Aðalfundur Framsýnar fer fram í kvöld kl. 20:00 í fundarsal félagsins. Verið er að leggja lokahönd á undirbúninginn sem staðið hefur yfir síðustu dagana. Vonandi fjölmenna félagsmenn á fundinn í kvöld. Í lok fundar verður boðið upp á kaffiveitingar og þá fá allir smá glaðning frá félaginu. Read more „Allt klárt fyrir aðalfundinn í kvöld“
Vinnustaðaheimsókn í mötuneytið á Laugum
Fulltrúar Framsýnar fóru í vinnustaðaheimsókn í Framhaldsskólann á Laugum í Reykjadal fyrir helgina. Þar var þeim að venju vel tekið í eldhúsinu en þar starfa frábærir starfsmenn sem elda heimsins besta mat fyrir nemendur og aðra starfsmenn skólans. Read more „Vinnustaðaheimsókn í mötuneytið á Laugum“
Tillaga að afmælisgjöf til félagsmanna tekin fyrir á aðalfundi Framsýnar
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kom saman til fundar í gær. Fundurinn var haldinn til undirbúnings aðalfundar félagsins næsta fimmtudag. Farið var yfir nokkur atriði er snerta dagskrá fundarins og ganga þarf frá fyrir fundinn. Þá var gengið frá sölu á orlofshúsi félagsins á Einarstöðum . Kjara- og atvinnumál voru til umræðu sem og starfsemi Starfsgreinasambands Íslands. Read more „Tillaga að afmælisgjöf til félagsmanna tekin fyrir á aðalfundi Framsýnar“
Færeyingar bjóða stjórnendur Framsýnar velkomna í heimsókn
Færeyska Verkamannasambandið stóð fyrir þingi sambandsins í Þórshöfn í Færeyjum fyrir helgina. Það bar helst til tíðinda að Ingeborg Vinther formaður FA til rúmlega 30 ára gaf ekki kost á sér áfram. Í hennar stað var Georg F. Hansen kjörinn formaður og Elin Sorensen til vara. Formaður Framsýnar var gestur Færeyska Verkamannasambandsins en veisla til heiðurs Ingiborgu var haldin á Hótel Færeyjum á föstudagskvöldið. Read more „Færeyingar bjóða stjórnendur Framsýnar velkomna í heimsókn“
Undirbúningur vegna aðalfundarins í fullum gangi
Eyfirðingar óánægðir með að fá ekki inngöngu í Framsýn
Heimasíðan hefur flutt fréttir af því að töluvert er um að verkafólk utan félagssvæðis Framsýnar óski eftir inngöngu í Framsýn, ekki síst úr Eyjafirði. Ekki er alltaf hægt að verða við þessum óskum þar sem í gildi er ákveðnar reglur meðal stéttarfélaga innan Alþýðusambands Íslands um félagsaðild. Read more „Eyfirðingar óánægðir með að fá ekki inngöngu í Framsýn“
Breytingum lokið á Skrifstofu stéttarfélaganna
Fréttabréf um orlofskosti komið út
Stéttarfélögin hafa gefið út fréttabréf um orlofskosti félagsmanna sumarið 2011. Fréttabréfið er væntanlegt til lesenda á morgun, fimmtudag. Að venju verður mikið úrval í boði af orlofshúsum í flestum landsfjórðungum. Þá gefst félagsmönnum einnig tækifæri á að gista á hótelum víða um land og á tjaldsvæðum á hagstæðum verðum. Umsóknarfrestur er til 13. apríl.
Til skoðunar er að reisa minnisvarða
Framsýn hefur til skoðunar er að reisa minnisvarða á Húsavík í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá stofnun Verkamannafélags Húsavíkur, nú Framsýnar stéttarfélags. Þannig vill félagið minnast forfeðrana sem mörkuðu sporinn á sínum tíma. Tillagan verður til umræðu og afgreiðslu á aðalfundi Framsýnar sem haldinn verður 31. mars næstkomandi.
Atvinnuástandið viðunandi
Stjórn Þingiðnar fundaði á mánudaginn. Samþykkt var að boða til aðalfundar þriðjudaginn 19. apríl í fundarsal félagsins kl. 20:00. Þá var farið yfir niðurstöður úr rekstri Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir árið 2010 og rekstraráætlun fyrir árið 2011. Menn voru ánægðir með reksturinn enda var hann á áætlun.
