Ákveðið hefur verið að efna til söfnunar til að styðja við bakið á bændum á þeim svæðum sem urðu fyrir áföllum í óveðrinu, sem gekk yfir Norðurland snemma í september. Sérstök verkefnisstjórn hefur verið skipuð til að hafa umsjón með söfnuninni og móta reglur um hana. Read more „Fjársöfnun til stuðnings bændum“
Ályktun um Evrópumál felld á þingi BSRB
Engar ályktanir voru samþykktar um Evrópumál á þingi BSRB. Ályktun sem kom fram á fundinum um að setja varnarlínur í aðildarviðræðunum var felld í þinginu. Stjórn BSRB lagði fram drög að nokkrum ályktunum fyrir þingið, en ekkert var þar að finna um Evrópumál. Read more „Ályktun um Evrópumál felld á þingi BSRB“
Vilja umræður um ástandið á Raufarhöfn
Miðstjórn ASÍ vill ekki að félagsmenn kjósi forseta samtakanna
Miðstjórn ASÍ leggst alfarið gegn því að hinn almenni félagsmaður fái að kjósa sér forseta samtakanna, og vill að það verði áfram í höndum fulltrúa á þingum ASÍ. Þetta kemur fram í umsögn miðstjórnarinnar um tillögu sem Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness ætlar að leggja fram á næsta þingi samtakanna, sem haldið verður í næstu viku. Read more „Miðstjórn ASÍ vill ekki að félagsmenn kjósi forseta samtakanna“
Fá ekki greidd laun vegna kennitöluleysis
Töluvert er um að erlendir starfsmenn sem réðu sig til starfa við sauðfjárslátrun á Íslandi í haust hafi sett sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík vegna óánægju með hversu langan tíma það tekur að fá kennitölu en Þjóðskrá Íslands gefur sér 5-6 vikur til að afgreiða kennitölur. Fyrirtækjum er óheimilt að greiða út laun til starfsmanna nema þeir hafi áður fengið kennitölu.
Hvernig væri að senda gleðikort?
Í tilefni af geðverndarvikunni þá hefur VIRK – Starfsendurhæfingarsjóður sett upp á heimasíðu sína skemmtilegan möguleika þar sem fólk getur sent rafræn póstkort til vinnufélaga, vina, fjölskyldu eða einhvers sem það telur að eigi hrós skilið – svokölluð gleðikort – þar sem komið er á framfæri hrósi og jákvæðum umsögnum. Allir geta nýtt sér þessi kort án endurgjalds og ekki bara í geðverndarvikunni heldur allt árið um kring. Sjá nánar hér: http://virk.is/gledikort Read more „Hvernig væri að senda gleðikort?“
Frábærar fréttir – ferðum fjölgað til Húsavíkur
Flugfélagið Ernir hefur ákveðið í ljósi reynslunnar í sumar að bæta við flugum til Húsavíkur og fljúga sex daga vikunnar samtals 10 flug í viku. Bætt verður við morgun- og síðdegisflugum á mánudögum og einu morgunflugi á miðvikudögum frá og með 15. október. Sala á þessum flugum er nú þegar hafin og er fólk kvatt til að kynna sér nýja flugáætlun á www.ernir.is. Read more „Frábærar fréttir – ferðum fjölgað til Húsavíkur“
Kjarasamningur sjómanna gildir frá 31. ágúst
Skrifstofu stéttarfélaganna hafa borist fyrirspurnir frá sjómönnum á smábátum varðandi gildistökuna á nýja samningnum sem samþykktur var í síðustu viku af sjómönnum og útgerðarmönnum á félagssvæði Framsýnar. Rétt er að taka fram að samningurinn gildir frá 31. ágúst og ber útgerðarmönnum því að gera upp samkvæmt nýja samningnum frá þeim tíma hafi skiptakjörin verið lægri en í nýja samningnum. Read more „Kjarasamningur sjómanna gildir frá 31. ágúst“
Matarverð er á uppleið
Verð á kjöti, fiski og mjólkurvörum hækkar milli ára og nemur hækkunin allt að tugum prósenta. Svínakótelettur hafa hækkað um 27% á einu ári og rækja um 21%. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands en þær sýna að verðið hefur í mörgum tilfellum hækkað langt umfram verðlagsþróun. Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar – stéttarfélags, segir marga eiga erfitt með framfærslu. „Því er reglulega haldið fram að láglaunafólk eigi fyrir verðhækkunum enda hafi kaupmátturinn aukist. Þetta er bara falskt. Launin eru í mörgum tilfellum svo lág að sífellt fleiri ráða ekki við hækkanirnar.“ Read more „Matarverð er á uppleið“
Samið fyrir smábátasjómenn
