Myndband frá jólaboði stéttarfélaganna
Um síðustu helgi var jólaboð stéttarfélaganna á Húsavík haldið í sal stéttarfélaganna. Að vanda var vel mætt og ýmis skemmtiatriði í boði. Hér má sjá myndbrot úr boðinu.
Read more „Myndband frá jólaboði stéttarfélaganna“
Vantar þig orlofsíbúð í Kópavogi yfir jólin?
Skóbúðin 70 ára – myndband
Á dögunum fagnaði Skóbúð Húsavíkur 70 ára afmæli. Jóna Matt formaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks Framsýnar leit við ásamt fleirum og færði Oddfríði og fjölskyldu blómvönd af því tilefni. Hér má sjá svipmyndir úr heimsókninni. Read more „Skóbúðin 70 ára – myndband“
Nýjasta fréttabréfið komið á netið
Eins og frá var greint þá er nýjasta fréttabréfið að fara í dreifing. Hér er fréttabréfið svo komið á netið fyrir félagsmenn og aðra áhugasama.
Read more „Nýjasta fréttabréfið komið á netið“
Heimsókn í Norðlenska – myndband
Á dögunum fórum starfsmenn Framsýnar í heimsókn til Norðlenska á Húsavík. Um þessar mundir er jólaundirbúningurinn í fullu fjöri. Hér má sjá svipmyndir úr heimsókninni. Read more „Heimsókn í Norðlenska – myndband“
Jólaboð stéttarfélaganna og jólatónleikar Samhljóms
Þingeyjarsýslur og Húsavík eru óðum að færast í hátíðarbúning. Jólaskreytingar lýsa upp skammdegið og setja vinalegan blæ á aðventuna. Í dag á milli kl. 14:00-18:00 bjóða Stéttarfélögin upp á sína árlegu jólahátíð og allir eru hvattir til að láta sjá sig. Aðgangur ókeypis. Veglegar veitingar og jólagleði. Þá minnum við líka á hina árlegu jólatónleika Samhljóms sem haldnir á morgun. Read more „Jólaboð stéttarfélaganna og jólatónleikar Samhljóms“
Myndbönd frá Rifósi og Jarðborunum
Eins og greint var frá á dögunum gekk Rafnar Orri til liðs við Framsýn til festa á filmu atvinnulífið í Þingeyjarsýslum og starfsemi Framsýnar. Á næstu vikum verða birt myndbönd frá ýmsum vinnustöðum til að gefa innsýn í fjölbreytt störf félagsmanna nær og fjær. Hér má sjá fyrstu myndböndin frá Rifósi í Kelduhverfi og Jarðborunum á Þeistareykjum. Read more „Myndbönd frá Rifósi og Jarðborunum“
Upplýsingabæklingur Framsýnar að koma út
Á síðustu dögum hefur Framsýn unnið að útgáfu upplýsingabæklings fyrir félagsmenn. Í honum er stiklað á stóru í réttindum félagsmanna hjá sjóðum félagsins. Nettengdir félagsmenn geta skoðað bæklinginn hér, undir útgefnu efni en bæklingurinn er svo væntanlegur úr prentun á allra næstu dögum.
Raufarhöfn í Kastljósi á RÚV
Kastljós var á ferðinni á Raufarhöfn í vikunni. Grafalvarlegt ástandið á Raufarhöfn var til umfjöllunar á RÚV í gær, sjá umfjöllun hér. Við tækifærið komst þó heimamaðurinn og skáldið Jónas Friðrik Guðnason svo að orði í bundnu máli: „Mögnuð sú og merkileg staðreynd er – margur fær hreinlega sjokk við undur slík – að eftir því sem fækkar hálfvitum hér – hækkar greindarstaðall í Reykjavík!“ Read more „Raufarhöfn í Kastljósi á RÚV“
Formaður Framsýnar harðorður í viðtali
Útvarpsþátturinn Í bítið á Bylgjunni tók formann Framsýnar tali í morgun. Málefni Raufarhafnar voru til umræðu auk þess sem rætt var um beiðni þingmanns um nýtt umhverfsimat á virkjun í Bjarnarflagi. Smelltu hér til að hlusta á viðtalið.