Félagsmenn í leikhús á Breiðumýri
Um þessar mundir er Leikdeild Eflingar að sýna söngleikinn „Saga úr vesturbænum“ á Breiðumýri í leikstjórn Arnórs Benónýssonar. Tónlistarstjóri er Jaan Alavere. Stéttarfélögin Framsýn og Þingiðn niðurgreiða leikhúsmiðana fyrir félagsmenn. Því greiða þeir aðeins kr. 1500 fyrir miðann enda framvísi þeir afsláttarmiða sem fæst án endurgjalds á Skrifstofu stéttarfélaganna.
Renniblíða á Reykjaheiðinni
Hópur skíðagöngufólks lagði leið sína upp á Reykjaheiði í morgun til að ganga þar um á nýtroðnum göngubrautum í veðurblíðunni. Meðal þeirra sem þeystu um brautirnar voru krakkar úr yngstu bekkjum Borgarhólsskóla sem fengu leiðsögn í skíðagöngu og léku sér þess á milli í stórfiskaleik á skíðunum. Read more „Renniblíða á Reykjaheiðinni“
Stjórnar og trúnaðarmannaráðsfundur framundan
Velheppnuð afmælisráðstefna Starfsafls og Landsmenntar
Starfsafl og Landsmennt fögnuðu 10 ára afmæli síðasta fimmtudag með stuttri og velsóttri afmælisráðstefnu á Hótel Sögu. Ráðstefnan tókst vel og var gerður góður rómur að erindum framsögumanna. Sjá nánari uppfjöllun og erindi formanns Framsýnar sem var einn af frummælendum fundarins. Read more „Velheppnuð afmælisráðstefna Starfsafls og Landsmenntar“
Þeir fiska sem róa
Stjórn Framsýnar heilsaði upp á hetjur hafsins á Raufarhöfn í gær en þá voru þeir félagar Einar E. Sigurðsson, Hörður Þorgeirsson og Sveinbjörn Lund að koma úr góðum róðri en þeir er á grásleppu og gera út frá Raufarhöfn. Sjá myndir: Read more „Þeir fiska sem róa“
Góður stjórnarfundur á Raufarhöfn
Stjórn Framsýnar fundaði á Raufarhöfn í gærkvöldi. Meðal dagskrárliða voru atvinnumál á Raufarhöfn sem Svava Árnadóttir gerði grein fyrir. Farið var yfir rekstraráætlun Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir árið 2011, afmælishátíð félagsins sem haldin verður 1. maí, ástandið innan SGS og kjaramál. Read more „Góður stjórnarfundur á Raufarhöfn“
Framsýn endurnýjar stuðning við Völsung
Framsýn hefur lengi staðið vel við bakið á íþrótta- og æskulýðsstarfi í Þingeyjarsýslum. Fyrir helgina var endurnýjaður samningur við Völsung á Húsavík um áframhaldandi stuðning við starfsemi félagsins en félagið hefur í mörg ár stutt við bakið á félaginu með ýmsum hætti. Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Völsungs og Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar gengu frá samkomulaginu. Read more „Framsýn endurnýjar stuðning við Völsung“
Mannabreytingar hjá deild verslunar – og skrifstofufólks
Aðalfundur deildar verslunar- og skrifstofufólks var haldinn í fundarsal stéttarfélaganna í gær. Nokkur endurnýjun varð í stjórn deildarinnar en Brynja Pálsdóttir og Hafliði Jósteinsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Þeirra í stað voru kjörin í stjórn Birgitta Bjarney Svavarsdóttir og Kári Kristjánsson. Birgitta Bjarney starfar hjá Eimskip á Húsavík og hefur reynslu af störfum í málefnum verslunar- og skrifstofufólks en hún sat áður í stjórn Verslunarmannafélags Húsavíkur sem nú er hluti af Framsýn- stéttarfélagi. Kári starfar hjá Húsasmiðjunni á Húsavík og er að stíga sín fyrstu skref í trúnaðarstörfum fyrir félagið. Read more „Mannabreytingar hjá deild verslunar – og skrifstofufólks“
Sungið hástöfum
Fjölmargir grímuklæddir söngfuglar hafa lagt leið sína á skrifstofu stéttarfélaganna í dag til að syngja fyrir starfsfólkið. Að sjálfsögðu voru allir söngvararnir leystir út með sælgætispoka fyrir ómakið áður en þeir flögruðu á næsta áfangastað, væntanlega í sömu erindagjörðum. Lagið um Bjarnastaðabeljurnar hefur verið nokkuð vinsælt þetta árið en Gamli Nói hefur einnig fengið að hljóma í nokkrum mismunandi útgáfum. Read more „Sungið hástöfum“