Kjarasamningur Framsýnar- stéttarfélags og Landssambands smábátaeigenda sem undirritaður var 31. ágúst 2012 hefur verið samþykktur meðal félagsmanna Framsýnar og útgerðarmanna í Þingeyjarsýslum. Talningu atkvæða lauk í hádeginu í dag. Samningurinn nær yfir þrjá útgerðarstaði, Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn. Alls samþykktu 88% sjómanna innan Framsýnar samninginn. Meðal útgerðarmanna samþykktu 64% samninginn. Read more „Samið fyrir smábátasjómenn“
Kaskó á Húsavík með í verðkönnun ASÍ
Verslunin Iceland Engihjalla var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum, stórmörkuðum og klukkubúðum víðsvegar um landið mánudaginn 1. október. Flestar vörurnar sem skoðaðar voru í könnuninni voru fáanlegar hjá Fjarðarkaupum Hafnarfirði eða 94 af 99, Nóatún Nóatúni átti til 89 og Hagkaup Skeifunni átti til 83. Read more „Kaskó á Húsavík með í verðkönnun ASÍ“
Hrútar boðnir upp á Raufarhöfn
Hinn landsþekkti Hrútadagur var haldinn hátíðlegur á Raufarhöfn síðasta laugardag. Að venju lagði fjöldi fólks leið sína til Raufarhafnar til að skoða og jafnvel kaupa verðlaunahrúta. Sá besti fór á kr. 85.000,-. Markaðsverð á góðum hrút er um 27 þúsund. Read more „Hrútar boðnir upp á Raufarhöfn“
Atkvæðagreiðslu lokið
Í gær lauk atkvæðagreiðslu um kjarasamning Framsýnar og Landssambands smábátaeigenda sem var undirritaður 31. ágúst. Þar sem ekki er heimilt að greina frá niðurstöðum verður það ekki gert í dag. Það verður hins vegar gert þann 5. október nk. en þá hefur Ríkissáttasemjari heimilað að úrslitin verði birt opinberlega. Read more „Atkvæðagreiðslu lokið“
Samið við Fjallalamb
Einn góður fyrir helgina
Um leið og við óskum lesendum Heimasíðu stéttarfélaganna góðrar helgar kemur hér einn góður brandari til að hafa gaman af: Við hjónin lágum uppi í rúmi og horfðum á Villtu vinna milljón. Ég snéri mér að henni og sagði, “ Villtu gera do do ? “ Hún svaraði, “ Nei”. Ég spurði, “ Er þetta þitt loka svar” ? Hún leit ekki einu sinni á mig og svaraði “ Já” … svo ég sagði, “Þá langar mig að hringja í vin”… og þá varð allt vitlaust……
Vonbrigði með fjárfestingarform stjórnvalda
Miðstjórn Samiðnar sem Þingiðn á aðild að harmar að fjárfestingaráform ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga hafi ekki gengið eftir og lítur á það sem brot á samkomulagi að enn sé dráttur á að framkvæmdir hefjist. Ályktun miðstjórnarfundar Samiðnar haldinn 24. og 25. september 2012 á Akureyri er svohljóðandi: Read more „Vonbrigði með fjárfestingarform stjórnvalda“
Gestir frá SGS í heimsókn
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar fundaði í gær um fyrirliggjandi mál auk þess sem formaður félagsins Aðalsteinn Á. Baldursson fór yfir starfsemi félagsins í tilefni af heimsókn gesta frá Starfsgreinasambandi Íslands. Þau Drífa Snædal og Árni Steinar Stefánsson voru gestir félagsins en þau hófu nýlega störf hjá sambandinu, Drífa sem framkvæmdastjóri og Árni Steinar sem sérfræðingur. Read more „Gestir frá SGS í heimsókn“
Verðlaunahundur kallaður til
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa bændur í Þingeyjarsýslum unnið að því undanfarnar vikur að bjarga fé úr sjálfheldu og fön eftir óveðrið sem gekk yfir Norðurlandið í byrjun september. Veðrið hefur lagast töluvert frá þeim tíma og á hverjum degi finnast kindur á lífi sem betur fer. Í gær fréttist meðal annars af tveimur lömbum sem voru komin niður fyrir snjólínuna á nokkuð öruggt svæði við Botnsvatnið sem liggur fyrir ofan Húsavík, það er í svokölluðum Krubbskálum. Read more „Verðlaunahundur kallaður til“
Nýtt: Ódýr gisting í Keflavík
Stéttarfélögin hafa samið við Gistiheimili Keflavíkur um ódýra gistingu fyrir félagsmenn sem ferðast milli landa. Gistiheimilið er í eigu sömu aðila og reka Hótel Keflavík. Félagsmenn greiða kr. 4.300 fyrir tveggja manna herbergi með morgunverði. Gisting í eins manns herbergi með morgunverði er á kr 3.300,-.
Nýr vefur SGS í loftið
Vefur Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hefur nú verið opnaður í nýrri og endurbættri mynd. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á vefnum sem miða að því að bæta þjónustu við alla þá sem eiga erindi við SGS. Lögð er áhersla á að upplýsingar á nýjum vef séu sem aðgengilegastar og settar fram á greinargóðan hátt. Read more „Nýr vefur SGS í loftið“