Heimasíðan mikið skoðuð

Eins og fjallað hefur verið um hér á þessari ágætu síðu er Heimasíða stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum virkasta síða aðildarfélaga innan ASÍ samkvæmt úttekt Starfsgreinasambands Íslands. Greinilegt er að sífellt fleiri lesendur fara inn á síðuna. Samkvæmt vefmælingum fóru tæplega 2000 manns inn á síðuna í síðustu viku. Þar af voru 45,49% einstaklingar sem ekki höfðu skoðað síðuna  áður. Read more „Heimasíðan mikið skoðuð“

Setið yfir áhættumati

Sigurgeir Stefánsson  svæðisstjóri Vinnueftirlitsins á Norðurlandi kom við á Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir helgina. Markmiðið var að ræða við starfsmenn og fara yfir forsendur og markmið áhættumats sem ber að gera á vinnustöðum. Skrifstofa stéttarfélaganna stefnir að því að klára áhættumarið á næstu vikum með það að það taki gildi í upphafi næsta árs. Read more „Setið yfir áhættumati“

Mikil ásókn í Þorrasalina

Íbúðir stéttarfélaganna í Þorrasölum eru afar vinsælar og nánast í útleigu alla daga. Almenn ánægja er með íbúðirnar meðal félagsmanna. Framkvæmdum er nú að mestu lokið við fjölbýlishúsið, það er við sameignina og bílakjallarann. Þá hafa iðnaðarmenn unnið að því síðustu daga að laga nokkur atriði sem forsvarsmenn Framsýnar og Þingiðnar vildu að yrðu löguð nú þegar verktakinn er að skila af sér verkinu. Read more „Mikil ásókn í Þorrasalina“

Samstöðu og styrktartónleikar fyrir bændur í Hofi

Fjöldi listamanna kemur fram á tónleikum í Hofi á sunnudag Samstöðu og styrktartónleikar fyrir þá bændur sem verst urðu úti í nýliðnum hamförum. Miðasala í fullum gangi á menningarhus.is Fjöldi listamanna mun koma fram á sérstökum samstöðu og styrktartónleikum í menningarhúsinu Hofi á Akureyri, sunnudaginn 18. nóvember næstkomandi, kl. 16.00.

Read more „Samstöðu og styrktartónleikar fyrir bændur í Hofi“

Hvað gengur miðstjórn ASÍ til?

Stéttarfélagið Framsýn hefur lengi gengið eftir því að fá fundargerðir miðstjórnar Alþýðusambands Íslands afhendar enda miðstjórnin eitt æðsta valdið í verkalýðshreyfingunni. Því miður er lýðræðið ekki meira en svo innan Alþýðusambandsins að ekki er talin ástæða til að upplýsa aðildarfélög sambandsins um umræðuna innan miðstjórnar á hverjum tíma. Read more „Hvað gengur miðstjórn ASÍ til?“

Nemendur frá FSH í heimsókn

Góðir gestir úr Framhaldsskóla Húsavíkur komu í heimsókn fyrir helgina til að kynna sér starfsemi Framsýnar og fræðast jafnframt um atvinnulífið á Húsavík. Formaður Framsýnar gerði þeim grein fyrir þessum þáttum og kom víða við í máli sínu. Unglingarnir voru áhugsamir um starfsemi Framsýnar og spurðu auk þess mikið út í réttindi þeirra á vinnumarkaði. Read more „Nemendur frá FSH í heimsókn“

Verkalýðsfélag Grindavíkur svarar áskorun

Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur samþykkti á fundi í gær að verða við áskorun Framsýnar- stéttarfélags um að leggja fram kr. 120.000,- til stuðnings málsókn Verkalýðsfélags Akraness sem samþykkti nýlega að láta á það reyna fyrir dómsstólum hvort verðtrygging hér á landi standist lög. Ljóst er að málsóknin mun kosta nokkrar milljónir. Read more „Verkalýðsfélag Grindavíkur svarar áskorun“

Vinnustaðaheimsókn í Lyfju á Húsavík

Formaður og varaformaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar hófu vinnustaðaheimsóknir í morgun með því að heimsækja Lyfju á Húsavík. Áhugi er fyrir því innan deildarinnar að heimsækja nokkra vinnustaði á næstu vikum. Þá er stjórn deildarinnar með það til skoðunar að standa fyrir launakönnun meðal félagsmanna í vetur. Nánar verður fjallað um það síðar. Read more „Vinnustaðaheimsókn í Lyfju á Húsavík“

Verkalýðsfélag Þórshafnar styrkir lestrarátak í grunnskólanum

Góður bókakostur er ein forsenda þess að viðhalda lestraráhuga hjá börnum og unglingum og góð lestrarfærni er undirstaða alls náms. Verkalýðsfélag Þórshafnar brást því vel við beiðni bókavarðarins á Þórshöfn þegar hann leitaði liðsinnis Verkalýðsfélagsins og bað um styrk til bókakaupa. Read more „Verkalýðsfélag Þórshafnar styrkir lestrarátak í grunnskólanum“

Jólaboð stéttarfélaganna 15. desember

Að venju verða stéttarfélögin með opið hús fyrir gesti og gangandi laugardaginn 15. desember. Boðið verður upp á heimsins besta kaffi og meðlæti, tónlist og þá munu jólasveinarnir ekki verða langt undan. Jólaboð stéttarfélaganna er afar vinsælt og árlega koma um 400 manns í boðið. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir.