaganna á rafrænu formi.

Landsvirkjun tekur upp keðjuábyrgð

Landsvirkjun hefur tekið upp keðjuábyrð. Þessu reglum er ætlað að tryggja að allir starfsmenn sem starfa fyrir Landsvirkjun óbeint, hvort sem það eru undirverktaka, starfsmenn starfsmannaleiga eða aðrir, fái kjör og réttindi í samræmi við lög og kjarasamninga.

Þetta tilkynnti fyrirtækið í gær.

Starfsmenn Framsýnar áttu fund í gær með Einari Erlingssyni, staðarverkfræðing Landsvirkjunar á Þeistareykjum. Aðalsteinn Á. Baldursson notaði tækifærið og lýsti yfir mikilli ánægju með þessar nýju reglur og bað Einar fyrir góðar kveðjur í höfuðstöðvar Landsvirkjunar.

Væntingar standa til að fleiri stórir verkkaupar muni fylgja fordæmi Landsvirkjunar í kjölfarið. Nánar má lesa um þessar nýju reglur Landsvirkjunar hér.

Samstarfssamningur undirritaður

Framsýn, stéttarfélag og Verkalýðsfélag Þórshafnar hafa endurnýjað samstarfssamning félaganna. Samningurinn er ólíkur þeim fyrri. Sá samningur fól í sér að Verkalýðsfélag Þórshafnar greiddi ákveðna upphæð á mánuði til Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík gegn ákveðinni þjónustu við félagið og félagsmenn. Nú færist sú þjónusta til Verkalýðsfélags Þórshafnar og falla því niður fastar greiðslur til skrifstofunnar á Húsavík. Komi til þess að Verkalýðsfélag Þórshafnar þurfi á þjónustu að halda mun félagið greiða sérstakt gjald fyrir þá þjónustu til Skrifstofu stéttarfélaganna. Við það er miðað að félagsmenn Verkalýðsfélags Þórshafnar leiti fyrst til skrifstofu félagsins á Þórshöfn sem síðan ákveður hvort þörf sé á aðkomu Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík að málinu.
Samkvæmt samkomulaginu ætla félögin einnig að vinna sameiginlega að málefnum félagsmanna, atvinnulífs og byggðarlagsins í heild sinni með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi. Þá ætla félögin að vinna sameiginlega að orlofsmálum félagsmanna, vinnustaðaeftirliti og upplýsingamálum í gegnum fréttabréf og heimasíðu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.

Verðlag á landsbyggðinni

Regulega berast vísbendingar um að íbúar landsbyggðarinnar sitji ekki við sama borð og þeir sem á höfuðborgarsvæðinu búa þegar kemur að verðlagi hjá ýmsum verslunum og verslunarkeðjum sem starfa á landsvísu. Til dæmis var auglýst vara á 177.000 krónur af einni af stærri verslunarkeðjum landsins á dögunum sem reyndist eiga að kosta 195.000 krónur í verslun keðjunnar á Húsavík.

Jafnvel veru vísbendingar um að mismunandi verð sé að finna innan sömu sýslu. Til dæmis tók glöggur neitandi eftir því á dögunum að bensín og díselolía voru á mismunandi verðum á Húsavík og Reykjahlíð.

20160907_203834

Vöfflukaffi á fyrsta fundi stjórnar og trúnaðarráðs

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kom saman til fundar í gær til að undirbúa vetrarstarfið. Boðið var upp á vöfflur og kaffi á fundinum sem fór vel fram að venju enda mikil samstaða innan félagsins. Umræður urðu m.a. um framkvæmdirnar á svæðinu, vetrarstarfið, vinnustaðaeftirlit, húsnæðisskort á Húsavík, hugsanlegar verkfallsaðgerðir sjómanna og fund stjórnar með forseta ASÍ síðar í þessum mánuði. Gengið var frá kjöri á fulltrúum á þing ASÍ sem haldið verður í Reykjavík í lok október og á fund Alþýðusambands Norðurlands sem haldinn verður á Illugastöðum í byrjun október.

img_0645

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessir tveir menn eru ekki skoðanalausir menn enda annar ættaður úr Bárðardal og hinn úr Fnjóskadal. Þetta eru gæða piltarnir, Torfi Aðalsteins og Valgeir Páll Guðmundsson.

img_0647

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Trúnaðarráð Framsýnar er vel skipað hörku fólki sem kemur víða að. Hér má sjá Guðnýju úr Reykjadal, Ragnhildi úr Kelduhverfi og Þórdísi sem kemur úr þeim fagra dal, Aðaldal.

img_0644

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðalsteinn J. Halldórsson starfsmaður stéttarfélaganna var gestur fundarins og fór yfir vinnustaðaeftirlitið á félagsvæðinu sem almennt hefur gengið mjög vel. Um 30 félagsmenn sitja í trúnaðarráði Framsýnar.

Nýr verktaki væntanlegur á Bakka

Nýr verktaki er væntanlegur á Bakka á næstu dögum. Hann heitir Beck & Pollitzer og er í grunninn breskt fyrirtæki. Mörg útibú eru þó starfandi á heimsvísu og mun það nýjasta opna hér á Íslandi innan fárra daga. Starfsmennirnir sem hér verða munu flestir koma frá Póllandi ásamt nokkrum öðrum frá öðrum ríkjum í Austur-Evrópu.

Fulltrúar Framsýnar áttu ágætan fund með þremur starfsmönnum fyrirtækisins í morgun. Eins og áður hefur komið fram á þessari síðu leggur Framsýn mikið upp úr góðu sambandi við verktaka á svæðinu, þar sem línurnar eru lagðar varðandi íslensk kjör og aðrar reglur sem gilda hér um vinnumarkaðinn.

Beck & Pollitzter munu verða áberandi hér á svæðinu næstu misserin en um 200 manns verða hér á þeirra vegum þegar mest verður.

Sjómenn innan Framsýnar athugið

Framsýn hefur ákveðið að viðhafa rafræna atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal sjómanna á fiskiskipum innan Sjómannadeildar Framsýnar, það er undirmanna og vélstjóra á bátum fyrir ofan 15 brútto tonn. Á næstu dögum munu kjörgengir sjómenn fá frekari upplýsingar um atkvæðagreiðsluna í pósti. Þeir sem telja sig hafa rétt til að kjósa en fá ekki kjörgögn í hendur í næstu viku eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Rétt er að taka fram að samningurinn nær ekki til sjómanna á smábátum.

Húsavík 13. september 2016
Sjómannadeild Framsýnar

Athugasemdir gerðar við starfsemi nokkurra fyrirtækja sem gera út á hestaferðir

Í sumar hafa stéttarfélögin orðið að hafa afskipti af fyrirtækjum í ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum sem gera út á hestaferðir um landið. Því miður gengur sumum þessara aðila mjög illa að virða kjarasamninga og lög sem gilda um slíka starfsemi. Stéttarfélögin hafa unnið að þessum málum með opinberum stjórnvaldsstofnunum s.s. Ríkisskattstjóra, lögreglunni, Vinnueftirlitinu og Vinnumálastofnun.   Þess ber að geta að sum fyrirtæki sem gera út á hestaferðir eru með sína starfsemi í góðu lagi meðan önnur fyrirtæki velja að fara aðrar leiðir sem ekki eru boðlegar og kalla á aðgerðir af hálfu stéttarfélaga og opinberra stofnanna.

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Sláturtíð er hafin hjá Norðlenska

Þann 1. september hófst sláturtíð hjá Norðlenska á Húsavík. Um 190 manns koma að sláturtíðinni hér á Húsavík með einum eða öðrum hætti. Margir eru tímabundnu starfsmennirnir erlendir en alls má finna 15 þjóðerni á meðal starfandi fólks á staðnum.

Að sögn Sigmundar Hreiðarssonar fer sláturtíðin ágætlega af stað. Vel gekk að manna sláturtíðina en það getur verið töluvert púsluspil. Það kemur sér vel í því samhengi að nokkuð stór kjarni starfsmannanna koma á hverju ári og sú er raunin í ár.

Sigmundur segir að meðalvigt sé í rúmu meðallagi það sem af er, en minnir á að einungis fáir dagar séu búnir og erfitt að fullyrða neitt um framhaldið í þeim efnum.

a-netid-2Hér má sjá einn ástsælasta innleggjanda Norðlenska, Gunnar Rúnar Pétursson frá Vogum í Mývatnssveit ásamt Halldóri Sigurðssyni, réttarstjóra.a-netid-3Kristján Gíslason sér um viðhald í sláturhúsi Norðlenska og því mikið að gera hjá honum þessa dagana.

Hressandi fundur með Yabimo

Pólska verktakafyrirtækið Yabimo starfar á Þeistareykjum og við Húsavík um þessar mundir. Verkþáttur fyrirtækisins pípulögnin frá virkjunarsvæðinu og á iðnaðarlóðina. Starfsmenn Framsýnar ásamt túlk áttu ánægjulegan fund með starfsmönnum fyrirtækisins á Þeistareykjum á dögunum. Yabimo-menn sýndu sínum málum áhuga og virtust ánægðir með þetta framtak.

a-netid-7 a-netid-5 a-netid-4

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar fundar

Fundur verður í stjórn og trúnaðarráði Framsýnar mánudaginn 12. september kl. 20:00 í fundarsal félagsins að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Að venju eru mörg mál á dagskrá fundarins.

