Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kom saman til fundar á miðvikudaginn. Aðalmálefni fundarins voru kjaramál og nýgerður kjarasamningur félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Samþykkt var að hefja kynningu á samningnum eftir helgina og verður boðað til funda um samninginn víða um héraðið.
Þá verður opnaður kjörstaður á Skrifstofu stéttarfélaganna eftir helgina en reiknað er með að hann verði opinn í vikutíma. Kjörstjórn mun ákveða það en hún kemur saman til fundar í dag. Ágúst Óskarsson er formaður Kjörstjórnar. Þá urðu umræður um afmælishátíð félagsins 1. maí sem tókst afar vel en fjölmargir hafa haft samband og þakkað fyrir frábæra skemmtun. Ákveðið var að bjóða íbúum á Raufarhöfn í kaffi föstudaginn 3.júní með sambærilegum hætti og gert var á síðasta ári. Málefni Starfsgreinasambandsins voru tekin til umræðu. Gert var grein fyrir tillögum sem fulltrúar Framsýnar hyggjast leggja fyrir ársfund Stapa. Þá voru tekin fyrir nokkur erindi auk ferðar forsvarsmanna Framsýnar til Færeyja í næstu viku. Þeir munu fara á eigin vegum. Góður hópur er kominn í vorferð félagsins um Norðausturland sem fyrirhuguð er í lok þessa mánaðar.
Mörg mál voru á dagskrá fundar stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar síðasta miðvikudag.
Boðið var upp á vöfflur á fundinum sem Ágúst S. Óskarsson tendraði fram.