Nokkrir fulltrúar úr stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar hafa krafist þess að boðað verði til fundar í stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins til að fara yfir ákvörðun Framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambands Íslands um að greiða framkvæmdastjóra sambandsins 6 mánaða laun á uppsagnarfresti þrátt fyrir að Deloitte hafi gert alvarlegar athugsemdir við ýmislegt í bókhaldi sambandsins er varðar ákveðna kostnaðarliði. Read more „Krefjast fundar strax vegna starfslokasamnings framkvæmdastjóra SGS“
Óvissuferð til Færeyja
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar fór í heimsókn til Færeyska Verkamannasambandsins (Foroya Arbeiðarafelag) í síðustu viku. Fulltrúarnir fóru á eigin vegum. Færeyingarnir skipulögðu frábærar móttökur auk þess sem þeir færðu öllum gestunum frá Íslandi veglegar gjafir. Read more „Óvissuferð til Færeyja“
Kjarasamningur samþykktur
Félagsmenn Framsýnar stéttarfélags hafa í atkvæðagreiðslu samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Kjarasamningurinn gildir fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði. Á kjörskrá voru 830, af þeim kusu 146 eða 17,59% og féllu atkvæði þannig:
Já sögðu 127 87%
Nei sögðu 17 12%
Auðir seðlar 2 1%
Kjarasamningar samþykktir hjá VÞ og Þingiðn
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning Þingiðnar og Samtaka atvinnulífsins er lokið. Alls kusu 16 félagsmenn af 79 eða 20,25% félagsmanna. Já sögðu 13 eða 81,25% og nei sögðu 3 eða 18,75% félagsmanna. Auðir og ógildir seðlar voru 0. Kjarasamningurinn skoðast því samþykktur. Read more „Kjarasamningar samþykktir hjá VÞ og Þingiðn“
Myndir frá 1. maí
Nú er hægt að nálgast myndir frá hátíðarhöldunum 1. maí á Húsavík en hátíðin var mjög vegleg í ár í tilefni af því að 100 ár eru nú liðin frá stofnun Verkamannafélags Húsavíkur. Myndirnar eru hýstar á vefsvæði Flickr ásamt fleiri myndum úr starfsemi stéttarfélaganna. Í framtíðinni verða nýjar myndir úr starfi félaganna settar inn á síðuna jafnóðum svo og eldri myndir sem til eru í myndasafni stéttarfélaganna.
Verslunar- og skrifstofufólk samþykkir kjarasamning
Félagsmenn í deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar samþykktu kjarasamning Landssambands ísl. verzlunarmanna við Samtök atvinnulífsins en atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag. Nýr kjarasamningur tekur gildi frá 1. júní og er hægt nálgast helstu upplýsingar um samninginn hér á heimasíðunni. Read more „Verslunar- og skrifstofufólk samþykkir kjarasamning“
Færeyjaferðin mikla
Heimferð sendinefndar Framsýnar sem fór til Færeyja síðastliðinn föstudag hefur enn verið frestað. Áætlað var að hópurinn kæmi fljúgandi til Íslands í gær en vegna eldgossins í Grímsvötnum var flugleiðin til Íslands orðin ófær. Því var tekin skyndiákvörðun um að drífa sig um borð í Norrænu sem lagði úr höfn í Færeyjum seinni partinn í gær. Read more „Færeyjaferðin mikla“
Stukku um borð í Norrænu
Sextán manna hópur frá Framsýn hafa um helgina verið í heimsókn hjá Verkamannsambandi Færeyja til að kynna sér starfsemi stéttarfélaga þar í landi. Til stóð að hópurinn kæmu fljúgandi til Íslands í morgun en vegna eldgossins í Grímsvötnum var öllu flugi frá Færeyjum frestað um óákveðinn tíma. Read more „Stukku um borð í Norrænu“
Fulltrúar Framsýnar til Færeyja
Sendinefnd á vegum Framsýnar fór í morgun áleið til Færeyja til að kynna sér starfsemi stéttarfélaga þar í landi. Um er að ræða 16 manna hóp úr stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins sem fer þangað á eigin vegum. Read more „Fulltrúar Framsýnar til Færeyja“
Kynningarfundur um nýjan kjarasamning á Húsavík
Í gær var haldinn félagsfundur í fundarsal stéttarfélaganna á Húsavík um nýgerðan kjarasamning Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. Fundurinn var einn af mörgum í fundaherferð félagsins um kjarasamninginn og innihald hans. Á annað hundrað manns hafa mætt á félags- og vinnustaðafundi um samninginn sem haldnir hafa verið víða um félagssvæðið. Read more „Kynningarfundur um nýjan kjarasamning á Húsavík“
Kynningarfundur hjá Þingiðn
Þingiðn stóð fyrir kynningarfundi nú í vikunni um nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Finnbjörn Hermannsson formaður Samiðnar var gestur fundarins. Að fundi loknum hófst atkvæðagreiðsla um samninginn og stendur hún enn yfir á skrifstofu félagsins að Garðarsbraut 26. Read more „Kynningarfundur hjá Þingiðn“
Nýgerður kjarasamningur til umræðu á Þórshöfn
Verkalýðsfélag Þórshafnar og Framsýn hafa unnið náið saman í þeim kjaraviðræðum sem staðið hafa yfir síðustu mánuðina við Samtök atvinnulífsins. Viðræðunum lauk svo loksins með samningi þann 10. maí. Formaður Framsýnar hefur síðustu tvo daga verið á Þórshöfn til að skýra samninginn út fyrir félagsmönnum VÞ auk þess sem gengið var endanlega frá sérkjarasamningi bræðslumanna á Þórshöfn. Read more „Nýgerður kjarasamningur til umræðu á Þórshöfn“
Nýgerður kjarasamningur til umræðu á vinnustöðum
Fulltrúar Framsýnar hafa farið víða um héraðið og gert félagsmönnum grein fyrir helstu atriðum í nýgerðum kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Framsýnar. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru í dag og í gær. Read more „Nýgerður kjarasamningur til umræðu á vinnustöðum“
Endurkjörinn í stjórn LÍV
Á nýliðnu sambandsþingi Landssambands ísl. verzlunarmanna fékk Snæbjörn Sigurðarson formaður deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar góða kosningu til stjórnarsetu í sambandinu til næstu tveggja ára. En hann hefur átt sæti í stjórn LÍV frá árinu 2008. Read more „Endurkjörinn í stjórn LÍV“
Nýr kjarasamningur fyrir iðnaðarmenn
Þingiðn fundar í kvöld um nýgerðan kjarasamning. Samningurinn við Samtök atvinnulífsins er til þriggja ára. Samningurinn felur í sér almennar launahækkanir upp á rúmlega 11% á samningstímanum og hækkun á launatöxtum um kr. 34.000 auk hækkunar á orlofs- og desemberuppbót og eingreiðslu kr. 50.000 sem greiðist út við undirskrift. Read more „Nýr kjarasamningur fyrir iðnaðarmenn“
Er stórt – hagkvæmt og gott?
Á aðalfundi Framsýnar, sem haldinn var á dögunum, fengu formaður, stjórn og starfsmenn þakkir fyrir vel unnin störf. Meðal þess sem þakkaður stöðugur og aðhaldssamur rekstur, styrkur fjarhagur félagsins og mjög góð ávöxtun fjármuna félagsins til fjölda ára. Read more „Er stórt – hagkvæmt og gott?“
Áríðandi félagsfundir á vegum Framsýnar
Framsýn boðar hér með til félagsfunda um kjarasamning félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Farið verður yfir nýgerðan kjarasamning og gert grein fyrir atkvæðagreiðslu um hann. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hefst kl. 12:00 þriðjudaginn 17. maí og stendur yfir til kl. 17:00 fimmtudaginn 26. maí 2011. Read more „Áríðandi félagsfundir á vegum Framsýnar“
Ársfundur Stapa fór fram í gær
Stapi, lífeyrissjóður boðaði til ársfundar í gær í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Um 80 fulltrúar frá atvinnurekendum og launþegum á starfssvæði sjóðsins tóku þátt í fundinum. Fundurinn fór vel fram þrátt fyrir skiptar skoðanir um lífeyrissjóðsmál. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um starfsemi sjóðsins inn á hans heimasíðu www.stapi.is. Read more „Ársfundur Stapa fór fram í gær“
Unnur kveður stjórn og trúnaðarmannaráð
Unnur Guðjónsdóttir hefur lengi komið að störfum fyrir stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum. Í dag er hún í trúnaðarmannaráði Framsýnar auk þess að sitja í stjórn Alþýðusambands Norðurlands. Unnur er nú að hefja störf hjá Sýslumanninum á Húsavík, þar mun hún starfa eftir kjarasamningi SFR. Read more „Unnur kveður stjórn og trúnaðarmannaráð“