Dagskrá:
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Inntaka nýrra félaga
3. Kynning á stjórnar- og trúnaðarráðsmönnum
4. Vetrarstarf félagsins
5. Framkvæmdir á svæðinu
a. Samskipti við verktaka
b. Samskipti við starfsmenn
6. Vinnustaðaeftirlit í ferðaþjónustu
7. Húsnæðismál
8. Fundur AN í haust
9. Fundur með forseta ASÍ
10. Kjör fulltrúa á ASÍ þingið
11. Samstafssamningur við VÞ
12. Ársreikningar félagsins 2015
13. Önnur mál

 

Þeistareykir á mánudagi

Fulltrúar Framsýnar áttu fund á Þeistareykjum um málefni verktaka á svæðinu. Fundurinn var góður og árangursríkur. Eftir fund safnaðist hópur starfsmanna að fulltrúum Framsýnar á bílastæði staðarins og vildu ákaft ræða sín mál.3 2Um 30 manns hópuðust að formanni Framsýnar sem er þarna með bláan hjálm í miðjum hópnum.

Framkvæmdarstjórn Samiðnar í heimsókn

Í gær, 31. ágúst heimsótti Framkvæmdarstjórn Samiðnar Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Formaður Framsýnar tók á móti stjórninni ásamt Jónasi Kristjánssyni, formanni Þingiðnar. Um morguninn og farið yfir stóriðjuverkefnið á Bakka og virkjunarframkvæmdir á Þeistareykjum og hvernig verkefnið snertir starfsfólk stéttarfélaganna og meðlimi þeirra. Að því loknu var lagt af stað til Þeistareykja þar sem farið var yfir stöðu framkvæmda með Einari Erlingssyni, yfirmanni Landsvirkjunar á staðnum. Sigurður Óli Guðmundsson frá Landsvirkjun sá svo um leiðsögn um framkvæmdasvæðið. Að því loknu var förinni heitið í Bakka þar sem Friðgeir Indriðason, yfirmaður LNS Saga á svæðinu tók á móti hópnum og sagði frá verkefnum fyrirtækisins á Bakka. Botninn var svo sleginn í ferðina með Sturlu Fanndal, yfirmanni hjá LNS Bakkagöngum. Hann veitti hópnum leiðsögn um svæðið og fékk hópurinn meðal annars að skoða sig um í kringum gangnaframkvæmdina.

Framkvæmdastjórnin var ánægð að ferð lokinni og þakkaði vel fyrir sig. Ljóst er að þeim þótti umfang framkvæmda í kringum stóriðju mikið og sömuleiðis fleiri framkvæmdir sem ekki tengjast stóriðjunni sem ekki allir áttu endilega von á, svo sem stækkun á Fosshótel Húsavík. Enda er það svo að það er í mörg horn að líta hjá starfsfólki stéttarfélaganna um þessar mundir.

Myndir úr heimsókninni má sjá hér að neðan.

IMG_0563 IMG_0530 IMG_0528 IMG_0509 IMG_0499 IMG_0485 IMG_0480 IMG_0468

Fundað með starfsmönnum G&M í dag

Fulltrúar Framsýnar funduðu með starfsmönnum G&M í dag en fyrirtækið er undirverktaki hjá LNS Saga á Þeistareykjum og þá kemur fyrirtækið einnig að breytingum sem verið er að gera á Laxárvirkjun í Aðaldal. Á fundinum var farið yfir réttindamál starfsmanna og kjör. Ljóst er að skoða þarf nokkur atriði er tengjast þeirra starfskjörum og verður það gert á næstu dögum. Sjá myndir sem teknar voru á fundinum í dag.

gm0816 031

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um þrjátíu starfsmenn tóku þátt í fundinum í dag, það er flestir starfsmenn G&M sem voru á svæðinu.

gm0816 026

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fundurinn var líflegur og formaður Framsýnar stóð vaktina og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.

gm0816 021

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Agnieszka túlkaði það sem fram fór og stóð sig afar vel að venju.

gm0816 003

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir fundinn héldu starfsmenn aftur til vinnu.

 

Ekki boðlegt að þingmenn gleðjist yfir því að framkvæmdirnar á Bakka séu í uppnámi

Stjórn Framsýnar samþykkti í morgun að senda frá sér svohljóðandi ályktun um Þeistareykjalínu 1 sem er í uppnámi vegna kæru Landverndar. Þar er því einnig mótmælt að einstakir þingmenn skuli gleðjast yfir stöðu mál.

