Forseti Alþýðusambands Íslands er væntanlegur til Húsavíkur miðvikudaginn 5. september kl. 17:00. Þar mun hann funda með stjórnum Framsýnar, Þingiðnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar um væntanlegt þing sambandsins sem haldið verður í haust. Að venju verða mörg mál á dagskrá þingsins sem forsetinn mun gera grein fyrir auk þess sem fulltrúum stéttarfélaganna býðst tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri.