Í gegnum árin hafa stéttarfélögin kappkostað að bjóða upp á fjölbreytta orlofskosti. Starfsmenn Framsýnar heilsuðu upp rekstraraðila Orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum en Framsýn á bústað þar sem er aðgengilegur árið um kring. Hér má sjá myndband frá heimsókninni. Read more „Orlofsbyggðin Illugastöðum – myndband“
Minnum á Launakönnun Deildar verslunar- og skrifstofufólks
Skógrækt Ríkisins heimsótt – myndband
Á dögunum heilsuðu starfsmenn Framsýnar upp á félagsmenn hjá Skógrækt Ríkisins í Vaglaskógi. Þar er vitaskuld alltaf rjómablíða á sumrin og vetrardýrðin ekki síður falleg. Hér má sjá svipmyndir má sjá frá heimsókninni. Read more „Skógrækt Ríkisins heimsótt – myndband“
Skólarnir á Laugum – myndband
Samhliða heimsókn okkar í Laugafisk fyrir skemmstu heimsóttum við fleiri stóra vinnustaði á Laugum. Framhaldsskólinn á Laugum, leikskólinn og skrifstofa Þingeyjarsveitar voru heimsóttar og spjallað við félagsmenn á svæðinu. Hér má sjá myndband frá heimsókninni á Laugar. Read more „Skólarnir á Laugum – myndband“
Laugafiskur á Laugum – myndband
Laugafiskur í Reykjadal er og hefur verið einn af stærri vinnustöðunum á Laugum í gegnum árin. Vinnustaðurinn var heimsóttur á dögunum en þar eru þorskhausar þurkaðir í stórum stíl fyrir útflutning. Hér má sjá myndband frá Laugafiski. Read more „Laugafiskur á Laugum – myndband“
Dalakofinn heimsóttur – myndband
Eins og fyrri myndbönd greindu frá voru starfsmenn Framsýnar á Laugum. Þeir litu við í Dalakofanum á leið sinni um suður-sýsluna en þar staldra ferðalangar gjarnan við og fá sér eitthvað gott að borða. Hér má sjá myndband frá Dalakofanum. Read more „Dalakofinn heimsóttur – myndband“
Atvinnulífið á Raufarhöfn – myndband
Atvinnulífið á Raufarhöfn hefur verið í til umfræðu síðustu mánuði og unnið að því að fjölga störfum þar. Hér má sjá myndband frá atvinnulífinu t.d. frá GPG, Norðurþingi, Versluninni Urð, Sparisjóðnum og Póstinum. Read more „Atvinnulífið á Raufarhöfn – myndband“
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga heimsótt – myndband
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga var heimsótt á dögunum, þ.e. sjúkrahúsið á Húsavík. Starfsemi HÞ er víða sbr. í Reykjahlíð, á Laugum, Húsavík, Raufarhöfn, Kópaskeri og Þórshöfn og því mjög stór vinnustaður í Þingeyjarsýslum. Hér má sjá myndband frá heimsókninni. Read more „Heilbrigðisstofnun Þingeyinga heimsótt – myndband“
Heimskautsgerðið Raufarhöfn – myndband
Heimskautsgerðið á Raufarhöfn hefur á síðustu misserum vakið athygli og umtal og á án efa eftir að verða einn af reglulegum viðkomustöðum ferðamanna í framtíðinni. Starfsmenn Framsýnar voru á ferðinni og tóku út stöðuna þar sem framkvæmdir stóðu yfir en hér má sjá myndband frá heimskautsgerðinu. Read more „Heimskautsgerðið Raufarhöfn – myndband“
Heimsókn í Fiskeldið Haukamýri – myndband
Starfmenn Fiskeldisins í Haukamýri á Húsavík voru heimsóttir á dögunum. Hér má sjá myndband frá Fannari, Gunna og félögum við störfs sín í fiskeldinu. Read more „Heimsókn í Fiskeldið Haukamýri – myndband“
Hafralækjarskóli heimsóttur – myndband
