Nemendur frá FSH í heimsókn

Góðir gestir úr Framhaldsskóla Húsavíkur komu í heimsókn fyrir helgina til að kynna sér starfsemi Framsýnar og fræðast jafnframt um atvinnulífið á Húsavík. Formaður Framsýnar gerði þeim grein fyrir þessum þáttum og kom víða við í máli sínu. Unglingarnir voru áhugsamir um starfsemi Framsýnar og spurðu auk þess mikið út í réttindi þeirra á vinnumarkaði.

Þessir efnilegu unglingar úr framhaldsskólanum á Húsavík voru meðal gesta sem komu við á Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir helgina til að fræðast um starfsemi Framsýnar. Heimsóknin var liður í þeirra námi í lífsleikni.

Deila á