Skrifstofa stéttarfélaganna verður lokuð á morgun, þriðjudag, vegna jarðarfarar Steingríms Kristins Sigurðssonar. Lokað verður frá kl. 13:00 til 16:00.
Starfsmenn
Sjómannadeild Framsýnar stóð fyrir kynningarfundi í gær um kjarasamning félagsins og Landssambands smábátasjómanna sem undirritaður var 31. ágúst. Atkvæðagreiðsla um samninginn er hafin og stendur til næsta mánudags. Rétt er að hvetja þá sjómenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði að gera það nú þegar. Hægt er að kjósa á Skrifstofu stéttarfélaganna.
Nú stendur yfir kynning á drögum að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðrar 25 000 tonna kísilkarbíðverksmiðju Saint Gobain á Bakka við Húsavík. Drögin má nálgast hér . Kynningin stendur yfir til 4. október nk. Óskað er eftir að drög að tillögu að matsáætlun verði tekin til athugunar. Hægt er að koma ábendingum og athugasemdum á framfæri til Verkís, sendist á umhverfismal@verkis.is, eða í pósti, Verkís hf. b.t. Þórhildar Guðmundsdóttur, Ármúla 4, 108 Reykjavík. (nordurthing.is)
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kemur saman til næsta fundar fimmtudaginn 27. september. Fundurinn hefst kl. 20:00 verður í fundarsal félagsins. Sérstakir gestir fundarins verða Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og Árni Steinar Stefánsson starfsmaður sambandsins. Þau voru bæði nýlega ráðin til sambandsins og hafa því ekki komið áður á fund með forsvarsmönnum Framsýnar- stéttarfélags. Þau eru boðin velkomin til Húsavíkur. Sjá dagskrá fundarins: Read more „Starfsmenn SGS væntanlegir í heimsókn“
Ritstjóri, blaðamenn og ljósmyndarar Fréttabréfs stéttarfélaganna sem eru „fjölmargir“, enda málgagnið afar vandað og efnismikið eins og alþjóð veit, sitja nú við skriftir til að koma út Fréttabréfi í næstu viku. Í Fréttabréfinu verður fjallað um það helsta úr stafi stéttarfélaganna síðustu vikurnar. Ef það er einhver sem vill auglýsa eða koma á framfæri skemmtilegum myndum af vinnustöðum eða úr atvinnulífinu er þeim velkomið að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna. Fréttabréf stéttarfélaganna er málgagn vinnandi stétta í Þingeyjarsýslum.
Á laugardaginn ræðst hvort karlalið Völsungs í knattspyrnu kemst upp um deild. Sigri Völsungur eða geri jafntefli er liðið komið upp í 1. deild. Því er afar mikilvægt að bæjarbúar, nærsveitarmenn og allir stuðningsmenn liðsins um land allt styðji strákana til sigurs með því að leggja leið sína á völlinn. Áfram Völsungur!!!
Sjómannadeild Framsýnar boðar til fundar um kjarasamning félagsins og Landssambands smábátaeigenda sunnudaginn 23. september kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Í lok fundar hefst atkvæðagreiðsla um samninginn. Einnig verður hægt að kjósa á Skrifstofu stéttarfélaganna til 1. október 2012. Það er á skrifstofutíma 08:00:16:00. Rétt er að taka fram að fundurinn og atkvæðagreiðslan er aðeins fyrir þá sjómenn sem eru greiðendur til Framsýnar- stéttarfélags.
