Halldór Oddsson lögfræðingur Alþýðusambands Íslands er stéttarfélögunum til aðstoðar varðandi kjör og réttindi starfsmanna á Þeistareykjum en starfsmenn taka kjör eftir Stórframkvæmdasamningi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Read more „Farið yfir málin“
Sjónvarpið á staðnum
Ríkissjónvarpið fylgist með framkvæmdum á Þeistarreykjum eins og flestir aðrir fjölmiðlar. Í gær voru þeir á svæðinu og tóku viðtal við formann Framsýnar, Aðalstein Árna Baldursson við Stöðvarhúsið sem er í byggingu. Ekki er ólíklegt að viðtalið verði spilað í kvöld. Read more „Sjónvarpið á staðnum“
Allt á fullu á Þeistareykjum
Formaður Framsýnar var á Þeistareykjum í dag í góðu veðri. Að sögn Aðalsteins er allt á fullu og ekki annað að sjá en að verkið gangi vel hjá verktakanum LNS Saga og undirverktökum. Sjá myndir: Read more „Allt á fullu á Þeistareykjum“
Fullt í sumarferð stéttarfélaganna
Stéttarfélögin standa fyrir skemmti- og fræðsluferð upp að Holuhrauni helgina 22. – 23. ágúst 2015. Um er að ræða tveggja daga ferð. Gist verður í Þorsteinsskála. Lagt verður af stað stundvíslega kl. 8 frá skrifstofu stéttarfélaganna laugardaginn 22. ágúst. Read more „Fullt í sumarferð stéttarfélaganna“
Unnið á vöktum í Vaðlaheiðargöngum
Fulltrúar frá Framsýn og Einingu-Iðju funduðu með stjórnendum Vaðlaheiðargangna í gær, það er frá verktakanum. Fundurinn var vinsamlegur og var farið yfir nokkur atriði er vörðuðu starfsmenn auk þess sem staðan var tekin á verkinu. Read more „Unnið á vöktum í Vaðlaheiðargöngum“
„Sjálfboðaliðar“ tímasprengja hjá bændum og ferðaþjónustuaðilum
Skrifstofu stéttarfélaganna hafa borist í sumar fyrirspurnir frá starfsfólki sem starfar hjá bændum við hefðbundin landbúnaðarstörf og ferðaþjónustu. Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að bændum ber að greiða öllum starfsmönnum að lágmarki laun samkvæmt 10 launaflokki kjarasamnings Bændasamtaka Íslands og Starfsgreinasambands Íslands. Read more „„Sjálfboðaliðar“ tímasprengja hjá bændum og ferðaþjónustuaðilum“
Funduðu um starfsmannamál og stöðu sveitarfélagsins
Formenn Framsýnar og Starfsmannafélags Húsavíkur áttu fund með bæjarstjóra og fjármálastóra Norðurþings á dögunum þar sem farið var yfir rekstur sveitarfélagsins og ákveðnar breytingar sem eru til skoðunar á starfsmannahaldi hjá sveitarfélaginu í kjölfar skýrslu um stöðu sveitarfélagsins. Read more „Funduðu um starfsmannamál og stöðu sveitarfélagsins“
Framsýn fundar með pólskum starfsmönnum á Þeistareykjum
Stéttarfélagið Framsýn hefur boðað til fundar með pólskum starfsmönnum G&M Sp.z o.o sem starfa á Þeistareykjum við uppbyggingu á stöðvarhúsinu. Fyrirtækið er undirverktaki hjá LNS Saga sem sér um uppbygginguna fyrir Landsvirkjun. Read more „Framsýn fundar með pólskum starfsmönnum á Þeistareykjum“
Stjórn AN fundaði á Húsavík
Stjórn Alþýðusamband Norðurlands kom saman til fundar á Húsavík í gær þar sem dagskrá 34. Þing sambandsins sem boðað er til á Illugastöðum 2.-3. október næstkomandi var rædd. Stjórnarmenn gerðu sér ferð á Bakka til að skoða framkvæmdir þar undir leiðsögn Aðalsteins Árna Baldurssonar formanns framsýnar. Read more „Stjórn AN fundaði á Húsavík“
Stéttarfélögin fjárfesta í bifreið
Vegna aukinna umsvifa í starfsemi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum ekki síst vegna framkvæmda á Þeistareykjum og Bakka hafa félögin fjárfest í notaðri bifreið að Nissan gerð. Stéttarfélögin verða með starfsstöð á Þeistareykjum sem opnuð verður formlega síðar í þessum mánuði og verða ferðir starfsmanna stéttarfélaganna því tíðar upp á Þeistareyki. Read more „Stéttarfélögin fjárfesta í bifreið“
Fróðlegar upplýsingar í gegnum fuglamerkingar
Fuglamerkingar hafa verið stundaðar á Íslandi síðan árið 1921. Árlega eru merktir þúsundir fugla hér á landi og er sú vinna í höndum fuglaáhugamanna og fuglafræðinga sem fengið hafa tilskilið merkingaleyfi. Stýrihópur á vegum Náttúrufræðistofnunar sér um skipulagningu og allt utanumhald merkinganna. Read more „Fróðlegar upplýsingar í gegnum fuglamerkingar“
Iðnaðarmenn eiga rétt á fjarvistarálagi
Samkvæmt nýgerðum kjarasamningi sem undirritaður var milli Samtaka atvinnulífsins og Samiðnar, sambands iðnfélaga 22. júní 2015 eiga iðnaðarmenn nú rétt á fjarvistarálagi dvelji þeir fjarri ráðningarstað í meira en tvær nætur. Ný grein í kjarasamningi orðast svo og gildir frá 1. maí 2015. Read more „Iðnaðarmenn eiga rétt á fjarvistarálagi“
Fræga fólkið á staðnum
Þorvaldur Davíð leikari með meiru er á Mærudögum á Húsavík ásamt öðru frægu og ófrægu fólki. Eftir hrútasýninguna í gær fékk hann sérkennslu hjá Kúta búfræðingi í hrútaþukli. Þorvaldur var nokkuð ánægur með námskeiðið eins og eftirfarandi myndir bera með sér: Read more „Fræga fólkið á staðnum“
Glæsileg hrútasýning og rúmlega það
Fjáreigendafélag Húsavíkur í samstarfi við karlakórinn Hreim, handverkshúsið Kaðlín, Norðlenska og Markaðsráð kindakjöts stóðu fyrir einstakalega skemmtilegir kvöldstund í Skansinum við Hvalasafnið í gær. Mikið fjölmenni var á staðnum og skemmtu allir sér afar vel. Hrúturinn Valur sem er í eigu frístundabóndans Friðriks Jónassonar og fjölskyldu sigraði hrútakeppnina . Annar varð hrúturinn Daði sem er í eigu Grobbholtsbænda. Yfirdómari var Gunna Dís bæjarstjórafrú. Sjá myndir: Read more „Glæsileg hrútasýning og rúmlega það“
Allt á fullu á Húsavík
Það er ótrúlega gott veður á Húsavík í dag miðað við það sem veðurfræðingarnir spáðu . Rétt í þessu var að ljúka langhlaupi fyrir þá allhörðustu. Sjá myndir: Read more „Allt á fullu á Húsavík“Unnið að vegagerð
Á næstu dögum verður hægt að keyra frá Húsavík upp á Þeistareyki á góðum vegi. Undanfarið hefur verið unnið að því að ganga frá veginum sem verður þvílík samgöngubót fyrir þá sem þurfa að leggja leið sína um Reykjaheiðina. Hér má smá mynd sem tekin var í dag þegar undirbúningur var á fullu fyrir endanlegan frágang á veginum. Read more „Unnið að vegagerð“
Framkvæmir ganga vel
Fulltrúar Framsýnar voru á Þeistareykjum fyrir helgina vegna fundar um öryggismál á svæðinu. Mikið er lagt upp úr því að hafa allt í besta lagi og markmið Framsýnar er að svo verði á uppbyggingartímabilinu. Nefnd á vegum verktakans LNS Saga fundar reglulega með nokkrum hagsmunaðilum þar sem farið er yfir þróun mála. Hér má sjá myndir sem teknar voru fyrir helgina í kuldanum á Þeistareykum þar sem hlutirnir eru að gerast. Read more „Framkvæmir ganga vel“Húsavík í dag
Read more „Húsavík í dag“
Algengt að ráðningarsamning vanti
Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem ASÍ og SA létu Capacent Gallup framkvæma er 85% launafólks á Íslandi með skriflegan ráðningarsamning eða skriflega staðfesta ráðningu. Á almennum vinnumarkaði er hlutfallið þó aðeins 75% meðan það er 98% á opinberum vinnumarkaði. Read more „Algengt að ráðningarsamning vanti“
Landsnet svarar kalli Framsýnar
Framsýn hefur borist svar við erindi félagsins um viðræður um framkvæmdir Landsnets við lagningu á háspennulínu frá Þeistareykjum til Húsavíkur með tengingu við Kröfluvirkjun. Í bréfi Landsnets til Framsýnar kemur fram að fyrirtækið muni fúslega verða við óskum félagsins og kynna fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu sem verða á vegum fyrirtækisins. Read more „Landsnet svarar kalli Framsýnar“