Úttektarskýrslan komin út

Landssamtök lífeyrissjóða samþykkti í júní 2010 að fela Magnúsi Péturssyni ríkissáttasemjara að skipa þriggja manna nefnda óháðra sérfræðinga til að fjalla um fjárfestingastefnu, ákvarðanir og lagaumhverfi lífeyrissjóða fyrir bankahrunið. Úttektarnefndin hefur nú skilað 4 binda skýrslu. Í skýrslunni er að finna yfirlit um starfsemi og tap lífeyrissjóðanna á árunum 2006-2009 (fyrir og eftir bankahrunið). Read more „Úttektarskýrslan komin út“

Starfsmenn sveitarfélaga – eingreiðsla upp á 25.000 kr.

Félagsmenn Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar sem vinna hjá sveitarfélögum og stofnunum þeirra s.s. Hvammi, heimili aldraðra í Þingeyjarsýslum áttu að fá greidda sérstaka eingreiðslu 1. febrúar 2012 upp á 25.000 kr. fyrir fullt starf. Starfsmenn í hlutastarfi fá greitt hlutfallslega miðað við starfshlutfall 1. febrúar 2012. Read more „Starfsmenn sveitarfélaga – eingreiðsla upp á 25.000 kr.“

Farið yfir málin

Jóna Matthíasdóttir formaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar var í heimsókn í morgun. Hún fundaði með formanni félagsins Aðalsteini Árna og Jónínu sem er stjórnarmaður í deildinni. Stjórn deildarinnar hefur verið boðuð til fyrsta fundar eftir aðalfund næsta fimmtudag. Á fundinum mun stjórnin skipta með sér verkum og fara yfir starfið næstu mánuði.

Heimasíðan vinsæl – menn vilja gerast áskrifendur

Heimasíða stéttarfélaganna er mikilvægur þáttur í starfi stéttarfélaganna enda ætlað að miðla upplýsingum og fréttum úr starfi félaganna til félagsmanna og annarra sem vilja fylgjast með öflugu starfi  stéttarfélaganna. Töluvert er um að menn hafi óskað eftir að gerast áskrifendur af síðunni en fram að þessu hefur það ekki verið hægt. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að verða við þessum tilmælum og því verður vonandi fljótlega hægt að verða við þessum óskum. Gangi þetta eftir munu fréttir á heimasíðu stéttarfélaganna birtast um leið á heimasíðum áskrifenda en fjöldi fólks fer daglega inn á síðuna.

Nýr formaður til starfa

Aðalfundur Deildar skrifstofu- og verslunarfólks innan Framsýnar fór fram á þriðjudaginn. Fundurinn fór vel fram og flutti formaður deildarinnar Snæbjörn Sigurðarson skýrslu stjórnar. Þá gerði formaður félagsins Aðalsteinn Árni grein fyrir hugmyndum félagsins um að kaupa nýjar sjúkra- og orlofsíbúðir í Kópavogi fyrir félagsmenn. Almenn ánægja kom fram á fundinum með starfsemi deildarinnar og fyrirhuguð kaup félagsins á nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Read more „Nýr formaður til starfa“

Þingiðn samþykkir að kaupa íbúð

Rétt í þessu var að ljúka félagsfundi hjá Þingiðn. Umræðuefni fundarins voru hugsanleg íbúðakaup í Reykjavík. Félagið á fyrir 25% eignarhlut í orlofsíbúð á Freyjugötunni á móti Framsýn- stéttarfélagi. Nokkrar íbúðir eru til skoðunar á höfuðborgarsvæðinu. Fundurinn samþykkti samhljóða eftirfarandi tillögu sem heimilar stjórn Þingiðnar að selja núverandi eignahlut í íbúð á Freyjugötu 10. Í staðinn verði fest kaup á einni íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Read more „Þingiðn samþykkir að kaupa íbúð“

Gengið frá Stofnanasamningi

Í gær gengu fulltrúar Framsýnar og Heilbrigðisstofnunar  Þingeyinga frá nýjum stofnanasamningi fyrir félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá HÞ. Samningurinn byggir á heimild í núverandi kjarasamningi fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins og Framsýnar- stéttarfélags (SGS). Þar er kveðið á um að heimilt sé að gera sérstaka stofnanasamninga fyrir starfsmenn á stofnunum  sem reknar eru á vegum ríkisins samkvæmt  ákveðnum reglum. Starfsmenn HÞ geta nálgast samninginn á skrifstofu félagsins. Read more „Gengið frá Stofnanasamningi“

Þingiðn- félagsfundur

Félagsfundur verður haldinn í Þingiðn laugardaginn 28. janúar kl. 11:00 í fundarsal félagsins að Garðarsbraut 26. Umræðuefni: Íbúðaskipti í Reykjavík. Kaffi á könnunni, félagar fjölmennið! Stjórn Þingiðnar

Skrifað undir samstarfssamning

Lionsklúbbur Húsavíkur og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hafa sammælst um að standa fyrir forvarnarverkefni gegn ristilkrabbameini á árunum 2012 til 2016. Íbúum á svæðinu sem verða 55 ára á því ári sem skoðunin fer fram verður boðið upp á skoðun án endurgjalds. Svo það sé hægt hefur Lionsklúbburinn fengið nokkra aðila að verkefninu. Í þeim eru aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna sem leggja verkefninu til eina milljón. Read more „Skrifað undir samstarfssamning“