Það er alltaf til mikillar fyrirmyndar þegar forsvarsmenn fyrirtækja óska eftir kynningum fyrir starfsmenn á kjarasamningum og reglum sem gilda á vinnumarkaði. Nýlega óskuðu forsvarsmenn hótelsins Berjaya Mývatn eftir kynningu frá Framsýn. Starfsmenn stéttarfélaganna brugðust við og heilsuðu upp á starfsmenn hótelsins fyrir helgina sem voru hressir og ánægðir með komandi vertíð en búist er við fjölmörgum ferðamönnum í sumar. Kynningin fór vel fram og lögðu starfsmenn fjölmargar fyrirspurnir fyrir gestina frá Framsýn. Þá notuðu starfsmenn tækifærið og kusu sér trúnaðarmann. Kosningu hlaut Örn en hann gegnir stöðu húsvarðar á hótelinu. Við bjóðum hann velkomin í stóran hóp trúnaðarmanna innan Framsýnar.