Hrútadagurinn á Raufarhöfn verður laugardaginn 29. september. Þar verða til sölu hrútar frá mörgum þeim bæjum sem hafa söluleyfi úr Norðausturhólfi. Full ástæða er til að hvetja fólk til að gera sér ferð á Raufarhöfn á hrútadaginn. Þetta er skemmtun við allra hæfi. Sjá dagskrá og myndir: Read more „Allir á Raufarhöfn – hrútadagurinn framundan“
ASÍ og BSRB, heildarsamtök stéttarfélaga á vinnumarkaði, hafa tekið höndum saman um sameiginlega fræðslu fyrir starfsfólk sitt og stjórnir með það fyrir augum að mæta breyttum tímum, nýjum áherslum og viðameiri verkefnum. Til að mæta auknum kröfum sem gerðar eru til forystu og starfsfólks innan samtakanna hefur verið búin til námsleiðin Forystufræðsla fyrir stjórnir og starfsfólk stéttarfélaga. Read more „Samningur undirritaður um forystufræðslu“
Stjórnarfundur BSRB hefur samþykkt ályktun þar sem því er mótmælt að stjórnvöld ætli enn einu sinni að fresta því að taka á vanda Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Starfsmannafélag Húsavíkur er innan BSRB. Ályktunina má sjá í heild sinni hér að neðan. Read more „BSRB ályktar um lífeyrismál“
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa bændur, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir verið við leitir í Þingeyjarsýslum. Meðal þeirra sem leitað hafa eru fulltrúar frá Fjáreigendafélagi Húsavíkur sem beðnir voru um að leggja til mannskap til að ganga svæðið við Höskuldsvatn á Reykjaheiði sem er mjög erfitt yfirferðar norður að svokölluðum Reiðarárbotnum. Leitirnar gengu vel en þær hafa staðið yfir í tvo daga, það er á þessu afmarkaða leitarsvæði. Read more „Tófur og kindur á ferð“
Stéttarfélagið Framsýn skorar á Steingrím J. Sigfússon ráðherra Atvinnuvega- og nýsköpunarmála að setja skýrar reglur um upprunamerkingar á vörum s.s. lopapeysum sem prjónaðar eru erlendis úr íslenskri ull og fluttar inn til landsins. Óskað er eftir fundi með honum um málið. Bréf þess efnis fór frá félaginu í dag. Read more „Skorað á ráðherra að setja skýrar reglur um merkingar“
Framsýn og Þingiðn hafa ákveðið að hefja söfnun á einnota dósum og flöskum sem falla til í íbúðum félaganna í Þorrasölum í Kópavogi eftir dvöl félagsmanna. Hugmyndin er að gestir setji umbúðirnar í poka og komi þeim fyrir í geymslu í blokkinni velji þeir að taka þátt í söfnuninni. Umbúðirnar verða síðan teknar og seldar. Andvirðið rennur óskipt til góðgerðarmála á félagssvæði stéttarfélaganna. Read more „Vilja tæki fyrir dósir!! (söfnun hafin)“
Starfsgreinasambandið sem Framsýn á aðild að og Skógrækt ríkisins hafa gert með sér stofnanasamning um forsendur og reglur um röðun starfa við stofnunina, í samræmi við ákvæði kjarasamnings SGS og fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, frá 1. júní 2011. Read more „Stofnanasamningur endurskoðaður“
Forseti Alþýðusambands Íslands, Gylfi Arnbjörnsson, gerði sér ferð til Húsavíkur fyrir helgina þar sem hann fundaði með fulltrúum Framsýnar, Þingiðnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar um kjaramál, lífeyrissjóðsmál og væntanlegt þing sambandsins í haust en það verður haldið í Reykjavík um miðjan október. Read more „Kjarasamningar í uppnámi“
Formaður Félags Málmiðnarmanna á Akureyri, Jóhann R. Sigurðsson, kom í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna í gær til að kynna sér starfsemi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Jóhann tók við sem formaður á síðasta aðalfundi félagsins sem haldinn var í febrúar. Read more „Góður gestur í heimsókn frá FMA“
Stjórn og trúnaðarmannaráð kom saman til fundar í gær í orlofshúsi Framsýnar í Dranghólaskógi í Öxarfirði. Fundurinn var mjög árangursríkur enda umræður líflegar um efnismikla dagskrá fundarins. Í lok fundar, en hann stóð fram eftir kvöldi, grilluðu fundarmenn saman áður en þeir héldu heim á leið eftir góðan fund. Sjá myndir: Read more „Árangursríkur fundur í orlofshúsi“
Þegar starfsemi, þjónusta og rekstur Framsýnar er skoðaður er ljóst að félagið er mjög vel rekið og það veitir félagsmönnum sínum almennt mjög góða þjónustu og réttindi. Í raun er ekki hægt að benda á margt sem hægt er að bæta segir m.a. í úttekt Starfsgreinasambands Íslands um starfsemi Framsýnar sem var að berast félaginu. Innan Framsýnar eru rúmlega 2000 félagsmenn. Read more „Rekstur og starfsemi Framsýnar til mikillar fyrirmyndar að mati SGS“
Drífa Snædal hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og tekur til starfa 17. september næstkomandi. Fráfarandi framkvæmdastjóri, Kristján Bragason starfar við hlið Drífu til áramóta. Framsýn er aðili að Starfsgreinasambandinu. Read more „Drífa ráðin framkvæmdastjóri“