Kaffiboð Framsýnar á Raufarhöfn

Hið árlega kaffiboð Framsýnar verður á Raufarhöfn föstudaginn 1. júní í Kaffi Ljósfangi. Boðið verður upp á frábært kaffi og tertur eins og þær gerast bestar norðan Alpafjalla. Opið hús verður frá kl. 16:00 til 18:00. Raufarhafnarbúar og aðrir gestir eru velkomnir í Kaffi Ljósfang þar sem stuðið verður að sjálfsögðu í aðdraganda Sjómannadagsins. Fulltrúar Framsýnar verða á staðnum og þjóna gestum eftir bestu getu. Read more „Kaffiboð Framsýnar á Raufarhöfn“

73 án atvinnu í Norðurþingi

Vinnumálastofnun hefur gefið út skýrslu um atvinnuleysi á Íslandi í lok apríl 2012. Þar kemur fram að 73 voru á atvinnuleysisskrá í Norðurþingi í lok mánaðarins. Utan Norðurþings á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum voru 51 án atvinnu.  Á sama tíma voru 10.837 einstaklingar á atvinnuleysisskrá á landinu öllu.

Óánægðir með áhugaleysi hvalaskoðunarfyrirtækjanna

Á fundi stjórnar Sjómannadeildar Framsýnar síðasta miðvikudag kom fram megn óánægja með áhugaleysi hvalaskoðunarfyrirtækjanna á Húsavík með að ganga frá samningi við Framsýn um kaup og kjör starfsmanna við hvalaskoðun. Krafan er að þegar í stað verði gengið frá samkomulagi milli aðila sem gildi fyrir sumarið 2012 en starfsmenn hafa verið samningslausir undanfarin ár. Read more „Óánægðir með áhugaleysi hvalaskoðunarfyrirtækjanna“

Sjómannadagurinn framundan

Sjómannadeild Framsýnar kom saman til fundar á miðvikudaginn. Nokkur mál voru á dagskrá fundarins. Meðal málefna sem tekin voru fyrir var heiðrun sjómanna á Sjómannadaginn. Sjómannadeildinni var falið fyrir tveimur árum að taka að sér heiðranir á Sjómanndaginn. Deildin vinnur nú að því að velja tvo heiðursmenn til að heiðra á Sjómannadaginn sem í ár ber upp á sunnudaginn 3. júní.

Vopnað rán framið á Skrifstofu stéttarfélaganna

Vopnað rán var framið á Skrifstofu stéttarfélaganna í lok vinnudags síðasta föstudag. Ránið náðist á myndband:  http://www.youtube.com/watch?v=2Ld4Df2UBTw&feature=youtu.be Hópur manna ruddist þá inn á skrifstofuna á Húsavík og rændu öllum félagsgjöldum rúmlega tvöþúsund félagsmanna, það er innkomu stéttarfélaganna frá árinu 2003. Read more „Vopnað rán framið á Skrifstofu stéttarfélaganna“

Orri Freyr í stjórn Stapa, lífeyrissjóðs

Orri Freyr OddssonÁrsfundur Stapa lífeyrissjóðs var haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum 8. maí. Mæting á fundinn var góð og umræður líflegar. Á dagskrá voru hefðbundin ársfundarstörf. Fjárfestingartekjur ársins námu ríflega 6 milljörðum króna. Ávöxtun Tryggingardeildar sjóðsins á árinu nam 5,2%. Ávöxtun á söfnum Séreignardeildar var á Safni I 9,9%, á Safni II 5,0% og á Safni III 8,3%. Hrein eign til greiðslu lífeyris var í árslok 117,1 milljarður króna og hækkaði um 7,4% á milli ára. Read more „Orri Freyr í stjórn Stapa, lífeyrissjóðs“

Góðu þingi lokið – Aðalsteinn í framkvæmdastjórn

Vel heppnuðu framhaldsþingi Starfsgreinasambandsins lauk í gær. Á þinginu voru samþykkt ný lög sambandsins þar sem umtalsverðar breytingar eru gerðar á stjórnskipulagi, hlutverki og starfsemi sambandsins. Að auki voru samþykktar fjórar nýjar reglugerðir sem er ætlað að styrkja starfsemina, efla upplýsingamiðlun SGS og skilgreina verkaskiptingu milli aðildarfélaganna og sambandsins. Read more „Góðu þingi lokið – Aðalsteinn í framkvæmdastjórn“

Skemmtilegir nemendur

Það er mikil metnaður í skólastarfinu í  Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit og mikið lagt upp úr því að undirbúa nemendur vel út í lífið. Starfsmönnum  Skrifstofu stéttarfélaganna var boðið að koma í morgun með kynningu á starfsemi stéttarfélaga og helstu réttindum launafólks, sérstaklega þeirra sem eru að stiga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Unglingarnir voru áhugasamir og voru duglegir að leggja fram spurningar fyrir fulltrúa stéttarfélaganna. Frábær hópur, sjá myndir. Read more „Skemmtilegir nemendur“

Nubo, EU og verkalýðsmál til umræðu

Formaður Framsýnar fékk óvænta heimsókn í gær þegar tveir blaðamenn frá Jyllands-Posten í Danmörku komu við á skrifstofu félagsins til að taka við hann viðtal í blaðið. Aðalsteinn segist hafa fengið fjöldann allan af spurningum  m.a. um verkalýðsmál, atvinnuleysi á Íslandi, efnahagsástandið eftir hrun, viðhorf Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið og hugmynda Hunag Nubo um stórfellda atvinnuuppbyggingu á Grímsstöðum. Blaðamennirnir hefðu verið ágætlega inn í málefnum Íslendinga.

Fólkið á bak við tjöldin

Það er mikið verk að skipuleggja hátíðarhöld stéttarfélaganna 1. maí á hverju ári. Sérstök nefnd sem skipuð er fulltrúum aðildarfélaga Skrifstofu stéttarfélaganna kemur að því að ganga frá dagskránni. Síðan sér stjórn og trúnaðarráð stéttarfélaganna um að  gera salinn í Íþróttahöllinni kláran fyrir samkomuna auk þess að ganga frá öllu eftir hátíðarhöldin sem er töluvert verk. Hér koma nokkrar myndir af þessum hetjum sem eru stéttarfélögunum til mikils sóma.   Read more „Fólkið á bak við tjöldin“

Samkoma á Raufarhöfn

Framsýn stefnir að því að bjóða íbúum á Raufarhöfn í kaffi og tertu föstudaginn 1. júní, það er föstudaginn fyrir sjómannadagshelgina. Formaður félagsins, Aðalsteinn Á. Baldursson, verður á staðnum og spjallar við gesti og gangandi ásamt fulltrúum úr stjórn félagsins. Framsýn hefur staðið fyrir svona samkomum síðustu ár á Raufarhöfn og hafa heimamenn kunnað vel að meta framtak félagsins.