Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) sendu frá sér fréttatilkynningu í dag, 29. september, vegna verðkönnunar sem verðlagseftirlit ASÍ sendi frá sér í gær. Read more „Gífuryrði án innistæðu“
Bað um góðar kveðjur til Íslands
Ríkistjórn Finnlands hefur boðað verulegar skerðingar á greiðslum og réttindum fólks á vinnumarkaði í Finnlandi. Mótmæli hafa verið í landinu vegna þessa og hafa verkalýðsfélögin staðið fyrir aðgerðum til að koma í veg fyrir skerðingarnar sem koma sérstaklega illa við við fólk með litlar tekjur, þar á meðal SEL sem stendur fyrir samband verkafólks í matvælaiðnaði í Finnlandi. Read more „Bað um góðar kveðjur til Íslands“
Lærdómsrík ferð til Finnlands
Félagar úr stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar gerðu sér ferð til Finnlands fyrir helgina ásamt starfsmönnum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Tilgangur ferðarinnar, sem var náms og kynnisferð, var að fræðast um verkalýðs- og efnahagsmál í Finnlandi og starfsemi sendiráðs Íslands í landinu. Read more „Lærdómsrík ferð til Finnlands“
Viltu komast á þing?
Þing Alþýðusambands Norðurlands verður haldið að Illugastöðum í Fnjóskadal 2.-3. október 2015 (föstudag til laugardags). Ef þú hefur áhuga fyrir því að komast á þingið og ert fullgildur félagsmaður í Framsýn er þér velkomið að gefa kost á þér sem fulltrúi félagsins. Read more „Viltu komast á þing?“
Samið við Landsvirkjun
Starfsgreinasambandið sem Framsýn á aðild að hefur undirritað nýjan kjarasamning við Landsvirkjun sem gildir frá 1. mars síðastliðnum til ársloka 2018. Samningurinn gildir fyrir sumarstarfsfólk í dreifikerfum og á aflstöðvum Landsvirkjunar svo og matráða, ræstingafólk, bílstjóra og tækjamenn á aflstöðvum. Read more „Samið við Landsvirkjun“
Ein fegursta sveit landsins heimsótt
Starfsmannafélagið G-26 stóð fyrir skemmtiferð í Öxarfjörðinn á föstudaginn. Að félaginu standa starfsmenn þeirra félagasamtaka og fyrirtækja sem starfa í húsnæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Read more „Ein fegursta sveit landsins heimsótt“
Lokað á fimmtudag og föstudag
Svindlað á starfsfólki
Skrifstofa stéttarfélaganna á Húsavík hefur fengið nokkur óvenju ljót mál inn á borð til sín síðustu vikurnar þar sem brotið er mjög alvarlega á réttindum og kjörum starfsmanna. Brotin eru aðallega bundinn erlendum starfsmönnum. Read more „Svindlað á starfsfólki“
Skráð atvinnuleysi 2,6%
Skráð atvinnuleysi í ágúst á landsvísu var 2,6%, en að meðaltali voru 4.497 atvinnulausir í ágúst og fækkaði atvinnulausum um 181 að meðaltali frá júlí. Á Norðurlandi eystra voru 368 atvinnulausir í lok mánaðarins, þar af 137 karlar og 231 konur. Flestir voru atvinnulausir í Akureyrarkaupstað eða 230. Read more „Skráð atvinnuleysi 2,6%“
Spjallað um málefni starfsmanna
Starfsmannastjóri Jarðborana hf., Torfi Pálsson, átti óformlegan fund með fulltrúum Framsýnar fyrir helgina. Torfi var á ferðinni á Húsavík og óskaði eftir spjalli um málefni starfsmanna en fyrirtækið hefur verið með verkefni við borun í Kröflu auk þess sem ekki er ólíklegt að fyrirtækið komi að fleiri verkefnum við borun í Þingeyjarsýslum á allra næstu árum enda semjist um það milli verkkaupa og verksala. Read more „Spjallað um málefni starfsmanna“
Hugað að fræðslu
Fulltrúar frá Þekkingarneti Þingeyinga og Framsýn gerðu sér ferð upp á Þeistareyki til að funda með talsmönnum LNS Saga og Landsvirkjunar á svæðinu. Tilefni ferðarinnar var að gera forsvarsmönnunum grein fyrir starfsemi Þekkingarnetsins og kanna möguleikana á samstarfi um starfsmenntun og aðra fræðslu. Read more „Hugað að fræðslu“
Fengu fróðleik um atvinnulífið og væntanlega uppbyggingu
Náms- og starfsráðgjafar sem starfa hjá fræðslu- og símenntunarstöðvum víða um land funda um þessar mundir á Húsavík, um er að ræða tveggja daga fund. Read more „Fengu fróðleik um atvinnulífið og væntanlega uppbyggingu“
Nýtt upphaf á Húsavík
Framkvæmdir vegna byggingar kísilvers á Bakka við Húsavík hófust formlega í dag. Gert er ráð fyrir að byrjað verði að ráða fólk til starfa í verksmiðjunni á síðari hluta þessa árs. Meðfylgjandi myndir voru teknar við það tækifæri í dag. Read more „Nýtt upphaf á Húsavík“
Reiði á formannafundi SGS, samningsforsendur brostnar
Starfsgreinasamband Íslands stóð fyrir formannafundi á Egilsstöðum fyrir helgina. Formaður og varaformaður Framsýnar voru á staðnum og tóku þátt í umræðunni sem fram fór á fundinum. Helstu málefni fundarins voru kjaramál, atvinnumál á Austurlandi og stórframkvæmdir á Íslandi. Miklar og heitar umræður urðu um kjaramál enda allt í uppnámi eftir niðurstöðu gerðadóms varðandi hækkanir til ákveðina ríkisstarfsmanna. Read more „Reiði á formannafundi SGS, samningsforsendur brostnar“
Gleðidagur hjá frístundabændum
Það var hátíðarbragur í Tröllakoti á laugardaginn þegar frístundabændur á Húsavík réttuðu í nýju fjárréttinni sem þeir reistu þar síðsumars. Read more „Gleðidagur hjá frístundabændum“
Opnunarhátíð PCC Bakki Silicon hf.
Fimmtudaginn 17. september fer fram formleg opnunarhátíð PCC Bakki Silicon hf. vegna upphafs framkvæmda á Kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. Dagskráin hefst kl 11:00 á Fosshótel Húsavík og stendur yfir til 13:00. Read more „Opnunarhátíð PCC Bakki Silicon hf.“
Hátíð í bæ – réttað á laugardaginn
Réttað verður í nýrri Húsavíkurrétt sem staðsett er í Tröllakoti laugardaginn 12. september kl. 15:00. Að sögn fjáreigenda á Húsavík eru bæjarbúar og gestir hjartanlega velkomnir. Read more „Hátíð í bæ – réttað á laugardaginn“
Vonandi misskilningur – fjármagn til flugvallarins skorið niður
Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, segir nýútkomið fjárlagafrumvarp ríkistjórnarinnar valda miklum áhyggjum vegna um 25% niðurskurðar á fjárveitingum til innanlandsflugvalla. Þannig er allt fjármagn til viðhalds og nýframkvæmda á flugvöllunum skorið niður. Read more „Vonandi misskilningur – fjármagn til flugvallarins skorið niður“
Kalla eftir upplýsingum frá ráðherra um úrræði í húsnæðismálum
Framsýn hefur óskað eftir upplýsingum frá félags- og húsnæðismálaráðherra varðandi uppbyggingu á 2.300 félagslegum íbúðum á næstu árum á vegum ríkisins og samstarfsaðila. Félagið er hér að vitna til yfirlýsingar ríkistjórnarinnar sem fylgdi síðustu kjarasamningum. Spurt er út í áætlaðan fjölda nýrra íbúða á félagssvæði Framsýnar. Bréfið er svohljóðandi: Read more „Kalla eftir upplýsingum frá ráðherra um úrræði í húsnæðismálum“
Það er nú ekki lítils virði!
Ekki fer á milli mála að aukinnar bjartsýni gætir á Húsavík enda mikið um framkvæmdir á svæðinu er tengist uppbyggingunni á Bakka. Fyrir liggur að íbúum kemur til með að fjölga og þegar er farið að bera á því að fólk flytji til Húsavíkur, bæði nýbúar og eins Húsavíkingar sem búið hafa á öðrum landshornum um áratugaskeið en sjá nú tækifæri felast í því að flytja heim aftur. Read more „Það er nú ekki lítils virði!“
