Rekstur og starfsemi Framsýnar til mikillar fyrirmyndar að mati SGS

Þegar starfsemi, þjónusta og rekstur  Framsýnar er skoðaður er ljóst að félagið er mjög vel rekið og það veitir félagsmönnum sínum almennt mjög góða þjónustu og réttindi. Í raun er ekki hægt að benda á margt sem hægt er að bæta segir m.a. í úttekt Starfsgreinasambands Íslands um starfsemi Framsýnar sem var að berast félaginu. Innan Framsýnar eru rúmlega 2000 félagsmenn. Read more „Rekstur og starfsemi Framsýnar til mikillar fyrirmyndar að mati SGS“

Þarftu að ferðast erlendis

Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík eru með góðan samning við Hótel Keflavík og Gistihús Keflavíkur um afsláttarkjör fyrir félagsmenn sem ferðast erlendis. Það er ef þeir þurfa á gistingu að halda í Keflavík fyrir og eftir utanlandsferðina. Í boði er gisting með morgunverði, geymsla á bíl og akstur til og frá flugvelli. Allt þetta er innifalið í góðu verði auk þess sem stéttarfélögin niðurgreiða gistinguna enn frekar. Nánari upplýsingar um afsláttarkjörin er hægt að fá á Skrifstofu stéttarfélaganna. Read more „Þarftu að ferðast erlendis“

Öflugasta heimasíðan

Samkvæmt nýlegri úttekt Starfsgreinasambands Íslands á starfsemi aðildarfélaga sambandsins kemur fram að Framsýn heldur úti öflugustu heimasíðu stéttarfélags innan Alþýðusambands Íslands. Þetta er enn eitt dæmið um öfluga starfsemi Framsýnar en félagið heldur úti heimasíðunni með öðrum stéttarfélögum í Þingeyjarsýslum. Þess má geta að fjöldi fólks fer daglega inn á heimasíðuna.

Okkar menn sigruðu það er Rauða Eldingin

Kjarnafæðideildinni lauk á fimmtudaginn með úrslitaleik í Boganum á Akureyri.  Rauða Eldingin sem skipuð er að mestu leikmönnum frá Húsavík og nærsveitum sigraði þá Jankovic United 4 – 1 í úrslitaleik um gullið. Frábær árangur hjá drengjunum en Framsýn kom að því að styrkja þá með búningakaupum ásamt öðrum styrktaraðilum.  Til hamingju drengir!! Read more „Okkar menn sigruðu það er Rauða Eldingin“

Kristján í bústörfin og Karl Eskil í ritstjórastólinn

Sá ágæti fréttamaður, Karl Eskil Pálsson, hefur verið ráðinn ritstjóri Vikudags, sem kemur út á Akureyri. „Þetta leggst vel í mig. Vikudagur er öflugt blað á Eyjafjarðarsvæðinu og nýtur virðingar fyrir vandaðan fréttaflutning,“ segir Karl Eskil í frétt í Vikudegi.

Kristján Kristjánsson knattspyrnumaður og fyrrverandi ritstjóri blaðsins mun flytja sig um set frá Akureyri í Aðaldalinn og gerast bóndi á Hraunkoti. Read more „Kristján í bústörfin og Karl Eskil í ritstjórastólinn“

Viðræðum haldið áfram á morgun

Fulltrúar Framsýnar og Landssambands smábátaeigenda munu funda á morgun föstudag um kjarasamning fyrir smábátasjómenn á félagssvæði Framsýnar sem nær yfir þrjár hafnir, Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn. Fundurinn verður haldinn í Reykjavík í húsnæði Ríkissáttasemjara og hefst kl. 10:00, það er um leið og fulltrúar Framsýnar lenda í Reykjavík. Read more „Viðræðum haldið áfram á morgun“

Vetrarstarfið að hefjast

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar mun koma saman til fyrsta fundar í byrjun september eftir sumarfrí. Fjölmörg mál bíða þess að verða tekin fyrir. Að venju má búist við öflugu starfi í vetur hjá félaginu enda mörg spennandi verkefni framundan sem félagið hefur áhuga á að skoða og fylgja eftir.

Forseti ASÍ í heimsókn

Forseti Alþýðusambands Íslands er væntanlegur til Húsavíkur miðvikudaginn 5. september kl. 17:00. Þar mun hann funda með stjórnum Framsýnar, Þingiðnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar um væntanlegt þing sambandsins sem haldið verður í haust.  Að venju verða mörg mál á dagskrá þingsins sem forsetinn mun gera grein fyrir auk þess sem fulltrúum stéttarfélaganna býðst tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri.

Formaður kominn í sumarfrí

Rétt er að geta þess að formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson,  fór í sumarfrí í morgun. Hann fær þó ekki að vera lengi í fríi þar sem hann kemur aftur til starfa 1. september. Aðrir starfsmenn hafa nú lokið sínum sumarfríum að mestu og eru því til taks fyrir félagsmenn stéttarfélaganna.

Óþolandi framkoma

Töluvert hefur verið um í sumar að starfsfólk í ferðaþjónustu á félagsvæði Framsýnar hafi leitað til Skrifstofu stéttarfélaganna eftir aðstoð þar sem brotið hefur verið á þeirra réttindum. Í sumum tilvikum mjög alvarlega.  Sérstaklega er varðar kjaramál, aðbúnaðarmál og ákvæði um vinnu- og hvíldartíma. Því miður hefur orðið töluverð aukning á brotamálum milli ára. Sem betur fer eru flest fyrirtæki í ferðaþjónustu með sín mál í lagi en samt sem áður eru alltof mörg fyrirtæki sem fara ekki eftir skráðum reglum. Read more „Óþolandi framkoma“

Fundað í Ásbyrgi

Formaður Framsýnar átti vinsamlegan fund í dag með starfsmönnum Vatnajökulsþjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum. Á fundinum var farið yfir nokkur málefni er varða starfsmenn. Rúmlega 20 starfsmenn starfa í Vatnajökulsþjóðgarði, það er á norðursvæðinu. Fjölmargir hafa heimsótt þjóðgarðinn í sumar. Áætlað er að hátt í 150 þúsund manns hafi komið að Dettifossi í sumar og þá hafa um 30 þúsund manns komið í Gljúfrastofu á sama tímabili og yfir 10 þúsund gestir hafa gist á tjaldsvæðinu. Read more „Fundað í Ásbyrgi“