Opnað fyrir umsóknir um orlofshús

Opnað hefur verið fyrir orlofshús sumarið 2025. Umsóknareyðublaðið má nálgast með því að smella hér. Hægt er að senda útfyllt eyðublað á alli@framsyn.is eða prenta það út og koma umsókninni á Skrifstofu stéttarfélaganna. Fréttabréf verður gefið út um miðjan mars og því mun fylgja upplýsinar um orlofskostina og umsóknareyðublað til útfyllingar.

Athygli skal vakin á tveimur nýjum valkostum sem hafa ekki áður verið í boði. Annarsvegar Hraunholt 28 á Húsavík og hinsvegar Arnarborg 16 í Stykkishólmi. Mynd af Arnarborg er í forsíðu þessarar fréttar.

Þá munum við bjóða upp á sumarhús stéttarfélaganna að Illugastöðum á nýjan leik.

Skiptidagar eru í flestum tilfellum föstudagar nema í tilfelli Illugastaða og Arnarborgar 16.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Kobiety w nowym kraju – Sympozjum 8 marca

Związki zawodowe w Þingeyjarsýsla, we współpracy z Norðurþing oraz Islandzką Konfederacją Pracy (ASÍ), organizują otwarte seminarium dyskusyjne z okazji Międzynarodowego Dnia Kobiet. Wydarzenie odbędzie się w sobotę, 8 marca, pod hasłem „Kobiety w nowym kraju – nasze kobiety“.

Tematem sympozjum będzie wkład kobiet obcego pochodzenia w islandzkie społeczeństwo oraz ich pozycja na Islandii. Spotkanie odbędzie się w pawilonie golfowym w Katlavellir, Húsavík, w godzinach 11:00–14:00. Uczestnicy będą mieli okazję skosztować zupy z pieczywem. Dyskusję poprowadzi Huld Aðalbjarnardóttir, life coach.

Program seminarium:

11:00 Przedmowa
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, specjalistkę ds. równości płci w ASÍ

11:15 Nasza społeczność – dla dobra wszystkich
Ósk Helgadóttir, wiceprzewodnicząca Framsýn

11:30 Pierwsze kroki w Raufarhöfn
Agnieszka Szczodrowska, tłumaczka i pracownik związków zawodowych w Þingeyjarsýsla.

11:45 Islandzki to podstawa – również z akcentem
Aneta Potrykus, przewodnicząca Związku Zawodowego w Þórshöfn

12:00 Przerwa obiadowa

12:30 Debata:
Nele Marie Beitelstein, Przedstawicielka ds. Wielokulturowości w Norðurþing,

Aleksandra Leonardsdóttir, specjalistka ASÍ ds. edukacji i integracji,

Fanný Cloé, nauczycielka języka islandzkiego dla imigrantów,

Christin Irma Schröder, kierownik projektów w PCC.

Framsýn stéttarfélag
Þingiðn
Starfsmannafélag Húsavíkur    

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Kynningar frá Heidelberg og Carbfix

Forsvarsmenn tveggja fyrirtækja sem hafa áhuga á að festa rætur á Bakka funduðu á dögunum með forsvarsmönnum Framsýnar og Þingiðnar. Þetta voru fyrirtækin Carbfix og Heildelberg. Hvorutveggja góðir og upplýsandi fundir og til fyrirmyndar hjá þessum fyrirtækjum að kynna sínar hugmyndir og starfsemi fyrir stéttarfélögunum enda þau í miklu samstarfi við fyrirtæki hér á svæðinu. Bæði fyrirtækin kynntu starfsemi sína og hugmyndir fyrir forsvarsfólki Norðurþings um svipað leyti.

Hugmyndir Carbfix snúast um að dæla koldíoxíði niður í jörðina þar sem það breytist í grjót með náttúrulegum ferlum. Carbfix hefur keyrt svona starfsemi á Hellisheiði í rúman áratug og gengið vel. Er það álit þeirra að starfsemin gæti hentað vel á Bakka og passi vel inn í hugmyndina um Græna iðngarða.

Starfsemi Heidelberg eru af allt öðrum toga. Hjá þeim stendur til að reisa verksmiðju sem framleiðir malað móberg til útflutnings og íblöndunar við sement. Með þessu móti er kolefnisspor sementsframleiðslu minnkað svo um munar, eða um 20-25%.

Báðar þessar hugmyndir eru á frumstigi í tengslum við Bakka en gætu orðið að veruleika í fyllingu tímans, það er ef vilji stendur til þess hjá hagsmunaaðilum. Þá er alltaf mikilvægt að vinna svona verkefni í sátt og samlyndi við heimamenn. Hvað það varðar er afar mikilvægt að þeir hinir sömu kynni sér málið vel, það er áður en þeir móta sér skoðun. (Meðfylgjandi mynd tengist verkefninu á Húsavík ekki beint)

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Lykla vantar!

Við vilja minna þá sem eiga eftir að skila lyklum að íbúðum stéttarfélaganna að gera það sem allra fyrst. Nokkuð er um að lyklum er ekki skilað strax eftir leigu sem er óheppilegt.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Góður fundur í Hlyn

You need to add a widget, row, or prebuilt layout before you’ll see anything here. 🙂

Þriðjudaginn 19. nóvember stóð Framsýn fyrir fræðslufundi í Hlyn, félagsheimili eldri borgara á Húsavík og nágrenni um lífeyrismál. Jóna Finndís Jónsdóttir og Kristín Hilmarsdóttir komu frá Lífeyrissjóðnum Stapa og flutti Jóna erindi um lífeyrismál við starfslok. Þrátt fyrir að veður hafi nú verið allavega á þriðjudaginn var mætin þokkaleg á fundinn sem tókst með miklum ágætum.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Skápur og skilrúm

Hér á Skrifstofu stéttarfélaganna er hægt að fá gefins skáp og skilrúm sem eru ekki í notkun lengur vegna breytinga. Smá má gripina á meðfylgjandi myndum.

Áhugasemir geta haft samband í síma 4646600.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Charity dance and yoga !

You need to add a widget, row, or prebuilt layout before you’ll see anything here. 🙂

ON the 9th of November there will be a charity dance and yoga in the Framsýn hall. Futher information is in the ad above.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Framsýn fræðir!

Þekkingarnetið hafa hafið kennslu á námi fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir. Markmið námsins er að auka atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu. Leitað var til Skrifstofu stéttarfélaganna að halda erindi um einn námshátt sem einfaldlega heitir ,,Starfsemi stéttarfélaga“. Á myndinni má sjá nemendahópinn.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Umsóknir fyrir jólatímabil í orlofshúsum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir jólatímabilið í íbúðum stéttarfélaganna sem er 22. desember til 2. janúar. Íbúðirnar eru í Reykjavík-Kópavogi-Akureyri og Húsavík. Umsóknum skal skilað á netfangið alli@framsyn.is

Umsóknartímabilið er frá deginum í dag til mánudagsins 28. október.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Stofnun Hagsmunasamtaka barna á Húsavík

Þann 1.júlí síðastliðinn kom saman hópur foreldra í tilefni af stofnun Hagsmunasamtaka
barna á Húsavík. Hvatinn að stofnun samtakanna var að nýta samtakamátt foreldra,
forráðamanna og samfélagsins alls til þess að bæta lífskjör barna á svæðinu, hvort sem það
snýr að öryggi, menntun, afþreyingu eða tómstundum.
Í auglýsingu um stofnfundinn stendur skrifað: Við getum gert svo margt gott ef við stöndum
saman og beitum okkur á jákvæðan hátt í þeim málum sem þarf að taka á í nærsamfélaginu
hvað varðar börnin okkar. Við sjáum til dæmis fyrir okkur að vinna saman að því að stuðla að
fjölbreyttari tómstundum og afþreyingu fyrir þau börn sem ekki finna sig í því sem er í boði
nú þegar, veita aðhald i öryggismálum og eiga yfirhöfuð gott samtal við sveitarstjórn og
skólayfirvöld, um allt sem þar fer fram.

Færum umræðurnar úr skúmaskotum yfir i ljósið og beitum okkur, í stað þess að barma okkur
i litlum hópum úti um allan bæ.

Vel var mætt á fundinn og alls skráðu sig 21 í samtökin. Það var kosið í stjórn samtakanna,
auk þess sem samþykktir samtakanna voru skrifaðar. Það eru þau Axel Árnason, Brynja Rún
Benediktsdóttir, Elena Martinez, Elva Héðinsdóttir og Svava Hlín Arnarsdóttir sem skipa
stjórnina og Benedikt Þorri Sigurjónsson, Guðný Ósk Agnarsdóttir og Sigurborg Ósk
Haraldsdóttir sem skipa varastjórn. Stjórn skipti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir
stjórnarkjör.
Þá sendi fundurinn frá sér ályktun er varðar öryggi barna, þar sem hvatt er til þess að unnin
verði stefna og aðgerðaáætlun um umferðaröryggi. Ályktunin er svohljóðandi:
Hagsmunasamtök Barna á Húsavík leggja til að unnin verði stefna um umferðaröryggi barna
á Húsavík og í framhaldinu aðgerðaáætlun sem tryggir að allt skipulag, öll hönnun og allar
framkvæmdir innan Húsavíkur verði gerðar með hag barna að leiðarljósi. Markvisst verði
unnið að því að bæta umferðaröryggi og aðstöðu fyrir öll börn, óháð ferðamáta.

Samtökin eru með Facebook-síðuna: Hagsmunasamtök barna á Húsavík, auk þess sem hægt
er að senda tölvupóst á hsb.husavik@gmail.com til þess að ganga í samtökin. Skráning í
samtökin er gjaldfrjáls og ekki eru innheimt félagsgjöld.
Samtökin hvetja foreldra og öll þau sem láta sig hagsmuni barna á svæðinu varða, að skrá sig
í samtökin.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Bústaður laus á föstudagin

Við vekjum athygli á því að sumarbústaðurinn í Bláskógum er laus á föstudaginn kemur, 9. ágúst til 16. ágúst.

Fyrstur kemur fyrstur fær, það spáir þurru veðri í Bláskógum um helgina og í næstu viku meðan rigningin á að ráða ríkjum hér fyrir norðan.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Lausar vikur í orlofshúsum í sumar

Úthlutun orlofshúsa fyrir sumarið 2024 er lokið en umsóknarfrestur var til 10. apríl. Nokkrar vikur eru lausar nú þegar úthlutuninni er lokið og eru þær hér með lausar til úthlutunar fyrir félagsmenn.

Vikurnar sem eru lausar:

Mörk, Grímsnesi
2/8-9/8
23/8-30/8

Svignaskarð
23/8-30/8

Bjarkarsel Flúðum
14/6-21/6
16/8-23/8

Flókalundur
14/6-21/6

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Sumarferð stéttarfélaganna

Árleg sumarferð stéttarfélaganna verður farin laugardaginn 22. júní næstkomandi. Að þessu sinni verður farið í Þistilfjörð. Farið verður með rútu frá Fjallasýn.

Lagt verður af stað klukkan 09:00 frá Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Þaðan verður ekið að Fræðasetri um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði. Þar mun Daníel Hansen, forstöðumaður fræðasetursins, taka á móti hópnum og kynna setrið og sýna. Eftir að því lýkur mun Daníel slást í för með hópnum og sjá um leiðsögn ferðarinnar. Farið verður á Langanes og ef aðstæður leyfa, alla leið út á Font. Grillað verður í mannskapinn síðdegis auk þess sem boðið verður upp á súpu í hádeginu á Þórshöfn. Komið verður aftur heim til Húsavíkur um kvöldið.

Verð er 7.000 krónur á félagsmann og sama verð er á maka/vin/vinkonu.

Skráning er í síma 4646600 eða á netfangið aga@framsyn.is. Skráning er þegar hafin og fer vel af stað. Sráningu lýkur miðvikudaginn 19. júní. Ferðin er háð góðu veðri. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Framsýnir bændur

You need to add a widget, row, or prebuilt layout before you’ll see anything here. 🙂

Nokkrir Suður-Þingeyskir bændur hafa tekið höndum saman og plægt og sáð korni í um 40 hektara stykki í landi Laxamýrar á undanförnum dögum. Þessi umfangsmikla sáning tengist verkefni sem Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga hefur haldið utan um síðustu árin um að kaupa, setja upp og reka kornþurrkunarstöð við Húsavík sem mun nýta glatvarma sem verður til vegna kælingar á hitaveituvatninu.

Sannarlega má segja að þessi uppbygging sé spennandi og ánægjulegt að sjá framfarir af þessu tagi hér á svæðinu.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir