Endurkjörinn í stjórn LÍV

Á nýliðnu sambandsþingi Landssambands ísl. verzlunarmanna fékk Snæbjörn Sigurðarson formaður deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar góða kosningu til stjórnarsetu í sambandinu til næstu tveggja ára.  En hann hefur átt sæti í stjórn LÍV frá árinu 2008.  Auk hans sitja í stjórninni Guðbrandur Einarsson frá Verslunarmannafélagi Suðurnesja, Margrét Ingþórsdóttir frá Verslunarmannafélagi Suðurlands, Páll Örn Líndal frá VR, Stefanía Magnúsdóttir frá VR, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir frá Félagi verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni og Stefán Einar Stefánsson frá VR sem var kjörinn nýr formaður LÍV á þinginu.  Stefán Einar tók nýlega við formennsku VR.  Stefanía Magnúsdóttir hafði gegnt stöðu formanns LÍV frá nóvember sl. þegar þáverandi formaður, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir lést. Stefanía gaf ekki kost á sér áfram sem formaður.

Deila á