Stjörnurnar streyma til Húsavíkur

Mikill undirbúningur er í gangi vegna hátíðarhaldanna á Húsavík 1. maí. Hópur þekktra listamanna hafa boðað komu sína til Húsavíkur. Þar á meðal er Jóhannes Kristjánsson eftirherma og skemmtikraftur og þá bendir allt til þess að Tína Turner verði á svæðinu, þó ekki hún sjálf en lög eftir hana sem þekktir listamenn munu flytja. Já það verður gargandi stuð í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí. Að sjálfsögðu verða góðir ræðumenn á svæðinu sem munu láta í sér heyra enda full ástæða til þess. Dagskráin verður auglýst fljótlega eftir páska.

Hópur þekktra listamanna kemur fram á hátíðarhöldunum á Húsavík 1. maí.

Deila á