Stjórn í jólaskapi

Stjórn Þingiðnar kom saman til fundar í gær. Tekin voru fyrir nokkur mál s.s. málefni Lsj. Stapa, tvö erindi frá ASÍ, ákvörðun Vinnumálastofnunar um að loka þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík og þá var samþykkt að styrkja velferðarverkefni á félagssvæðinu. Þar með lauk góðu ári í starfi félagsins. Read more „Stjórn í jólaskapi“

Ályktun um Húsavíkurflugvöll

Stjórn Framsýnar hefur ákveðið að senda frá sér ályktun um mikilvægi Húsavíkurflugvallar en verulega hefur skort á að flugmálayfirvöld setji nægjanlegt fjármagn í viðhald og rekstur flugvallarins. Framsýn hefur áhyggjur af því enda flugvöllurinn mikilvægur öllum þeim sem leið eiga um völlinn og ekki síst fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Sjá ályktun: Read more „Ályktun um Húsavíkurflugvöll“