Iðandi líf á árlegum jólamarkaði á Þórshöfn

Að venju varð iðandi líf á árlegum jólamarkaði á Þórshöfn í dag. Jólamarkaðurinn er orðinn árviss viðburður og ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum á svæðinu.
Fjöldi söluaðila leggja land undir fót og koma taka þátt í markaðinum en svo láta heimamenn heldur ekki sitt eftir liggja og eru virkir þátttakendur með ýmsan varning til sölu
Á jólamarkaðnum er sett upp myndarlegt kaffihús á vegum foreldrafélag Grunnskólans á Þórshöfn, þannig að þeir sem koma á markaðinn geta rölt um og síðan sest niður og gætt sér á dýrindis bakkelsi.
Í ár er tíðin góð og voru margir úr nágrannabyggðarlögum sem komu og nutu dagsins með staðarbúum sem er ánægjulegt
Þessi markaður er samvinna margra einstaklinga og félagasamtaka og eiga skipuleggjendur markaðsins heiður skilið fyrir að halda vel utan um skipulagningu og framkvæmd.

Deila á