Eins og heimasíðan hefur fjallað um var íbúafundurinn á Raufarhöfn í vikunni góður og upplýsandi. Ljóst er að heimamenn hafa margar góðar hugmyndir, sérstaklega varðandi ferðaþjónustu og fiskvinnslu á staðnum. Read more „GPG- stórhuga“
Vetrarlegt í Aðaldalnum
Félagar í STH athugið
Fær ekki viðbrögð
Einn af þeim sem hefur haft áhuga fyrir því að setja upp nýja starfsemi á Raufarhöfn er Birkir Kristjánsson fiskverkandandi sem á síðustu árum hefur rekið öfluga niðursuðuverksmiðju í Grindavík sem hann seldi fyrr á þessu ári. Read more „Fær ekki viðbrögð“
Magnað framtak
Skákfélagið Goðinn-Mátar hafa ákveðið hvernig félagið ætlar að halda upp á Íslenska skákdaginn 26 janúar nk. á Húsavík. Við munum taka höndum saman við Velferðarsjóð Þingeyinga og safna peningum fyrir sjóðinn. Read more „Magnað framtak“
Þingiðn fundar á fimmtudaginn
Baráttuhugur í heimamönnum
Byggðastofnun ásamt heimamönnum boðaði til opins fundar um atvinnumál á Raufarhöfn í dag. Fundurinn sem hófst kl. 17:30 fór vel fram og greinilegt er að íbúar á Raufarhöfn vilja leggja sitt að mörkum til að stöðva fólksfækkunina sem orðið hefur á Raufarhöfn undanfarin ár og áratugi. Reyndar hefur fólksfækkunin orðið mest á Raufarhöfn sé miðað við þéttbýliskjarna á Íslandi.
Gleðin við völd á lokafundi Framsýnar
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar ásamt starfsmönnum og trúnaðarmönnum á vinnustöðum komu saman til fundar síðasta föstudag. Í lok fundar var boðið upp á kvöldverð og heimatilbúna skemmtidagskrá. Hefð er fyrir því innan Framsýnar að klára starfsárið með hátíðarfundi en mikið er lagt upp úr því að hafa starfið innan félagsins áhugavert, þroskandi og skemmtilegt. Þessi blanda hefur skilað því að afar auðvelt er að fá félagsmenn til að taka að sér trúnaðarstörf fyrir félagið. Read more „Gleðin við völd á lokafundi Framsýnar“
Blásið til íbúafundar á Raufarhöfn
Undanfarna mánuði hefur verið unnið að verkefni um framtíð Raufarhafnar á vegum Norðurþings, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Byggðastofnunar og Íbúasamtaka Raufarhafnar. Markmið verkefnisins er að styrkja stöðu byggðar á Raufarhöfn. Framsýn hefur einnig látið sig málið varða en íbúar á Raufarhöfn leituðu til félagsins þar sem þeir óttuðust um sína stöðu og framtíð Raufarhafnar. Í kjölfarið vakti félagið athygli á stöðu samfélagsins á Raufarhöfn. Read more „Blásið til íbúafundar á Raufarhöfn“
Fallegt á Þeistareykjum í dag
Formaður Framsýnar og yfirmenn Jarðborana gerðu sér ferð á Þeistareyki í dag eftir heimsókn þeirra til Húsavíkur í morgun. Markmiðið var að heilsa upp á starfsmenn og kynna sér aðstæður en veðrið hefur verið mjög slæmt það sem af er vetri. Bormenn hafa því átt erfitt með að athafna sig á svæðinu en starfsmenn Jarðborana á Þeistareykjum eru mikil hörkutól, ekki spurning. Sjá myndir og frekari umfjöllun. Read more „Fallegt á Þeistareykjum í dag“
Góðir gestir í heimsókn
Baldvin Þorsteinsson stjórnarformaður Jarðborana sem jafnframt gegnir starfi forstjóra fyrirtækisins um þessar mundir og Sturla F. Birkisson framkvæmdastjóri tæknisviðs fyrirtækisins komu í heimsókn til Húsavíkur í morgun. Read more „Góðir gestir í heimsókn“
Jólaboð stéttarfélaganna
Jólaboð stéttarfélaganna verður laugardaginn 15. desember í fundarsal stéttarfélaganna. Þingeyingum og gestum þeirra er boðið í veglegt jólakaffi. Opið verður frá kl. 14:00 til 18:00. Söngur, hlátur og tónlist verða við völd og jólaandinn góði verður á staðnum. Hver veit nema jólasveinarnir Read more „Jólaboð stéttarfélaganna“
Fréttir af starfsemi Starfsmannafélags Húsavíkur
Guðrún K Magnúsdóttir og Stefán Stefánsson voru fulltrúar STH á aðalfundi Samflots 9 og 10 nóvember sl.var sá fundur mjög góður og málin rædd þar á hreinskiptinn hátt og þær ákvarðanir sem teknar voru á fundinum gerir framkvæmdanefnd Samflotsins kleift að efla starf sitt gagnvart okkar samningsaðilum. Read more „Fréttir af starfsemi Starfsmannafélags Húsavíkur“
Hvað er að frétta?