Ályktun
um framkvæmdir á Bakka við Húsavík

„Framsýn, stéttarfélag tekur heilshugar undir með sveitarfélaginu Norðurþingi sem lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin varðandi framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1,en henni er ætlað að flytja orku til iðnaðarsvæðisins á Bakka. Öll hönnun svæðisins og uppbygging innviða hefur miðað að því að á næstu árum byggist þar upp iðnaðarsvæði með nokkrum fyrirtækjum sem nýta muni orku og línumannvirki svæðisins. Frá upphafi hefur verið litið á fyrri áfanga kísilvers PCC BakkiSilicon sem einungis fyrsta áfanga í þeirri uppbyggingu. Mjög miklir samfélagslegir og fjárhagslegir hagsmunir eru undir í því að niðurstaða fáist í málið á allra næstu dögum.
Þá telur Framsýn það ekki boðlegt og reyndar sorglegt að ákveðnir þingmenn skuli gleðjast sérstaklega yfir því að framkvæmdin á Bakka á vegum PCC skuli vera komin í uppnám eftir kæru Landverndar. Tugmilljarða framkvæmd er í hættu þrátt fyrir að framkvæmdaaðilar og sveitarfélögin á svæðinu hafi vandað mjög til verks allt frá upphafi í fullu samráði við hlutaðeigandi aðila.“

Zebranie pracownikow

Framsýn, zwiazki zawodowe zapraszaja pracownikow G&M na zebranie, ktore odbedzie sie we wtorek 30 sierpnia o godzinie 15:00 w stolowce zakladowej w Þeistareykjum. Na zebraniu beda przedstawione warunki placowe pracownikow i zostanie wybrany ich maz zaufania. Framsýn, zwiazki zawodowe.

 

Stór dagur á Húsavík, slegið í gegn

Síðasta miðvikudag sprengdi Erna Björnsdóttir forseti sveitarstjórnar Norðurþings síðasta haftið í Húsavíkurhöfðagöngum. Göngin eru tæplega kílómetri að lengd og tengja saman hafnarsvæðið á Húsavík og iðnaðarsvæðið á Bakka. Sprengingar hófust 10. mars sl. en verktakafyrirtækið LNS Saga sér um jarðgangagerðina og framkvæmdir henni tengdar. Mikil vinna er enn eftir við vegagerð, vegskála og frágang ganganna en áætlað er að framkvæmdum verði lokið haustið 2017.

gong0816 022

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjölmenni var saman komið þegar síðasta sprengingin var framkvæmd í Húsavíkurhöfðagöngum eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.

gong0816 028gong0816 011gong0816 013gong0816 016gong0816 028gong0816 034gong0816 038gong0816 045

Kristján L. kveður

Kristján L. Möller alþingismaður kom við á Skrifstofu stéttarfélaganna í gær til að ræða við starfsmenn um þjóðmálin og framkvæmdirnar á Húsavíkursvæðinu. Eins og kunnugt er hefur Kristján ákveðið að hætta á þingi í haust en hann hefur skilað góðu starfi á þingi og verið góður talsmaður landsbyggðarinnar.

gong0816 006

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er alltaf ánægjulegt að fá þingmenn í heimsókn til að ræða landsmálin.

 

Framsýn tekur heilshugar undir með ASÍ varðandi úrskurð kjararáðs og telur Salek samkomulagið glórulaust

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega nýlegum úrskurðum kjararáðs þar sem embættismönnum og forstöðumönnum ríkisstofnana eru úrskurðaðir tugprósenta launahækkanir í einu vetfangi. Niðurstaða kjararáðs gengur þvert á sameiginlega launastefnu sem samið var um á vinnumarkaði og lá til grundvallar vinnu aðila vinnumarkaðar um mótun nýs samningalíkans. Með þegjandi samþykki sínu gefa stjórnvöld launafólki langt nef og grafa undan viðræðum aðila vinnumarkaðarins um nýtt samningamódel sem byggir á stöðuleika og öruggri kaupmáttaraukningu.
Miðstjórn ASÍ áréttar að það kemur ekki til greina að tekjuhæstu hópar samfélagins fái sérstaka meðferð og deili ekki kjörum með almenningi í landinu – um slíkt verður engin sátt. Okkar félagsmenn munu ekki sætta sig við að skapa jarðveg fyrir stöðugleika og aukna verðmætasköpun með ábyrgum launahækkunum til þess að hátekjuhópar geti á einu bretti fengið hækkanir sem nema mánaðarlaunum margra félaga okkar.
Hér er á ferðinni versta birtingarmynd þess ranglætis sem við höfum alltof lengi búið við. Það er löngu tímabært að þeir sem telja sig vera yfirstétt þessa lands geri sér grein fyrir því að nú þurfa þeir eins og aðrir að taka afstöðu til þess hvort þeir vilja byggja hér upp samfélag þar sem jafnræði ríkir í launamálum. Til þess þurfum við hugarfarsbreytingu sem felst í norrænu fyrirmyndinni og tímabært að stjórnvöld horfist í augu við alvarlegar afleiðingar þessara úrskurða.