Fréttabréfið komið á netið
Eins og greint var frá þá er nýjasta fréttabréfið farið í póst og ætti að vera borið út í dag og á morgun. Þá er fréttabréfið einnig komið á netið en það má finna hér: Fréttabréf 2012. Þá geta áhugasamir svo nálgast eldri fréttabréf hér.
Þorrasalir 1-3, upplýsingasíða
Upplýsingasíða um nýju orlofsíbúðirnar í Þorrasölum er komin á vefinn. Sjá upplýsingasíðuna hér. Góð aðsókn hefur verið Read more „Þorrasalir 1-3, upplýsingasíða“
Hundadagagleði Torgara 25. ágúst
Þá er komið að því. Fimmta átthagamót Torgara verður haldið laugardaginn næsta, 25. ágúst. Torgarar nær og fjær eru hvattir til að mæta. Eins og ávalt er kennir þar ýmissa grasa. Read more „Hundadagagleði Torgara 25. ágúst“
Meira af framkvæmdum – Vaðlaheiðargöng
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarið eru undirbúningsframkvæmdir hafnar fyrir Vaðlaheiðargöng. Nú á mánudag var sprent fyrir vegi að gangnamunna. N4 sjónvarpsstöðin náði þessum mögnuðu myndum. Read more „Meira af framkvæmdum – Vaðlaheiðargöng“
Ferðaþjónustufyrirtæki heimsótt
Það hefur verið talsvert um kvartanir, athugasemdir og ábendingar í tengslum við ferðaþjónustu nú í súmar. Starfsmenn stéttarfélaganna hafa að undanförnu verið á ferðinni og heimsótt fyrirtæki til að skoða aðstæður, aðbúnað og eftir atvikum miðla málum og leiðbeina í þeim tilvikum þar sem brýn þörf er á úrbótum. Read more „Ferðaþjónustufyrirtæki heimsótt“
Framkvæmdir á og við Húsavík
Samkvæmt upplýsingum úr framkvæmdageiranum er verkefnastaða þessa dagana ágæt, sum fyrirtæki hafa verkefni vel fram á veturinn á meðan önnur hafa verkefni í nokkra mánuði. Í þeim geira er vænst frekari verkefna við uppbyggingu í tengslum við orkufrekan iðnað við Húsavík. Starfsmaður stéttarfélaganna var á ferðinni í vikunni Read more „Framkvæmdir á og við Húsavík“
Aukin þjónusta í Þingeyjarsýslum
„Ég kem bara brosandi úr Lundey og hlakka til að takast á við ný verkefni og þjónusta Þingeyinga á sviði viðskiptalögfræði“, segir Katý Bjarnadóttir viðskiptalögfræðingur sem var að koma sér fyrir í félagsaðstöðu stéttarfélaganna í gær. Read more „Aukin þjónusta í Þingeyjarsýslum“
Vel heppnuð sumarferð í Fjörður
Laugardaginn 11. ágúst s.l. fór um 30 manna hópur frá stéttarfélögunum í sögu- og gönguferð um Fnjóskadal, Höfðahverfi og Fjörður á Flateyjarskaga. Stjórn og leiðsögn var í höndum heimamanna, þeirra Óskar Helgadóttur á Merki og Björns Ingólfssonar frá Dal við Grenivík. Read more „Vel heppnuð sumarferð í Fjörður“
Júní fréttabréf stéttarfélaganna komið á heimasíðuna
Hér má nálgast nýjasta fréttabréf stéttarfélaganna ásamt fyrri fréttabréfum ársins. Fréttabréfin er nú hægt að skoða á aðgengilegan hátt í netvafra, sjá hér: Fréttabréf 2012.