Daglega koma margir góðir gestir í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna. Erindin eru mörg og mismunandi. Menn koma t.d. til að fá sér kaffi og ræða málin, leita aðstoðar, sækja námskeið, leita eftir upplýsingum um réttindi á vinnumaraði eða hjá stéttarfélögunum sem aðild eiga að skrifstofunni. Sjá myndir: Read more „Hvað er að frétta?“
Á ferð og flugi um norðursýsluna
Rafnar Orri Gunnarsson og Ágúst Sigurður Óskarsson starfsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna hafa síðustu daga farið um norðursvæði Framsýnar og heimsótt vinnustaði. Þeim hefur alls staðar verið vel tekið og ber að þakka fyrir það. Hér koma nokkrar myndir frá ferðalagi þeirra félaga um Kelduhverfið og Öxarfjörð. Read more „Á ferð og flugi um norðursýsluna“
Sannir karlmenn hjá Jarðborunum
Framsýn leggur mikið upp úr vinnustaðaheimsóknum og hafa fulltrúar félagsins farið víða síðustu vikurnar. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Rafnar Orri Gunnarsson starfsmaður Framsýnar kom við hjá starfsmönnum Jarðborana fyrir helgina en stór hópur þeirra eru félagsmenn í Framsýn. Read more „Sannir karlmenn hjá Jarðborunum“
Fundað um samning fyrir starfsfólk við hvalaskoðun
Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, fundaði með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í Reykjavík á fimmtudaginn um samning fyrir starfsmenn á hvalaskoðunarbátum. Félagið hefur lengi barist fyrir því að slíkur samningur verði gerður enda ólíðandi með öllu að ekki sé til staðar samningur. Read more „Fundað um samning fyrir starfsfólk við hvalaskoðun“
Nýr góður liðsmaður í sérverkefni
Framsýn hefur ráðið Rafnar Orra Gunnarsson í tímabundið verkefni. Rafnar er 24 ára gamall og ættaður frá Húsavík. Honum er ætlað að fara um þingeyjarsýslur og mynda atvinnulífið á svæðinu og efla auk þess tengsl Framsýnar við unga félagsmenn en rúmlega 500 félagsmenn eru innan við 25 ára aldur. Hugmyndin er síðan að búa til kynningarmyndband um atvinnulífið og starfsemi Framsýnar á félagssvæðinu sem nær frá Raufarhöfn að Vaðlaheiði. Read more „Nýr góður liðsmaður í sérverkefni“
Mikið ályktað á þingi Sjómannasambandsins
Tveggja daga þingi Sjómannasambands Íslands lauk í gær. Á þinginu voru samþykktar 14 ályktanir um hin ýmsu hagsmunamál sjómanna. Jakob Gunnar Hjaltalín formaður Sjómannadeildar Framsýnar var fulltrúi félagsins á fundinum. Read more „Mikið ályktað á þingi Sjómannasambandsins“
Merkilegt málþing á Raufarhöfn
Í gær var haldið fjölmennt málþing á Raufarhöfn um innkomu listamanna í fámenn samfélög. Tæplega fimmtíu manns mættu á fróðlegt og skemmtilegt málþing þar sem eftirtaldir fluttu erindi. Read more „Merkilegt málþing á Raufarhöfn“