Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum bjóða félagsmönnum upp á áhugavert námskeið er nefnist AÐ SEMJA UM LAUN. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Gylfi Dalmann Aðalsteinsson kennari við Háskóla Íslands. Um er að ræða 3 klst. námskeið. Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 30. október kl. 19:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Read more „Að semja um laun – Áhugavert námskeið“
Endurbætt jafnréttisstefna og aðgerðaáætlun ASÍ (heimild www.sgs.is)
Í aðdraganda þings ASÍ var jafnréttisstefna og aðgerðaáætlun sambandsins endurskoðuð og samþykkt á miðstjórnarfundi. Í stefnunni er lögð áhersla á innleiðingu jafnlaunastaðalsins til að vinna gegn launamuni kynjanna og virkja bæði kyn til þátttöku á öllum sviðum samfélagsins og innan vébanda hreyfingarinnar. Stefnan og aðgerðaáætlunin 2012-2016 er svohljóðandi: http://www.sgs.is/frettir/nr/133317/
Reykfiskur verðlaunaður og tilnefndur til þátttöku í Evrópukeppni
Í síðustu viku var haldin fjölmenn vinnuverndarráðstefna á Grand Hótel í tilefni Evrópsku vinnuverndarvikunnar sem stendur yfir dagana 22.-26. október undir yfirskriftinni VINNUVERND – ALLIR VINNA. Ráðstefnugestir voru 110 úr margvíslegum geirum atvinnulífsins. Read more „Reykfiskur verðlaunaður og tilnefndur til þátttöku í Evrópukeppni“
Kastljós fjallar um atvinnuástandið á Raufarhöfn
Heimasíða stéttarfélaganna hefur heimild fyrir því að Kastljós muni í kvöld eða fljótlega fjalla um atvinnuástandið á Raufarhöfn en það hefur verið töluvert til umræðu í fjölmiðlum undanfarið. Vitað er til þess að fréttamenn Kastljóss hafi verið á Raufarhöfn í vikunni. Meðal annars komu þeir við á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík til að kynna sér stöðuna. Read more „Kastljós fjallar um atvinnuástandið á Raufarhöfn“
Nágrannar okkar væntanlegir í heimsókn
Von er á góðri heimsókn frá Akureyri á föstudaginn en þá eru væntanlegir fulltrúar frá Félagi málmiðnarmanna á Akureyri, Sjómannafélagi Eyjarfjarðar og Félagi verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni. Hópurinn mun kynna sér starfsemi Framsýnar og Þingiðnar auk þess að fræðast um fyrirhugaðar framkvæmdir er tengjast atvinnumálum í Þingeyjarsýslum.
Þingi ASÍ lokið – ályktað um mörg mikilvæg mál
Ályktanir um kjaramál, Evrópumál, atvinnumál, húsnæðismál og lífeyrismál voru samþykktar á þingi ASÍ eftir undangengna hópa- og nefndarvinnu á miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku. Þinginu lauk síðasta föstudag eftir nokkuð fjörugt þing. Hér má sjá ályktanir þingsins http://www.asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-2/19_read-3423
Ályktun um svarta atvinnustarfsemi og félagsleg undirboð samþykkt á þingi ASÍ
Að gefnu tilefni tók Framsýn upp málefni á þingi ASÍ er varðar kennitöluflakk, svarta atvinnustarfsemi og innflutning á ódýru vinnuafli undir því yfirskini að starfsmenn séu að koma til landsins í sjálfboðastarf. Félagið taldi einnig ástæðu til að vara við þeirri þróun að skrá íslensk fiskiskip og kaupskip undir hentifánum erlendis. Þingið samþykkti samhljóða að álykta um málið og er hún hér meðfylgjandi: Read more „Ályktun um svarta atvinnustarfsemi og félagsleg undirboð samþykkt á þingi ASÍ“
Leit stendur enn yfir á heiðum í Þingeyjarsýslum
Bændur og sjálfboðaliðar í Þingeyjarsýslum hafa undanfarið haldið áfram að leita af fé eftir óveðrið mikla sem gekk yfir svæðið um miðjan september. Flesta daga finnast kindur á lífi sem er ánægjulegt. Einn af þeim sjálfboðaliðum sem hefur staðið sig afar vel er Ólafur Jón Aðalsteinsson á Húsavík og á hann heiður skilið fyrir sína framgöngu. Óli Jón lánaði okkur meðfylgjandi myndir sem hann hefur tekið á ferðum sínum en hann hefur aðallega verið við leitir á Reykjaheiði. Read more „Leit stendur enn yfir á heiðum í Þingeyjarsýslum“
Jólaúthlutun íbúðanna í Þorrasölum
Íbúar Raufarhafnar kalla á hjálp
