STH niðurgreiðir leikhúsmiða fyrir félagsmenn

Starfsmannafélag Húsavíkur og Leikfélag Húsavíkur hafa gert með sér samkomulag um að STH niðurgreiði leikhúsmiða fyrir félagsmenn um kr. 1500. Áður en félagsmenn fara í leikhús þurfa þeir að nálgast afsláttarmiða á Skrifstofu stéttarfélaganna. Að öðrum kosti er afslátturinn ekki í boði.

Góðar kveðjur frá Kína

Stjórn Framsýnar hefur borist kveðja frá athafnamanninum, Huang Nobu sem hefur til skoðunar að kaupa Grímsstaði á Fjöllum undir uppbyggingu í ferðaþjónustu. Framsýn skrifaði Huang Nobu nýlega bréf þar sem óskað var eftir fundi með honum varðandi framtíðarplön hans á Grímsstöðum enda gengju kaup hans á jörðinni eftir. Stjórnendur Framsýnar hafa nú fengið skilaboð frá Huang þar sem hann þakkar félaginu fyrir að vilja kynna sér þau áform sem hann hefur um uppbygginu á svæðinu. Read more „Góðar kveðjur frá Kína“

Námskeiðið gengur vel

Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið á vegum Framsýnar á Raufarhöfn. Námskeiðið klárast síðar í dag.  Á þessu námskeiði eru teknir fyrir þættir eins og sjálfstyrking , einelti, stjórnunarstílar og leiðtogar á vinnustöðum.  Námskeiðið hefur gengið mjög vel og eru þátttakendur afar ánægðir með veru sína á Raufarhöfn. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Sigurlaug Gröndal. Read more „Námskeiðið gengur vel“

Trúnaðarmenn ganga menntaveginn

Nú er nýlokið námskeiði fyrir trúnaðarmenn á Þórshöfn. Námskeiið var ætlað trúnaðarmönnum á  félagsvæði Verkalýðsfélags Þórshafnar. Á morgun hefst svo námskeið fyrir trúnaðarmenn Framsýnar. Námskeiðið verður haldið á Raufarhöfn.

Framtíðarskipulagið áfram til umræðu

Þing Starfsgreinasambands Íslands fór fram fyrir helgina.  Þinginu var ekki slitið þar sem samþykkt var að boða til framhaldsþings næsta vor. Tíminn verður notaður til að fara í ítarlega vinnu við að móta framtíðarskipulag Starfsgreinasambandsins en miklar deilur hafa verið innan sambandsins. Kjörinn var sjö manna starfshópur á þinginu til að vinna að málinu. Read more „Framtíðarskipulagið áfram til umræðu“

Fordæma ruddaskap stjórnvalda varðandi framlög til heilbrigðismála

Framsýn- stéttarfélag, Starfsmannafélag Húsavíkur og Þingiðn- félag iðnaðarmanna  funduðu í dag um boðaðar tillögur Fjárlaganefndar Alþingis um verulegar skerðingar á fjárframlögum til Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Mikil reiði var meðal fundarmanna. Stéttarfélögin samþykktu að senda sameiginlega frá sér svohljóðandi ályktun um málið. Read more „Fordæma ruddaskap stjórnvalda varðandi framlög til heilbrigðismála“

Góðu AN þingi lokið

Þing Alþýðusambands Norðurlands fór fram á föstudaginn og laugardaginn. Þingið fór vel fram og var mjög málefnalegt. Á þinginu var ályktað um nokkur mál s.s. um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Þar sem ályktanirnar hafa ekki borist verða þær vonandi  settar inn á næstu dögum. Agnes Einarsdóttir var kjörin varaformaður sambandsins en hún kemur frá Framsýn. Read more „Góðu AN þingi lokið“

Hrútadagurinn fór vel fram

Á laugardaginn var hrútadagurinn haldinn hátíðlegur á Raufarhöfn. Fjöldi fólks var saman kominn í Reiðhöllinni til að skoða og kaupa fallega hrúta frá öllum helstu fjárræktarbúum í Norður Þingeyjarsýslu. Auk þess voru sölubásar á staðnum þar sem alls konar vörur voru til sölu. Við skulum láta meðfylgjandi myndir túlka stemninguna sem var á staðnum á laugardaginn.

Read more „Hrútadagurinn fór vel fram“

Sérmál til umræðu

Fyrir helgina voru fulltrúar Framsýnar í viðræðum við forsvarsmenn Silfurstjörnunnar og Rifós um sérmál starfsmanna. Fram að þessu hefur félagið haft sérkjarasamninga við fyrirtækin sem eru í fiskeldi. Viðræðum verður væntanlega framhaldið í þessari viku.

Óþolandi ástand

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, segir það gjörsamlega óþolandi ástand að ekki sé til staðar kjarasamningur á landsvísu fyrir sjómenn á smábátum að 15 brúttótonnum. Það sé mannréttindabrot. Heildarsamtök sjómanna verði að bregðast við því með því að hefja þegar í stað viðræður við Landssamband smábátaeigenda um gerð kjarasamnings. Read more „Óþolandi ástand“