Það voru hress og kát mæðgin sem einn af fréttariturum heimasíðunnar rakst á í Fnjóskadalnum í dag. Þetta voru þau Jenný Friðjónsdóttir og sonur hennar Sigurjón Gunnar Gunnarsson. Jenný starfar við það sem hingað til hefur verið skilgreint sem hefðbundið karlastarf. Read more „Konum eru allir vegir færir“
Kynningarfundir á Raufarhöfn og Þórshöfn
Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar leggja mikið upp úr því að félagsmenn séu vel meðvitaðir um helstu atriði þeirra kjarasamninga sem hafa verið undirritaðir undanfarið og varða félagsmenn þessara félaga. Með þessari frétt fylgja myndir frá tveimur fundum sem haldnir voru á Þórshöfn og Raufarhöfn. Fundirnir voru ágætlega sóttir. Read more „Kynningarfundir á Raufarhöfn og Þórshöfn“
Greiðum atkvæði félagar
Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Landssambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Framsýn á aðild að þessum samningum. Félagsmenn sem falla undir þessa kjarasamninga eru hvattir til að greiða atkvæði um samninganna. Read more „Greiðum atkvæði félagar“
Sameiginlegur stjórnarfundur
Stjórnir Þingiðnar og Framsýnar munu funda saman næsta mánudag kl. 17:15 í fundarsal stéttarfélaganna á Húsavík. Tilefni fundarins er að fara yfir væntanlegar framkvæmdir á stór Húsavíkursvæðinu, það er uppbyggingu á Húsavík og á Þeistareykjum. Auk þess verða nokkur önnur mál tekin fyrir er varða starfsemi stéttarfélaganna. Read more „Sameiginlegur stjórnarfundur“
Fæ ég koss í kaupbæti?
Kynferðisleg áreitni er því miður daglegt brauð fyrir starfsfólk í hótel- og veitingagreinum á Norðurlöndunum. Alltof margir upplifa áreitni frá káfandi gestum, kynferðislegan undirtón í samskiptum og almenna karlrembu. Þetta kemur fram í mörgum könnunum sem norræn stéttarfélög innan ferðaþjónustugreina hafa gert meðal félagsmanna sinna. Read more „Fæ ég koss í kaupbæti?“
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning verslunar- og skrifstofufólks að hefjast
Rafræn atkvæðagreiðsla aðildarfélaga Landssambands ísl. verzlunarmanna um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda hefst 10. júní 2015 kl. 9:00 og lýkur 22. júní kl. 12:00 á hádegi. Read more „Atkvæðagreiðsla um kjarasamning verslunar- og skrifstofufólks að hefjast“
Verkfalli félaga í Þingiðn frestað til 22. júní
Síðustu daga hafa staðið yfir viðræður milli Samiðnar, MATVÍS, RSÍ, VM, Grafíu /FBM og Félags hársnyrtisveina við SA um endurnýjun kjarasamninga. Read more „Verkfalli félaga í Þingiðn frestað til 22. júní“
Af hverju? – harðar umræður um kjaramál
Framsýn hefur undanfarið staðið fyrir kynningarfundum á nýgerðum kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og SGS/LÍV. Í gær var haldinn félagsfundur á Húsavík auk vinnustaðafundar hjá Laugafiski í Reykjadal. Read more „Af hverju? – harðar umræður um kjaramál“
Allt á uppleið á Húsavík
Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í gær þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. Þetta þýðir að áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum fara núna á fullt. Read more „Allt á uppleið á Húsavík“
Topp rekstur hjá litlu félagi
Ár 2015; þriðjudaginn 26. maí kl. 20:00 var aðalfundur Þingiðnar haldinn að Garðarsbraut 26. Innan félagsins eru tæplega 100 iðnaðarmenn. Formaður, Jónas Kristjánsson, bauð fundarmenn velkomna til fundarins. Read more „Topp rekstur hjá litlu félagi“
Verslun- og þjónusta á Kópaskeri
Það er alltaf notalegt að koma inn í verslunina Skerjakolluna á Kópaskeri. Skerjakollan er í raun lítil Smáralind, þar er m.a. marvöruverslun, kaffihús, veitingasala og vínbúð. Nýlega var þjónustan aukin við viðskiptavini og nú er hægt að kaupa pitsur á staðnum. Read more „Verslun- og þjónusta á Kópaskeri“
Pétur og Skarphéðinn heiðraðir í dag
Tveir sjómenn voru heiðraðir á Húsavík í dag, það voru bræðurnir Pétur og Skarphéðinn Olgeirssynir. Athöfnin fór fram í sal Miðhvamms þar sem Slysavarnardeild kvenna stóð fyrir sjómannadagskaffi. Fjölmenni var við athöfnina sem fór vel fram. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar sagði nokkur orð og rakti sjómannsferil þeirra bræðra sem má lesa hér: Read more „Pétur og Skarphéðinn heiðraðir í dag“
Rífandi stemning á Raufarhöfn
Framsýn stóð fyrir sínu árlega sumarkaffi á Raufarhöfn síðasta föstudag. Boðið var upp á kaffi og tertur sem kvenfélagið á staðnum lagði til. Forsvarsmenn Framsýnar voru á staðnum og gafst gestunum tækifæri á að eiga samræður við þá. Um hundrað manns nýtu sér tækifærið og tóku þátt í gleðinni á Raufarhöfn. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í boðinu. Read more „Rífandi stemning á Raufarhöfn“
Félagsfundur á Raufarhöfn
Framsýn boðar til kynningarfundar um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands þriðjudaginn 9. júní kl. 17:00 á Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn. Read more „Félagsfundur á Raufarhöfn“
Varnartröllið tók á verkalýðsforingjanum
Einn besti handboltamaður sem Ísland hefur alið, varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson frá Akureyri, kom við hjá formanni Framsýnar í gær og átti ágætis samræður við hann auk þess sem þeir tókust á í sjómanni. Hart var barist og lengi vel var mikið jafnræði með varnartröllinu og verkalýðsforingjanum. Eftir um klukkutíma rimmu og nokkur leikhlé hafði tröllið frá Akureyri betur. Read more „Varnartröllið tók á verkalýðsforingjanum“
Áskorun til ríkisstjórnar Íslands
Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar í gær urðu miklar umræður um stöðu aldraðra, öryrkja og atvinnuleitenda. Ekki síst í ljósi þess að ríkistjórnin hefur ekki fallist á kröfu verkalýðshreyfingarinnar um að bætur almannatrygginga og atvinnuleysisbætur hækki í samræmi við hækkun lægstu launa. Read more „Áskorun til ríkisstjórnar Íslands“
Sitt sýnist hverjum – kjaramál til umræðu
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kom saman til fundar í gær ásamt trúnaðarmönnum félagsins á vinnustöðum og stjórnum deilda félagsins. Tilgangur fundarins var að fara yfir nýgerða kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands. Read more „Sitt sýnist hverjum – kjaramál til umræðu“
Unnið að viðgerðum
Um þessar mundir eru iðnaðarmenn að gera við múrskemmdir á húsnæði stéttarfélaganna á Húsavík. Til stendur að laga húsið að utanverðu, það er að gera við múrskemmdir auk þess sem húsið verður málað.Friðrik Jónason er hér að háþrýstiþvo húsið áður en það verður málað. Read more „Unnið að viðgerðum“
Áríðandi fundur – Félagsmenn Verkalýðsfélags Þórshafnar.
Almennt verkafólk og verslunar og skrifstofufólk. Þriðjudaginn 9.júní nk.kl.20.00 verður haldinn kynningarfundur um nýgerða kjarasamninga á milli Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins og Landsambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaðir voru þann 29.maí sl. Read more „Áríðandi fundur – Félagsmenn Verkalýðsfélags Þórshafnar.“
Félagsmenn Þingiðnar samþykktu verkfallsaðgerðir
Samiðn ásamt félögum iðnaðarmanna sem eru í samstarfi um endurnýjun á almenna kjarasamningnum við Samtök atvinnulífsins, þ.e. MATVÍS, Grafía/FBM, VM, Félag hársnyrtisveina og aðildarfélög RSÍ samþykktu í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna heimild til verkfallsboðunar. Atkvæðagreiðslunni lauk í dag kl. 10:00. Read more „Félagsmenn Þingiðnar samþykktu verkfallsaðgerðir“