Starfsmaður stéttarfélaganna tók hús á gulrótarframleiðandanum í Akurseli á dögunum. Þar á bæ bar fólk sig vel eftir ágætis uppskeru sumarsins. Allir upptöku var lokið en reiknað var með því að pökkun muni vara í fáeinar vikur í viðbót, en eftir það verður lítil starfsemi hjá fyrirtækinu þangað til undirbúningu sáningar hefst í vor.