Stéttarfélagið Framsýn hefur sent bréf til allra þingmanna Norðurlands kjördæmis eystra til að vekja athygli á því að á síðustu 20 árum hefur íbúum Raufarhafnar fækkað um helming og landaður afli hefur á sama tíma minnkað um ríflega 97%, samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Read more „Íbúar Raufarhafnar kalla á hjálp“
Atvinnumál á Raufarhöfn til umræðu í gær
Íbúaþróun á Raufarhöfn hefur um langt árabil verið mjög neikvæð, og hafa aðgerðir opinberra aðila ekki megnað að snúa þeirri þróun við. Sem dæmi má nefna að nú búa um 185 íbúar á Raufarhöfn en voru 446 árið 1970. Read more „Atvinnumál á Raufarhöfn til umræðu í gær“
Að semja um laun – Áhugavert námskeið
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum bjóða félagsmönnum upp á áhugavert námskeið er nefnist AÐ SEMJA UM LAUN. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Gylfi Dalmann Aðalsteinsson kennari við Háskóla Íslands. Um er að ræða 3 klst. námskeið. Ekki er búið að tímasetja námskeiðið en það verður haldið í lok október á Húsavík. Nánari tímasetning mun birtast á heimasíðunni eftir helgina. Námskeið er frítt fyrir félagsmenn stéttarfélaganna. Skráning á námskeiðið er á Skrifstofu stéttarfélaganna. Uppbygging námskeiðsins er eftirfarandi: Read more „Að semja um laun – Áhugavert námskeið“
Þing ASÍ að hefjast
Á miðvikudaginn hefst 40. þing Alþýðusambands Íslands. Þingið sem haldið verður á Hótel Nordica, Reykjavík stendur yfir í þrjá daga. Helstu málefni sem verða til umræðu eru: Atvinnumálin, húsnæðismál og lífeyrissjóðsmál. Fulltrúar Framsýnar á fundinum verða, Aðalsteinn Á. Baldursson, Torfi Aðalsteinsson, Kristbjörg Sigurðardóttir og Jónína Hermannsdóttir. Frá Þingiðn verður Jónas Kristjánsson fulltrúi en hann er jafnframt formaður félagsins.
Fréttabréfið klárt
Fjársöfnun til stuðnings bændum
Ákveðið hefur verið að efna til söfnunar til að styðja við bakið á bændum á þeim svæðum sem urðu fyrir áföllum í óveðrinu, sem gekk yfir Norðurland snemma í september. Sérstök verkefnisstjórn hefur verið skipuð til að hafa umsjón með söfnuninni og móta reglur um hana. Read more „Fjársöfnun til stuðnings bændum“
Ályktun um Evrópumál felld á þingi BSRB
Engar ályktanir voru samþykktar um Evrópumál á þingi BSRB. Ályktun sem kom fram á fundinum um að setja varnarlínur í aðildarviðræðunum var felld í þinginu. Stjórn BSRB lagði fram drög að nokkrum ályktunum fyrir þingið, en ekkert var þar að finna um Evrópumál. Read more „Ályktun um Evrópumál felld á þingi BSRB“
Vilja umræður um ástandið á Raufarhöfn
Miðstjórn ASÍ vill ekki að félagsmenn kjósi forseta samtakanna
Miðstjórn ASÍ leggst alfarið gegn því að hinn almenni félagsmaður fái að kjósa sér forseta samtakanna, og vill að það verði áfram í höndum fulltrúa á þingum ASÍ. Þetta kemur fram í umsögn miðstjórnarinnar um tillögu sem Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness ætlar að leggja fram á næsta þingi samtakanna, sem haldið verður í næstu viku. Read more „Miðstjórn ASÍ vill ekki að félagsmenn kjósi forseta samtakanna“
Fá ekki greidd laun vegna kennitöluleysis
Töluvert er um að erlendir starfsmenn sem réðu sig til starfa við sauðfjárslátrun á Íslandi í haust hafi sett sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík vegna óánægju með hversu langan tíma það tekur að fá kennitölu en Þjóðskrá Íslands gefur sér 5-6 vikur til að afgreiða kennitölur. Fyrirtækjum er óheimilt að greiða út laun til starfsmanna nema þeir hafi áður fengið kennitölu.
Hvernig væri að senda gleðikort?
Í tilefni af geðverndarvikunni þá hefur VIRK – Starfsendurhæfingarsjóður sett upp á heimasíðu sína skemmtilegan möguleika þar sem fólk getur sent rafræn póstkort til vinnufélaga, vina, fjölskyldu eða einhvers sem það telur að eigi hrós skilið – svokölluð gleðikort – þar sem komið er á framfæri hrósi og jákvæðum umsögnum. Allir geta nýtt sér þessi kort án endurgjalds og ekki bara í geðverndarvikunni heldur allt árið um kring. Sjá nánar hér: http://virk.is/gledikort Read more „Hvernig væri að senda gleðikort?“