Krefjast fundar strax vegna starfslokasamnings framkvæmdastjóra SGS

Nokkrir fulltrúar úr stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar hafa krafist þess að boðað verði til fundar í stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins til að fara yfir ákvörðun Framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambands Íslands um að greiða framkvæmdastjóra sambandsins 6 mánaða laun á uppsagnarfresti þrátt fyrir að Deloitte hafi gert alvarlegar athugsemdir við ýmislegt í bókhaldi sambandsins er varðar ákveðna kostnaðarliði. Read more „Krefjast fundar strax vegna starfslokasamnings framkvæmdastjóra SGS“

Kjarasamningur samþykktur

Félagsmenn Framsýnar stéttarfélags hafa í atkvæðagreiðslu samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Kjarasamningurinn gildir fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði.  Á kjörskrá voru 830, af þeim kusu 146 eða 17,59% og féllu atkvæði þannig:

Já sögðu                      127                        87%
Nei sögðu                      17                         12%
Auðir seðlar                   2                           1%

Read more „Kjarasamningur samþykktur“

Myndir frá 1. maí

Nú er hægt að nálgast myndir frá hátíðarhöldunum 1. maí á Húsavík en hátíðin var mjög vegleg í ár í tilefni af því að 100 ár eru nú liðin frá stofnun Verkamannafélags Húsavíkur.  Myndirnar eru hýstar á vefsvæði Flickr ásamt fleiri myndum úr starfsemi stéttarfélaganna.  Í framtíðinni verða nýjar myndir úr starfi félaganna  settar inn á síðuna jafnóðum svo og eldri myndir sem til eru í myndasafni stéttarfélaganna.

Færeyjaferðin mikla

Heimferð sendinefndar Framsýnar sem fór til Færeyja síðastliðinn föstudag hefur enn verið frestað.  Áætlað var að hópurinn kæmi fljúgandi til Íslands í gær en vegna eldgossins í Grímsvötnum var flugleiðin til Íslands orðin ófær.  Því var tekin skyndiákvörðun um að drífa sig um borð í Norrænu sem lagði úr höfn í Færeyjum seinni partinn í gær.   Read more „Færeyjaferðin mikla“

Kynningarfundur um nýjan kjarasamning á Húsavík

Í gær var haldinn félagsfundur í fundarsal stéttarfélaganna á Húsavík um nýgerðan kjarasamning Framsýnar við Samtök atvinnulífsins.  Fundurinn var einn af mörgum í fundaherferð félagsins um kjarasamninginn og innihald hans.  Á annað hundrað manns hafa mætt á félags- og vinnustaðafundi um samninginn sem haldnir hafa verið víða um félagssvæðið.   Read more „Kynningarfundur um nýjan kjarasamning á Húsavík“

Nýgerður kjarasamningur til umræðu á Þórshöfn

Verkalýðsfélag Þórshafnar og Framsýn hafa unnið náið saman í þeim kjaraviðræðum sem staðið hafa yfir síðustu mánuðina við Samtök atvinnulífsins. Viðræðunum lauk svo loksins með samningi þann 10. maí. Formaður Framsýnar hefur síðustu tvo daga verið á Þórshöfn til að skýra samninginn út fyrir félagsmönnum VÞ auk þess sem gengið var endanlega frá sérkjarasamningi bræðslumanna á Þórshöfn. Read more „Nýgerður kjarasamningur til umræðu á Þórshöfn“