Á dögunum voru starfsmenn stéttarfélaganna á ferðinni og litu við í Hafralækjarskóla í Aðaldal. Þar er starfræktur grunnskóli auk leikskóla- og tónlistardeildar. Hér má sjá myndband frá heimsókninni auk þess sem annað myndband frá tónlistarflutningi nemenda fylgir með en þeir hafa getið sér gott orð fyrir frábæran flutning á marimba tónlist. Read more „Hafralækjarskóli heimsóttur – myndband“
Starfsmenn Víkursmíði að störfum – myndband
Starfsmenn stéttarfélaganna voru á Raufarhöfn á dögunum og hittu þar fyrir iðnaðarmenn frá Víkursmíði á Húsavík. Þar stóðu yfir framkvæmdir og endurbætur eins og verða vill þegar húsakostur eldist. Hér má sjá myndband frá framkvæmdum Ragga og félaga. Read more „Starfsmenn Víkursmíði að störfum – myndband“
Heimsókn á Hvamm – myndband
Hvammur, heimildi aldraðra á Húsavík, var heimsótt í desember. Starsmenn höfðu í nógu að snúast við að undirbúa mat og huga að tækjabúnaði og þjálfun á meðan íbúar gripu í spil og prjóna. Hér má sjá myndband frá heimsókninni. Read more „Heimsókn á Hvamm – myndband“
Heimsókn í Húsasmiðjuna – myndband
Húsasmiðjan á Húsavík var heimsótt undir lok síðasta árs. Að vanda var í nógu að snúast hjá starfsmönnum verslunarinnar. Hér má sjá myndband frá heimsókninni. Read more „Heimsókn í Húsasmiðjuna – myndband“
Heimsókn til Silfurstjörnunnar – myndband
Fiskeldi Silfurstjörnunnar í Öxarfirði var heimsótt á dögunum. Hér má sjá myndband frá starfsemi Silfurstjörnunnar. Þar starfa m.a. Olga Gísladóttir og Einar Magnús Einarsson sem eru einnig í stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar. Read more „Heimsókn til Silfurstjörnunnar – myndband“
Heimsókn til Ísnets – myndband
Ísnet á Húsavík var heimsótt á dögunum en þar er rekin veiðafæragerð og verslun fyrir sjávarútveginn þar sem allar helstu útgerðarvörur eru seldar. Hér má sjá myndband frá starfsemi Ísnets. Read more „Heimsókn til Ísnets – myndband“
Heimsóknir í Vísi og GPG – myndband
Gleðilegt árið gott fólk. Hefjum árið á myndbandi frá Vísi og GPG en fyrirtækin starfrækja fjölmennar fiskvinnslur á Húsavík. Vinnslurnar voru heimsóttar á dögunum og hér má sjá myndband frá starfsemi fyrirtækjanna. Read more „Heimsóknir í Vísi og GPG – myndband“
Jólasveinarnir í heimsókn – myndband
Á dögunum litu jólasveinarnir úr Dimmuborgum í heimsókn. Urðu miklir fagnaðarfundir með þeim og starfsmönnum skrifstofunnar. Stöldruðu þeir bræður við dágóða stund, fengu sér kaffi og með’ðí og tóku eitt lítið lag sér og öðrum til mikillar gleði. Líklega flokkast lagið seint sem jólalag en skemmtilegt engu að síður! Read more „Jólasveinarnir í heimsókn – myndband“
Mývatnssveitin heimsótt – myndband
Á dögunum voru starfsmenn Framsýnar á ferðinni. Dagurinn hófst á skólaakstri hjá Fjallasýn, litið við hjá Söginni og Garðyrkjustöðinni á Hveravöllum. Því næst var haldið til Mývatnssveitar þar sem atvinnurekendur voru heimsóttir og svo komið við á Laugum. Vart þarf að taka fram að Mývatnssveitin skartar sínum fegursta vetrarbúningi. Read more „Mývatnssveitin heimsótt – myndband“
Heimsókn í Heimabakarí – myndband
Á dögunum heimsótti starfsmaður Framsýnar Heimabakarí á Húsavík, eitt besta bakarí landsins þó víða væri leitað. Þar hefst vinnudagurinn árla nætur og handtökin mörg. Þingeyingar eru líklega vanari því að standa fyrir framan afgreiðsluborðið en innan þess svo hér gefur að líta skemmtilegar svipmyndir frá starfseminni. Read more „Heimsókn í Heimabakarí – myndband“