Endurskoðun Samstarfs

Fimm ára endurskoðun starfsmatskerfisins SAMSTARFS hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Starfsmatið er kerfi þar sem starfsmönnum sveitarfélaga eru ákvörðuð grunnlaun með eins málefnalegum og hlutlægum aðferðum og hægt er. Í desember sl. tók Samband íslenskra sveitarfélaga einhliða ákvörðun um að senda drög að niðurstöðum starfsmats eftir endurskoðun til allra sveitarfélaga með þeim skilaboðum að taka mið af þeim frá 1. janúar 2024. Var þetta gert án vitneskju stéttarfélaganna og ekki var búið að ljúka vinnunni né samþykkja nýja matið af framkvæmdanefnd um starfsmatskerfið. Ágreiningur hefur verið um gildistíma nýja matsins og stéttarfélögin telja að það eigi að gilda frá 1. september 2021. Fundur var haldinn í framkvæmdanefnd 15. desember sl. þar sem nýja matið var afgreitt að undanskildum störfum félagsliða á velferðarsviði og veitustörfum, en fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga sátu hjá við þá afgreiðslu. Það er andstætt vinnureglum starfsmatsins sem kveða á um samhljóða niðurstöðu. Vegna þessa var eftirfarandi bókað af hálfu fulltrúa stéttarfélaganna.

Sjá hér heimasíðu starfsmats

Sjá hér kjarasamninga STH, viðbót frá 2023 og samningin frá 2020

Bókun fulltrúa stéttarfélaga á fundi framkvæmdarnefndar um starfsmatskerfið SAMSTARF 15.12.2023

Fulltrúar stéttarfélaga í framkvæmdanefnd um starfsmatskerfið SAMSTARF gera alvarlegar athugasemdir við einhliða ákvörðun fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga um að birta drög að niðurstöðum starfsmats við 5 ára endurskoðun. Fulltrúar stéttarfélaganna líta svo á að um algjöran trúnaðarbrest sé að ræða. Vinna við endurskoðun hefur verið í gangi á vettvangi nefndarinnar sl. tvö ár. Með ákvörðuninni virtu fulltrúar Sambandsins algjörlega að vettugi starfsreglur framkvæmdanefndar starfsmats.

Í 7. gr. starfsreglnanna kemur fram að allar ákvarðanir nefndarinnar skuli vera samhljóma og séu fullnaðarákvarðanir. Í 10. gr. er fjallað um birtingu niðurstaðna starfsmats og er skýrt að það er hlutverk framkvæmdanefndar að samþykkja og birta niðurstöður starfsmatsins.

Vinnu við endurmat starfa starfsmats er ekki lokið og hefur framkvæmdanefnd ekki samþykkt út úr nefndinni þá niðurstöðu sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur nú tekið ákvörðun um að birta sveitarfélögunum.

Hingað til hefur ríkt algjör sátt um að fylgja starfsreglum starfsmatsins. Ákvörðun Sambandsins er fordæmalaus og með öllu óásættanleg. Þessi framganga Sambandsins stefnir áratuga samvinnu og samstöðu um starfsmatið í hættu.

Málinu er ekki lokið og munu stéttarfélögin halda til streitu kröfu sinni um gildistíma frá september 2021

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Ónotaðir flugkóðar

Athygli er vakin á því að ónotaðir flugkóðar fást ekki endurgreiddir sé lengra síðan en ár frá því að þeir voru keyptir. Rétt er líka að benda á að kóðarnir úreldast ekki og því er enn hægt að fljúga á ónotuðum kóðum þó svo þeir hafi verið keyptir fyrir löngum tíma.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Umgengni við sjónvarpstæki í orlofshúsum

Athygli er vakin á því að bannað er að breyta stillingum á sjónvarpstækjum í orlofshúsum/íbúðum stéttarfélaganna. Nokkuð er um að nýir leigjendur geti ekki notað sjónvörpin í íbúðunum vegna þess að fiktað hafi verið í snúrum og stillingum af fyrri leigjendum. Ef svona lagað gerist verður kallaður til viðgerðarmaður á kostnað þess leigjanda sem ber ábyrgðina.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Könnun um stöðu launafólks innan BSRB

ÍSLENSKA

Nú stendur yfir könnun Vörðu um stöðu launafólks og hefur hún verið send rafrænt á tölvupósti til allra félaga. Við hvetjum þig til að svara.

ENSKA

Varða’s survey about the conditions of workers in Iceland is now ongoing and has been sent out to all our members by e-mail. We encourage you participate in the survey.

PÓLSKA

Obecnie przeprowadzana jest ankieta Varða dotycząca sytuacji pracowników, którą wysłano drogą elektroniczną na skrzynki pocztowe wszystkich członków.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Umsóknartímabil í Kötlu félagsmannasjóð

Athygli er vakin á því að yfirstandandi umsóknartímabili í Kötlu félagsmannasjóð lýkur 28. desember næstkomandi. Fyrsta útgreiðsla ársins 2024 verður í febrúar.

Aðild að Kötlu félagsmannasjóði eiga eingöngu starfsmenn sveitarfélaga sem eru félagsmenn aðildarfélaga BSRB 

Nánar má lesa um málið hér.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Dagbækurnar eru mættar í hús!

Hinar sívinsælu dagbækur komu í morgun og eru til afgreiðslu á Skrifstofu stéttarfélaganna eins og hefð er fyrir. Nú mega jólin koma!

Hér má sjá handhafa fyrstu dagbókarinnar þetta árið, Jakob Gunnar Hjaltalín en hann átti leið um skrifstofuna og stökk á tækifærið að eignast fyrstu bók þessa árs.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir