Innsigluðu gott samstarf

Góðir gestir frá Flugfélaginu Erni gerðu sér ferð til Húsavíkur fyrir helgina til að heilsa upp á starfsmenn á Húsavíkurflugvelli auk starfsmanna á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Afar gott samstarf hefur verið milli stéttarfélaganna og flugfélagsins um að efla flugsamgöngur um Húsavíkurflugvöll. Það ánægjulega er að það hefur skilað góðum árangri en búast má við að yfir 20 þúsund farþegar fari um Húsavíkurflugvöll á þessu ári, þar af um 4 þúsund á stéttarfélagsfargjöldum. Í máli þeirra Ásgeirs og Ævars frá Flugfélaginu Erni kom fram að þeir eru mjög ánægðir með samstarf flugfélagsins við aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna. Þeir komu því vel á framfæri í heimsókninni fyrir helgina. Hér eru þeir ásamt starfsmönnum stéttarfélaganna. Mikil áhugi er meðal samstarfsaðila að viðhalda góðu samstarfi áfram á komandi árum, flugfélaginu og félagsmönnum stéttarfélaganna til góða.

 

Deila á